Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. október 2025 07:02 Arnar Baldvinsson og Björgvin Arnarsson. Vísir/Bjarni Tólf ára hreyfihamlaður drengur segist finna fyrir miklu frelsi eftir að fjölskylda hans festi kaup á rafmagnsfjórhjóli sem gerir honum kleift að slást í för með vinum sínum um holt og hæðir. Faðir drengsins segist langþreyttur á baráttu við Sjúkratryggingar Íslands. Hinn tólf ára Björgvin Arnar fæddist með hryggrauf eða klofinn hrygg og því lamaður fyrir neðan hné. Það hefur um langt skeið valdið honum hugarangri að geta ekki fylgt vinum sínum í hjólaferðir og göngur um holt og hæðir í nágrenni við heimili þeirra í Grafarholti en það breyttist allt fyrir nokkrum mánuðum þegar að fjölskylda hans festi kaup á nýju rafmagnsfjórhóli sem er hannað fyrir fólk með skerta hreyfigetu. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá Björgvin keyra um torfærur í Grafarholti á nýja tryllitækinu. Er þetta ekki ótrúlega gaman? „Já, mjög gaman, sérstaklega í svona torfærum með fullt af steinum og þannig,“ sagði Björgvin. Arnar Baldvinsson, faðir Björgvins, segir að um allt annað líf sé að ræða bæði fyrir Björgvin og fjölskylduna. „Hann er miklu, miklu sjálfstæðari. Gerir allt sem hann langar að gera. Miklu meira úti með vinum sínum. Það er bara magnað að sjá hvað hann er að njóta sín.“ Áður en tækið kom til sögunnar var Björgvin líklegri til að einangrast og festast heima í tölvunni. Það er fátt sem græjan ræður ekki við en sem dæmi kemst hún upp stiga. „Við fórum upp á Úlfarsfell um daginn og það voru allir sem við mættum á leiðinni sem spurðu: Heldurðu að hann fari alla leið? Og það var ekkert mál fyrir hann,“ sagði Arnar. „Stundum gat ég fyrst ekki gert það mikið sem ég get núna gert á þessu tæki. Það er mjög frelsandi fyrir mig,“ sagði Björgvin. Sjúkratryggingar Íslands neita að niðurgreiða tækjakaupin þrátt fyrir þessi miklu áhrif. Arnar kveðst langþreyttur á eilífðarbaráttu við Sjúkratrygginar. „Við fréttum af því að það er hægt að fá rafhjólastyrk og sóttum um hann hjá Sjúkratryggingum og fengum synjun á það því það eru fjögur hjól undir þessu en ekki þrjú eins og segir í reglunum,“ Arnar. Hann vinni nú að málinu ásamt lögfræðingi Öryrkjabandalagsins sem telji málið rangt metið hjá SÍ. „Hann spurði mig hvað ég vilji gera. Ég sagði að ég vildi fara alla leið og kærði þetta til úrskurðarnefndar velferðarmála.“ Málefni fatlaðs fólks Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Hinn tólf ára Björgvin Arnar fæddist með hryggrauf eða klofinn hrygg og því lamaður fyrir neðan hné. Það hefur um langt skeið valdið honum hugarangri að geta ekki fylgt vinum sínum í hjólaferðir og göngur um holt og hæðir í nágrenni við heimili þeirra í Grafarholti en það breyttist allt fyrir nokkrum mánuðum þegar að fjölskylda hans festi kaup á nýju rafmagnsfjórhóli sem er hannað fyrir fólk með skerta hreyfigetu. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá Björgvin keyra um torfærur í Grafarholti á nýja tryllitækinu. Er þetta ekki ótrúlega gaman? „Já, mjög gaman, sérstaklega í svona torfærum með fullt af steinum og þannig,“ sagði Björgvin. Arnar Baldvinsson, faðir Björgvins, segir að um allt annað líf sé að ræða bæði fyrir Björgvin og fjölskylduna. „Hann er miklu, miklu sjálfstæðari. Gerir allt sem hann langar að gera. Miklu meira úti með vinum sínum. Það er bara magnað að sjá hvað hann er að njóta sín.“ Áður en tækið kom til sögunnar var Björgvin líklegri til að einangrast og festast heima í tölvunni. Það er fátt sem græjan ræður ekki við en sem dæmi kemst hún upp stiga. „Við fórum upp á Úlfarsfell um daginn og það voru allir sem við mættum á leiðinni sem spurðu: Heldurðu að hann fari alla leið? Og það var ekkert mál fyrir hann,“ sagði Arnar. „Stundum gat ég fyrst ekki gert það mikið sem ég get núna gert á þessu tæki. Það er mjög frelsandi fyrir mig,“ sagði Björgvin. Sjúkratryggingar Íslands neita að niðurgreiða tækjakaupin þrátt fyrir þessi miklu áhrif. Arnar kveðst langþreyttur á eilífðarbaráttu við Sjúkratrygginar. „Við fréttum af því að það er hægt að fá rafhjólastyrk og sóttum um hann hjá Sjúkratryggingum og fengum synjun á það því það eru fjögur hjól undir þessu en ekki þrjú eins og segir í reglunum,“ Arnar. Hann vinni nú að málinu ásamt lögfræðingi Öryrkjabandalagsins sem telji málið rangt metið hjá SÍ. „Hann spurði mig hvað ég vilji gera. Ég sagði að ég vildi fara alla leið og kærði þetta til úrskurðarnefndar velferðarmála.“
Málefni fatlaðs fólks Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira