Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar 15. október 2025 10:46 Ég er greind með jaðarpersónuleikaröskun, eða borderline personality disorder (BPD) eins og það er kallað á ensku. Það er röskun sem margir skilja ekki, jafnvel innan heilbrigðiskerfisins sjálfs. Hún snýst ekki um að vera „erfið“ eða „óútreiknanleg“ manneskja, heldur um það að lifa með tilfinningar sem eru svo sterkar að þær taka stundum völdin af mér. Þær valda óöryggi, kvíða, vonleysi og hræðslu við að vera yfirgefin. Þær láta mig bregðast harkalega við hlutum sem aðrir gætu tekið rólega – ekki af illvilja, heldur af sársauka. Ég hef upplifað mikla vanlíðan, djúpa örvæntingu og skort á skilningi þegar ég hef reynt að leita mér hjálpar. Ég hef mætt veggjum sem eru hærri en ég átti von á. Of oft hefur brugðist við mér með tortryggni eða ótta í stað þess að sýna mér samkennd og ró.Það er eins og þegar fólk heyrir orðið „jaðarpersónuleikaröskun“, þá hætti það að sjá manneskjuna og sjái bara stimpilinn. En ég er ekki greiningin mín. Ég er manneskja, með sögu, tilfinningar, áföll og drauma eins og allir aðrir. Ég hef lent í að missa stjórn á mér. Ég hef verið svo örvæntingarfull að aðrir hafa þurft að hringja á lögregluna. Það er sárt að viðurkenna það, en það er hluti af raunveruleikanum hjá mörgum sem lifa með þessari röskun.Það sem fólk sér sem “ógn” er í raun niðurbrot – þegar tilfinningarnar hafa orðið svo sterkar að ég get ekki lengur unnið úr þeim. Þegar það gerist þarf ég hjálp, ekki refsingu. Ég þarf aðstoð, ekki valdbeitingu. Ég þarf að vera róuð, ekki hrædd. Ég skil að það getur verið erfitt að mæta manneskju í djúpu uppnámi, en það sem margir skilja ekki er að ég er aldrei hættuleg öðrum, aðeins sjálfri mér. Ég hef aldrei viljað neinum illt. Ég hef einfaldlega verið föst í kerfi sem virðist ekki vita hvernig það á að nálgast fólk eins og mig.Þegar kerfið bregst við með lögreglu, frekar en með fagfólki sem skilur tilfinningalega erfiðleika, þá sendir það mér skilaboð um að ég sé vandamál, ekki manneskja í neyð. Það sem ég óska mér mest er skilningur og mannleg nálgun.Ég þarf að hitta heilbrigðisstarfsfólk sem hlustar, sem þorir að vera til staðar, sem spyr frekar en að dæma. Ég þarf fólk sem sér að bakvið reiðina og örvæntinguna liggur hræðsla og sársauki.Ég þarf kerfi sem veit að við sem lifum með BPD erum ekki hættuleg, við erum veik og við erum að reyna að komast af í heimi sem oft finnst okkur ótryggur og yfirþyrmandi. Það sem hjálpar mér mest er traust, stöðugleiki og samkennd. Þegar fólk nálgast mig með ró og virðingu, þá róast ég. Þegar einhver sýnir mér að ég sé örugg, þá þarf ég ekki að berjast. Þegar mér er ekki refsað fyrir vanlíðanina mína, heldur mætt með skilningi, þá get ég loksins andað. Ég skrifa þetta ekki til að biðja um vorkunn. Ég skrifa þetta vegna þess að ég vil að við tölum um þetta, að við áttum okkur á því að fólk með jaðarpersónuleikaröskun á ekki að vera hrætt við að leita sér hjálpar.Við þurfum að breyta því hvernig við tölum um geðraskanir, hvernig við nálgumst þær og hvernig við styðjum hvert annað. Því á meðan kerfið sér “hættu”, þá sé ég bara manneskju sem er að reyna að lifa einn dag í einu, og sem þráir ekkert meira en að vera skilin. Ég er ekki hættuleg. Ég er ekki vond.Ég er veik og ég er að gera mitt besta. Höfundur er kennaranemi og sjúklingur með jaðarpersónuleikaröskun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
