Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. október 2025 07:02 Arnar Baldvinsson og Björgvin Arnarsson. Vísir/Bjarni Tólf ára hreyfihamlaður drengur segist finna fyrir miklu frelsi eftir að fjölskylda hans festi kaup á rafmagnsfjórhjóli sem gerir honum kleift að slást í för með vinum sínum um holt og hæðir. Faðir drengsins segist langþreyttur á baráttu við Sjúkratryggingar Íslands. Hinn tólf ára Björgvin Arnar fæddist með hryggrauf eða klofinn hrygg og því lamaður fyrir neðan hné. Það hefur um langt skeið valdið honum hugarangri að geta ekki fylgt vinum sínum í hjólaferðir og göngur um holt og hæðir í nágrenni við heimili þeirra í Grafarholti en það breyttist allt fyrir nokkrum mánuðum þegar að fjölskylda hans festi kaup á nýju rafmagnsfjórhóli sem er hannað fyrir fólk með skerta hreyfigetu. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá Björgvin keyra um torfærur í Grafarholti á nýja tryllitækinu. Er þetta ekki ótrúlega gaman? „Já, mjög gaman, sérstaklega í svona torfærum með fullt af steinum og þannig,“ sagði Björgvin. Arnar Baldvinsson, faðir Björgvins, segir að um allt annað líf sé að ræða bæði fyrir Björgvin og fjölskylduna. „Hann er miklu, miklu sjálfstæðari. Gerir allt sem hann langar að gera. Miklu meira úti með vinum sínum. Það er bara magnað að sjá hvað hann er að njóta sín.“ Áður en tækið kom til sögunnar var Björgvin líklegri til að einangrast og festast heima í tölvunni. Það er fátt sem græjan ræður ekki við en sem dæmi kemst hún upp stiga. „Við fórum upp á Úlfarsfell um daginn og það voru allir sem við mættum á leiðinni sem spurðu: Heldurðu að hann fari alla leið? Og það var ekkert mál fyrir hann,“ sagði Arnar. „Stundum gat ég fyrst ekki gert það mikið sem ég get núna gert á þessu tæki. Það er mjög frelsandi fyrir mig,“ sagði Björgvin. Sjúkratryggingar Íslands neita að niðurgreiða tækjakaupin þrátt fyrir þessi miklu áhrif. Arnar kveðst langþreyttur á eilífðarbaráttu við Sjúkratrygginar. „Við fréttum af því að það er hægt að fá rafhjólastyrk og sóttum um hann hjá Sjúkratryggingum og fengum synjun á það því það eru fjögur hjól undir þessu en ekki þrjú eins og segir í reglunum,“ Arnar. Hann vinni nú að málinu ásamt lögfræðingi Öryrkjabandalagsins sem telji málið rangt metið hjá SÍ. „Hann spurði mig hvað ég vilji gera. Ég sagði að ég vildi fara alla leið og kærði þetta til úrskurðarnefndar velferðarmála.“ Málefni fatlaðs fólks Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Hinn tólf ára Björgvin Arnar fæddist með hryggrauf eða klofinn hrygg og því lamaður fyrir neðan hné. Það hefur um langt skeið valdið honum hugarangri að geta ekki fylgt vinum sínum í hjólaferðir og göngur um holt og hæðir í nágrenni við heimili þeirra í Grafarholti en það breyttist allt fyrir nokkrum mánuðum þegar að fjölskylda hans festi kaup á nýju rafmagnsfjórhóli sem er hannað fyrir fólk með skerta hreyfigetu. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá Björgvin keyra um torfærur í Grafarholti á nýja tryllitækinu. Er þetta ekki ótrúlega gaman? „Já, mjög gaman, sérstaklega í svona torfærum með fullt af steinum og þannig,“ sagði Björgvin. Arnar Baldvinsson, faðir Björgvins, segir að um allt annað líf sé að ræða bæði fyrir Björgvin og fjölskylduna. „Hann er miklu, miklu sjálfstæðari. Gerir allt sem hann langar að gera. Miklu meira úti með vinum sínum. Það er bara magnað að sjá hvað hann er að njóta sín.“ Áður en tækið kom til sögunnar var Björgvin líklegri til að einangrast og festast heima í tölvunni. Það er fátt sem græjan ræður ekki við en sem dæmi kemst hún upp stiga. „Við fórum upp á Úlfarsfell um daginn og það voru allir sem við mættum á leiðinni sem spurðu: Heldurðu að hann fari alla leið? Og það var ekkert mál fyrir hann,“ sagði Arnar. „Stundum gat ég fyrst ekki gert það mikið sem ég get núna gert á þessu tæki. Það er mjög frelsandi fyrir mig,“ sagði Björgvin. Sjúkratryggingar Íslands neita að niðurgreiða tækjakaupin þrátt fyrir þessi miklu áhrif. Arnar kveðst langþreyttur á eilífðarbaráttu við Sjúkratrygginar. „Við fréttum af því að það er hægt að fá rafhjólastyrk og sóttum um hann hjá Sjúkratryggingum og fengum synjun á það því það eru fjögur hjól undir þessu en ekki þrjú eins og segir í reglunum,“ Arnar. Hann vinni nú að málinu ásamt lögfræðingi Öryrkjabandalagsins sem telji málið rangt metið hjá SÍ. „Hann spurði mig hvað ég vilji gera. Ég sagði að ég vildi fara alla leið og kærði þetta til úrskurðarnefndar velferðarmála.“
Málefni fatlaðs fólks Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira