Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 14. október 2025 14:16 Strákarnir fögnuðu tveimur mörkum á Þróttarvelli í dag. vísir/Anton Íslenska U21-landslið karla í fótbolta sigraði Lúxemborg 2-1 í undankeppni EM á Þróttarvelli í dag. Þetta er fyrsti sigur Íslands í riðlinum, og því mikilvæg þrjú stig. Leikurinn fór hægt af stað og var mikið jafnræði milli liðanna. Bæði lið reyndust hættuleg sóknarlega og var einungis spurning hvenær fyrsta markið myndi líta dagsins ljós. Benoný Breki Andrésson braut ísinn á 28. mínútu þegar hann skoraði eftir hornspyrnu Jóhannesar Kristins Bjarnasonar. Benoný Breki Andrésson skoraði í dag.vísir/Anton Gestirnir frá Lúxemborg jöfnuðu skömmu síðar með frábærum skalla. 1-1 og þannig stóðu leikar í hálfleik. Íslenska liðið skapaði sér urmul af færum í síðari hálfleik og tókst loksins að koma boltanum í netið á 61. mínútu. Hilmir Rafn Mikaelsson kom þá boltanum fyrir markið en gestirnir með slæma hreinsun. Boltinn endaði þá hjá Hauki Andra Haraldssyni sem gaf á Jóhannes Kristinn sem kom boltanum í netið í annarri tilraun. Haukur Andri Haraldsson á ferðinni í leiknum við Lúxemborg í dag.vísir/Anton Eftir markið einkenndist leikurinn svolítið af rangstöðum og illa nýttum færum. Íslenska liðinu tókst að sigla sigrinum heim og tryggja sér mikilvæg þrjú stig í riðlinum. Atvik leiksins Erfitt að tala um eitthvað eitt atvik en íslenska liðið fór ansi illa með mörg færi. Hilmir Rafn Mikaelsson með augun á boltanum.vísir/Anton Stjörnur og skúrkar Jóhannes Kristinn Bjarnason var með stoðsendingu í fyrsta markinu og skoraði svo seinna mark Íslands. Haukur Andri Haraldsson var öflugur á miðjunni og átti frábæran leik. Benoný Breki Andrésson skoraði frábært fyrsta mark leiksins en hann hefði hæglega getað skorað tvö til viðbótar. Eggert Aron Guðmundsson er lykilmaður í U21-landsliðinu.vísir/Anton Stemning og umgjörð Lítil stemning á Þróttarvelli og fín mæting. Setur eflaust strik í reikninginn að leikurinn hófst kl 15:00 og margir því ennþá í vinnunni. Dómararnir Dómarateymið að þessu sinni kom frá Norður-Írlandi. Ben Mcmaster var á flautunni en með honum voru Stephen Bell og Georgios Argyropoulos. Leikurinn fékk að flæða vel og engin vafaatriði að mínu mati. Hárrétt ákvörðun tekin í seinna gula spjaldi Adulai Djabi Embalo sem ætlaði að sækja vítaspyrnu í uppbótartíma en dómarinn sá við því. Landslið karla í fótbolta Fótbolti
Íslenska U21-landslið karla í fótbolta sigraði Lúxemborg 2-1 í undankeppni EM á Þróttarvelli í dag. Þetta er fyrsti sigur Íslands í riðlinum, og því mikilvæg þrjú stig. Leikurinn fór hægt af stað og var mikið jafnræði milli liðanna. Bæði lið reyndust hættuleg sóknarlega og var einungis spurning hvenær fyrsta markið myndi líta dagsins ljós. Benoný Breki Andrésson braut ísinn á 28. mínútu þegar hann skoraði eftir hornspyrnu Jóhannesar Kristins Bjarnasonar. Benoný Breki Andrésson skoraði í dag.vísir/Anton Gestirnir frá Lúxemborg jöfnuðu skömmu síðar með frábærum skalla. 1-1 og þannig stóðu leikar í hálfleik. Íslenska liðið skapaði sér urmul af færum í síðari hálfleik og tókst loksins að koma boltanum í netið á 61. mínútu. Hilmir Rafn Mikaelsson kom þá boltanum fyrir markið en gestirnir með slæma hreinsun. Boltinn endaði þá hjá Hauki Andra Haraldssyni sem gaf á Jóhannes Kristinn sem kom boltanum í netið í annarri tilraun. Haukur Andri Haraldsson á ferðinni í leiknum við Lúxemborg í dag.vísir/Anton Eftir markið einkenndist leikurinn svolítið af rangstöðum og illa nýttum færum. Íslenska liðinu tókst að sigla sigrinum heim og tryggja sér mikilvæg þrjú stig í riðlinum. Atvik leiksins Erfitt að tala um eitthvað eitt atvik en íslenska liðið fór ansi illa með mörg færi. Hilmir Rafn Mikaelsson með augun á boltanum.vísir/Anton Stjörnur og skúrkar Jóhannes Kristinn Bjarnason var með stoðsendingu í fyrsta markinu og skoraði svo seinna mark Íslands. Haukur Andri Haraldsson var öflugur á miðjunni og átti frábæran leik. Benoný Breki Andrésson skoraði frábært fyrsta mark leiksins en hann hefði hæglega getað skorað tvö til viðbótar. Eggert Aron Guðmundsson er lykilmaður í U21-landsliðinu.vísir/Anton Stemning og umgjörð Lítil stemning á Þróttarvelli og fín mæting. Setur eflaust strik í reikninginn að leikurinn hófst kl 15:00 og margir því ennþá í vinnunni. Dómararnir Dómarateymið að þessu sinni kom frá Norður-Írlandi. Ben Mcmaster var á flautunni en með honum voru Stephen Bell og Georgios Argyropoulos. Leikurinn fékk að flæða vel og engin vafaatriði að mínu mati. Hárrétt ákvörðun tekin í seinna gula spjaldi Adulai Djabi Embalo sem ætlaði að sækja vítaspyrnu í uppbótartíma en dómarinn sá við því.