Ég er greind með jaðarpersónuleikaröskun, eða borderline personality disorder (BPD) eins og það er kallað á ensku. Það er röskun sem margir skilja ekki, jafnvel innan heilbrigðiskerfisins sjálfs. Hún snýst ekki um að vera „erfið“ eða „óútreiknanleg“ manneskja, heldur um það að lifa með tilfinningar sem eru svo sterkar að þær taka stundum völdin af mér. Þær valda óöryggi, kvíða, vonleysi og hræðslu við að vera yfirgefin. Þær láta mig bregðast harkalega við hlutum sem aðrir gætu tekið rólega – ekki af illvilja, heldur af sársauka. Ég hef upplifað mikla vanlíðan, djúpa örvæntingu og skort á skilningi þegar ég hef reynt að leita mér hjálpar. Ég hef mætt veggjum sem eru hærri en ég átti von á. Of oft hefur brugðist við mér með tortryggni eða ótta í stað þess að sýna mér samkennd og ró.Það er eins og þegar fólk heyrir orðið „jaðarpersónuleikaröskun“, þá hætti það að sjá manneskjuna og sjái bara stimpilinn. En ég er ekki greiningin mín. Ég er manneskja, með sögu, tilfinningar, áföll og drauma eins og allir aðrir. Ég hef lent í að missa stjórn á mér. Ég hef verið svo örvæntingarfull að aðrir hafa þurft að hringja á lögregluna. Það er sárt að viðurkenna það, en það er hluti af raunveruleikanum hjá mörgum sem lifa með þessari röskun.Það sem fólk sér sem “ógn” er í raun niðurbrot – þegar tilfinningarnar hafa orðið svo sterkar að ég get ekki lengur unnið úr þeim. Þegar það gerist þarf ég hjálp, ekki refsingu. Ég þarf aðstoð, ekki valdbeitingu. Ég þarf að vera róuð, ekki hrædd. Ég skil að það getur verið erfitt að mæta manneskju í djúpu uppnámi, en það sem margir skilja ekki er að ég er aldrei hættuleg öðrum, aðeins sjálfri mér. Ég hef aldrei viljað neinum illt. Ég hef einfaldlega verið föst í kerfi sem virðist ekki vita hvernig það á að nálgast fólk eins og mig.Þegar kerfið bregst við með lögreglu, frekar en með fagfólki sem skilur tilfinningalega erfiðleika, þá sendir það mér skilaboð um að ég sé vandamál, ekki manneskja í neyð. Það sem ég óska mér mest er skilningur og mannleg nálgun.Ég þarf að hitta heilbrigðisstarfsfólk sem hlustar, sem þorir að vera til staðar, sem spyr frekar en að dæma. Ég þarf fólk sem sér að bakvið reiðina og örvæntinguna liggur hræðsla og sársauki.Ég þarf kerfi sem veit að við sem lifum með BPD erum ekki hættuleg, við erum veik og við erum að reyna að komast af í heimi sem oft finnst okkur ótryggur og yfirþyrmandi. Það sem hjálpar mér mest er traust, stöðugleiki og samkennd. Þegar fólk nálgast mig með ró og virðingu, þá róast ég. Þegar einhver sýnir mér að ég sé örugg, þá þarf ég ekki að berjast. Þegar mér er ekki refsað fyrir vanlíðanina mína, heldur mætt með skilningi, þá get ég loksins andað. Ég skrifa þetta ekki til að biðja um vorkunn. Ég skrifa þetta vegna þess að ég vil að við tölum um þetta, að við áttum okkur á því að fólk með jaðarpersónuleikaröskun á ekki að vera hrætt við að leita sér hjálpar.Við þurfum að breyta því hvernig við tölum um geðraskanir, hvernig við nálgumst þær og hvernig við styðjum hvert annað. Því á meðan kerfið sér “hættu”, þá sé ég bara manneskju sem er að reyna að lifa einn dag í einu, og sem þráir ekkert meira en að vera skilin. Ég er ekki hættuleg. Ég er ekki vond.Ég er veik og ég er að gera mitt besta. Höfundur er kennaranemi og sjúklingur með jaðarpersónuleikaröskun.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun