Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Lovísa Arnardóttir skrifar 14. október 2025 09:01 Kjósendur Sjálfstæðisflokks eru líklegastir til að vera andvígir aðskilnaði ríkis og kirkju. Vísir/Anton Brink Alls eru 52 prósent svarenda í könnun Prósents hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju, 27 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg og 21 prósent eru andvíg. Þau sem eru á aldrinum 18 til 24 ára eru marktækt hlynntari aðskilnaði ríkis og kirkju en þau sem eru 35 ára og eldri. 65 ára og eldri eru marktækt andvígari aðskilnaði en þau sem eru 54 ára og yngri. Hæst er hlutfallið hjá yngsta aldurshópnum, þar sem 71 prósent er hlynnt aðskilnaði, en það er lægst hjá 65 ára og eldri þar sem 35 prósent eru hlynnt aðskilnaði. Hjá þeim elstu er einnig hæsta hlutfall þeirra sem eru andvíg aðskilnaði, eða 34 prósent. Lægst er það hlutfall hjá yngsta aldurshópi, 18 til 24 ára, þar sem níu prósent eru andvíg aðskilnaði. Sjá einnig: Innan við helmingur segist trúaður Þetta eru niðurstöður könnunar sem Prósent framkvæmdi dagana 16. til 30. september 2025. Spurt var hvort fólk væri hlynnt eða andvígt aðskilnaði ríkis og kirkju. Hér má sjá mun eftir ólíkum aldurshópum til aðskilnaðar ríkis og kirkju. Prósent Niðurstöðurnar sýna að þau sem búa á höfuðborgarsvæðinu eru marktækt hlynntari aðskilnaði ríkis og kirkju en þau sem búa á landsbyggðinni. 58 prósent þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu eru hlynnt aðskilnaði en aðeins 39 prósent þeirra sem búa á landsbyggð. 18 prósent höfuðborgarbúa eru andvíg aðskilnaði og 28 prósent landsbyggðarfólks. Píratar vilja aðskilnað Mestur stuðningur við aðskilnað er hjá kjósendum Pírata þar sem 89 prósent eru hlynnt aðskilnaði. Þar á eftir eru kjósendur Viðreisnar en 68 prósent þeirra eru hlynnt aðskilnaði og 62 prósent kjósenda Samfylkingar. Sjá einnig: Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Það eru svo kjósendur Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins sem eru líklegust til að vera andvígir aðskilnaði en um 35 til 36 prósent kjósenda þessara flokka eru andvíg. Hærra hlutfall kjósenda Framsóknar og Miðflokks er þó hlynnt aðskilnaði eða 42 prósent. Aðeins 26 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju. Eins og má sjá er töluverður munur á viðhorfi til aðskilnaðar ríkis og kirkju eftir því hvaða flokka fólk kýs. Prósent Gögnunum var safnað frá 16. til 30. september 2025 í netkönnun meðal tvö þúsund einstaklinga. Svarhlutfall var 50 prósent. Þjóðkirkjan Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Viðreisn Vinstri græn Píratar Samfylkingin Skoðanakannanir Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Sjá meira
Hæst er hlutfallið hjá yngsta aldurshópnum, þar sem 71 prósent er hlynnt aðskilnaði, en það er lægst hjá 65 ára og eldri þar sem 35 prósent eru hlynnt aðskilnaði. Hjá þeim elstu er einnig hæsta hlutfall þeirra sem eru andvíg aðskilnaði, eða 34 prósent. Lægst er það hlutfall hjá yngsta aldurshópi, 18 til 24 ára, þar sem níu prósent eru andvíg aðskilnaði. Sjá einnig: Innan við helmingur segist trúaður Þetta eru niðurstöður könnunar sem Prósent framkvæmdi dagana 16. til 30. september 2025. Spurt var hvort fólk væri hlynnt eða andvígt aðskilnaði ríkis og kirkju. Hér má sjá mun eftir ólíkum aldurshópum til aðskilnaðar ríkis og kirkju. Prósent Niðurstöðurnar sýna að þau sem búa á höfuðborgarsvæðinu eru marktækt hlynntari aðskilnaði ríkis og kirkju en þau sem búa á landsbyggðinni. 58 prósent þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu eru hlynnt aðskilnaði en aðeins 39 prósent þeirra sem búa á landsbyggð. 18 prósent höfuðborgarbúa eru andvíg aðskilnaði og 28 prósent landsbyggðarfólks. Píratar vilja aðskilnað Mestur stuðningur við aðskilnað er hjá kjósendum Pírata þar sem 89 prósent eru hlynnt aðskilnaði. Þar á eftir eru kjósendur Viðreisnar en 68 prósent þeirra eru hlynnt aðskilnaði og 62 prósent kjósenda Samfylkingar. Sjá einnig: Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Það eru svo kjósendur Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins sem eru líklegust til að vera andvígir aðskilnaði en um 35 til 36 prósent kjósenda þessara flokka eru andvíg. Hærra hlutfall kjósenda Framsóknar og Miðflokks er þó hlynnt aðskilnaði eða 42 prósent. Aðeins 26 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju. Eins og má sjá er töluverður munur á viðhorfi til aðskilnaðar ríkis og kirkju eftir því hvaða flokka fólk kýs. Prósent Gögnunum var safnað frá 16. til 30. september 2025 í netkönnun meðal tvö þúsund einstaklinga. Svarhlutfall var 50 prósent.
Þjóðkirkjan Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Viðreisn Vinstri græn Píratar Samfylkingin Skoðanakannanir Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Sjá meira