Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2025 07:01 Ōnosato Daiki fyrir framan Þinghúsið í London og með Big Ben í baksýn. Getty/Ryan Pierse Vanalega þarf að fljúga alla leið til Japan til að sjá súmóglímukappa með eigin augum og því vakti það mikla athygli þegar kapparnir birtust í vikunni á götum London. Stóra súmómótið verður haldið í Royal Albert Hall en þetta er aðeins í annað sinn sem fullgild súmókeppni er haldin utan Japans. Fjörutíu glímukappar Fjörutíu glímukappar hafa flogið frá Japan til að keppa á mótinu. Það eru um sex tonn af úrvalsíþróttamönnum sem þarf að fæða, vökva, flytja og styðja. „Við þurftum að finna og kaupa nýja stóla sem þola allt að tvö hundruð kílóa þyngd,“ segir Matthew Todd, dagskrárstjóri Royal Albert Hall. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) „Venjulegur staðall hjá okkur er aðeins hundrað kíló.“ Þeir þurftu líka að styrkja salernin. „Þau sem eru skrúfuð í vegginn eru mesta áskorunin,“ bætir Todd við. Og ekki spyrja hann út í hrísgrjónareikninginn. „Hann er umtalsverður,“ segir hann. Uppiskroppa með núðlur „Ég veit að heildsalinn varð uppiskroppa með núðlur, því við höfðum þegar pantað svo mikið frá þeim.“ Fyrir flesta glímukappana er þetta fyrsta heimsókn þeirra til Englands. Á milli æfinga er meðal annars þriggja tíma síðdegisblundur til að sofa úr sér hádegismatinn sem er ómissandi hluti af rútínunni. Tvær stærstu stjörnur íþróttarinnar, Hōshōryū Tomokatsu og Ōnosato Daiki, eru með í för. Ōnosato tók saman fyrstu kynni sín af London í einu orði: „svalt“. Þrátt fyrir veðrið sagðist hann vera ánægður með að vera hér því honum líkaði vel við Harry Potter. Hneykslismál Hann er aðeins 25 ára og hlaut nýlega titilinn yokozuna, sem er hæsta tign íþróttarinnar. Hann er fyrsti japanski rikishi-glímukappinn til að vinna titilinn síðan 2017. Súmó hefur, að sögn Hakkaku, gengið í gegnum „góða og slæma tíma“ undanfarin ár, þegar nokkur hneykslismál hafa komið upp. Það að Ōnosato hafi komið fram sem fyrsti japanski stórmeistarinn í sex ár hefur átt stóran þátt í nýlegri vinsældaaukningu. Erfitt er að nálgast miða í Japan, en næstum ómögulegt að fá þá í London. View this post on Instagram A post shared by ITV London (@itvlondon) Glíma Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Stóra súmómótið verður haldið í Royal Albert Hall en þetta er aðeins í annað sinn sem fullgild súmókeppni er haldin utan Japans. Fjörutíu glímukappar Fjörutíu glímukappar hafa flogið frá Japan til að keppa á mótinu. Það eru um sex tonn af úrvalsíþróttamönnum sem þarf að fæða, vökva, flytja og styðja. „Við þurftum að finna og kaupa nýja stóla sem þola allt að tvö hundruð kílóa þyngd,“ segir Matthew Todd, dagskrárstjóri Royal Albert Hall. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) „Venjulegur staðall hjá okkur er aðeins hundrað kíló.“ Þeir þurftu líka að styrkja salernin. „Þau sem eru skrúfuð í vegginn eru mesta áskorunin,“ bætir Todd við. Og ekki spyrja hann út í hrísgrjónareikninginn. „Hann er umtalsverður,“ segir hann. Uppiskroppa með núðlur „Ég veit að heildsalinn varð uppiskroppa með núðlur, því við höfðum þegar pantað svo mikið frá þeim.“ Fyrir flesta glímukappana er þetta fyrsta heimsókn þeirra til Englands. Á milli æfinga er meðal annars þriggja tíma síðdegisblundur til að sofa úr sér hádegismatinn sem er ómissandi hluti af rútínunni. Tvær stærstu stjörnur íþróttarinnar, Hōshōryū Tomokatsu og Ōnosato Daiki, eru með í för. Ōnosato tók saman fyrstu kynni sín af London í einu orði: „svalt“. Þrátt fyrir veðrið sagðist hann vera ánægður með að vera hér því honum líkaði vel við Harry Potter. Hneykslismál Hann er aðeins 25 ára og hlaut nýlega titilinn yokozuna, sem er hæsta tign íþróttarinnar. Hann er fyrsti japanski rikishi-glímukappinn til að vinna titilinn síðan 2017. Súmó hefur, að sögn Hakkaku, gengið í gegnum „góða og slæma tíma“ undanfarin ár, þegar nokkur hneykslismál hafa komið upp. Það að Ōnosato hafi komið fram sem fyrsti japanski stórmeistarinn í sex ár hefur átt stóran þátt í nýlegri vinsældaaukningu. Erfitt er að nálgast miða í Japan, en næstum ómögulegt að fá þá í London. View this post on Instagram A post shared by ITV London (@itvlondon)
Glíma Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira