Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar 14. október 2025 10:45 Kæru lesendur og annað gott Framsóknarfólk Grasrótin er hjartað í Framsókn Framsóknarflokkurinn var stofnaður árið 1916 og er uppruni flokksins er einstakur þar sem hann varð til úr grasrótinni. Hann spratt upp úr kaupfélögunum, úr bændastéttinni, úr sveitarfélögunum, úr lífi og starfi venjulegs fólks sem vildi byggja réttlátara samfélag og sá það gat gert meira saman en í sitthvoru lagi. Hreyfingin varð að veruleika vegna þess að fólk lagði saman krafta sína saman, ekki fyrir sjálft sig, heldur fyrir heildina. Þessi hugsjón lifir enn í dag. Hún er ekki minning um liðna tíma; hún er grunnurinn að framtíðinni. Framsóknarflokkurinn hefur lifað af tímana vegna þess að hann hefur alltaf treyst á kraft fólksins. Það er þessi trú á manneskjuna, á skynsama manneskjulega nálgun, sem hefur haldið okkur á floti og gert okkur að þeim flokki sem við erum. Lausnin liggur í grasrótinni Við getum talað um stefnu, samstarf, stjórnarsáttmála og stjórnmálalega stöðu, en ekkert af þessu skiptir máli nema flokkurinn hafi lifandi, virka og stolta grasrót. Við verðum að leggja áherslu á starfið innanfrá með því að hlusta á félagana, virkja nýtt fólk, og skapa vettvang þar sem hugmyndir spretta fram, þroskast og verða að aðgerðum því þegar grasrótin er sterk, er Framsókn sterk. Við þurfum að styrkja tengslin milli forystunnar og aðildarfélaganna, tryggja að upplýsingaflæði sé lifandi og gagnkvæmt, og skapa virka farvegi fyrir félaga til að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanir. Slíkum markmiðum náum við með markvissum aðgerðum á borð við reglulegum fundum, opnu samtali og skipulögðu reglulegu starfi um allt land. Að láta meira að okkur kveða í íslenskum stjórnmálum Framsókn hefur alla burði til að vera sterkara afl í íslenskum stjórnmálum en nokkru sinni fyrr. Við höfum sýnt árangur í verkum í húsnæðismálum, innviðauppbyggingu, menntamálum og efnahagsmálum en það er ekki nóg að vinna vel, við verðum líka að segja frá því. Við verðum að minna fólk á hvers vegna Framsókn skiptir máli. Við erum flokkur jafnvægis, ábyrgðar, samvinnu og í dag þegar samfélagið virðist oft klofið og samtalið hart, er þörfin fyrir miðju og manneskjulega rödd meiri en nokkru sinni. Hlutverk ritara er að vera brú milli forystu og fólks Ritari Framsóknar þarf að vera brú milli forystu og félaga og ef mér verður treyst fyrir því hlutverki mun ég vinna að því að styrkja innra starf flokksins með skipulagi og samvinnu, efla þátttöku nýrra félaga með hvatningu og fræðslu. Ég býð mig fram til ritara Framsóknarflokksins vegna þess að ég trúi á þetta starf okkar, á samvinnu, á félagshyggjuna og á þann kraft sem býr í félögum um land allt. Ég trúi því af heilum hug að framtíð Framsóknar liggi ekki í því að elta strauma, heldur að styrkja rótina. Að lausnin á næstu áratugum hvort sem er í stjórnmálum, samfélagsumræðu eða innra starfi felst í því að efla grasrótina, tengja fólk og byggja traust innan frá. Þegar við gerum það, verður Framsókn aftur sú kraftmikla hreyfing sem færir fólki von, traust og framtíðarsýn. Því Framsókn er ekki aðeins flokkur hún er hreyfing fólks og framtíðin okkar byrjar í grasrótinni. Höfundur er oddviti í Múlaþingi, varaþingmaður í Norðausturkjördæmi og frambjóðandi í embætti ritara Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Brynjólfsdóttir Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Kæru lesendur og annað gott Framsóknarfólk Grasrótin er hjartað í Framsókn Framsóknarflokkurinn var stofnaður árið 1916 og er uppruni flokksins er einstakur þar sem hann varð til úr grasrótinni. Hann spratt upp úr kaupfélögunum, úr bændastéttinni, úr sveitarfélögunum, úr lífi og starfi venjulegs fólks sem vildi byggja réttlátara samfélag og sá það gat gert meira saman en í sitthvoru lagi. Hreyfingin varð að veruleika vegna þess að fólk lagði saman krafta sína saman, ekki fyrir sjálft sig, heldur fyrir heildina. Þessi hugsjón lifir enn í dag. Hún er ekki minning um liðna tíma; hún er grunnurinn að framtíðinni. Framsóknarflokkurinn hefur lifað af tímana vegna þess að hann hefur alltaf treyst á kraft fólksins. Það er þessi trú á manneskjuna, á skynsama manneskjulega nálgun, sem hefur haldið okkur á floti og gert okkur að þeim flokki sem við erum. Lausnin liggur í grasrótinni Við getum talað um stefnu, samstarf, stjórnarsáttmála og stjórnmálalega stöðu, en ekkert af þessu skiptir máli nema flokkurinn hafi lifandi, virka og stolta grasrót. Við verðum að leggja áherslu á starfið innanfrá með því að hlusta á félagana, virkja nýtt fólk, og skapa vettvang þar sem hugmyndir spretta fram, þroskast og verða að aðgerðum því þegar grasrótin er sterk, er Framsókn sterk. Við þurfum að styrkja tengslin milli forystunnar og aðildarfélaganna, tryggja að upplýsingaflæði sé lifandi og gagnkvæmt, og skapa virka farvegi fyrir félaga til að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanir. Slíkum markmiðum náum við með markvissum aðgerðum á borð við reglulegum fundum, opnu samtali og skipulögðu reglulegu starfi um allt land. Að láta meira að okkur kveða í íslenskum stjórnmálum Framsókn hefur alla burði til að vera sterkara afl í íslenskum stjórnmálum en nokkru sinni fyrr. Við höfum sýnt árangur í verkum í húsnæðismálum, innviðauppbyggingu, menntamálum og efnahagsmálum en það er ekki nóg að vinna vel, við verðum líka að segja frá því. Við verðum að minna fólk á hvers vegna Framsókn skiptir máli. Við erum flokkur jafnvægis, ábyrgðar, samvinnu og í dag þegar samfélagið virðist oft klofið og samtalið hart, er þörfin fyrir miðju og manneskjulega rödd meiri en nokkru sinni. Hlutverk ritara er að vera brú milli forystu og fólks Ritari Framsóknar þarf að vera brú milli forystu og félaga og ef mér verður treyst fyrir því hlutverki mun ég vinna að því að styrkja innra starf flokksins með skipulagi og samvinnu, efla þátttöku nýrra félaga með hvatningu og fræðslu. Ég býð mig fram til ritara Framsóknarflokksins vegna þess að ég trúi á þetta starf okkar, á samvinnu, á félagshyggjuna og á þann kraft sem býr í félögum um land allt. Ég trúi því af heilum hug að framtíð Framsóknar liggi ekki í því að elta strauma, heldur að styrkja rótina. Að lausnin á næstu áratugum hvort sem er í stjórnmálum, samfélagsumræðu eða innra starfi felst í því að efla grasrótina, tengja fólk og byggja traust innan frá. Þegar við gerum það, verður Framsókn aftur sú kraftmikla hreyfing sem færir fólki von, traust og framtíðarsýn. Því Framsókn er ekki aðeins flokkur hún er hreyfing fólks og framtíðin okkar byrjar í grasrótinni. Höfundur er oddviti í Múlaþingi, varaþingmaður í Norðausturkjördæmi og frambjóðandi í embætti ritara Framsóknar.
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar