Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar 16. október 2025 18:15 Til að styðja við upplýsta, faglega og málefnalega umfjöllun um launamun kynjanna og virðismat starfa hefur Jafnlaunastofa boðið fjölmiðlafólki upp á samtal um launamun kynjanna og verðmætamat starfa. Þann 24. október eru liðin 50 ár frá Kvennafrídeginum þegar konur hér á landi lögðu niður störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns. Staða kvenna á vinnumarkaði var langt frá því jöfn á við stöðu karla á þeim tíma. Störf þeirra voru vanmetin sem leiddi til þess að laun þeirra voru lægri. Vanmatið var réttlætt með því að þær væru ekki fyrirvinnur heimila en á sama tíma þurftu þær gjarnan að sitja undir ásökunum um vanrækslu gagnvart börnunum sínum vegna þátttöku á vinnumarkaði. Þennan dag kröfðust íslenskar konur breytinga en talið er að 90% kvenna hafi lagt niður störf til þess að krefjast viðurkenningar á launuðu og ólaunuðu framlagi þeirra til samfélagsins. Nú, 50 árum síðar, setja aðstandendur kvennaárs, sem eru fjölmörg samtök femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks, fram kröfur um leiðréttingu á kerfisbundnu vanmati á kvennastörfum. Hvað felst í þeirri kröfu? Krafan felur í sér þá afstöðu að þær aðferðir sem notaðar eru við launasetningu feli í sér kynjamismunun vegna þess að þær meta ekki til launa þá þætti sem einkenna hefðbundin kvennastörf. Það leiði til kynbundins launamunar sem gerð er krafa um að verði útrýmt. Kynskiptur vinnumarkaður Launamun kynjanna má að stærstum hluta rekja til kynskipts vinnumarkaðar. Konur starfa í meiri mæli en karlar í t.d. félags-, heilbrigðis- og menntagreinum þar sem störf eru að jafnaði verr launuð en störf í t.d. bygginga-- og fjármálastarfsemi þar sem karlar starfa frekar. Einfalt dæmi um þetta eru að störf sem fela í sér ábyrgð á fólki séu verr launuð en þau störf sem fela í sér fjárhagslega ábyrgð. Annað er að við launasetningu sé umbunað fyrir líkamlegt álag í starfi en síður fyrir tilfinningalegt álag. Til þess að leiðrétta þessa skekkju þarf launasetning að byggja á faglegum viðmiðum sem endurspegla öll störf, bæði karllæg og kvenlæg í samræmi við jafnlaunaákvæði laga. Til þess þurfi að innleiða starfsmats- eða virðismatskerfi til að byggja launaákvarðanir á. Tölfræði og túlkanir Árið 2024 mældist óleiðréttur launamunur 10,4%. Launamunur er ólíkur eftir mörkuðum en það ár var óleiðréttur launamunur kynjanna 15,2% á almennum vinnumarkaði og 7,7% hjá starfsfólki ríkisins en talsvert lægri eða 4% meðal starfsfólks sveitarfélaga. Hér má benda á að grunnlaunasetning starfsfólks sveitarfélaga byggir á starfsmatskerfi. Þegar rýnt er í tölfræði um launamun kynjanna er mikilvægt að hafa í huga að tölur um óleiðréttan launamun segja ekki alla söguna. Ef atvinnutekjur karla og kvenna eru bornar saman kemur í ljós hversu miklu munar á launagreiðslum kynjanna. Þegar bætt er við breytunni vinnutími fæst hinn svokallaði óleiðrétti launamunur og ef bætt er við enn fleiri breytum á borð við menntunarstig, starf, atvinnugrein og tegund fyrirtækis til að skýra launamuninn erum við komin með leiðréttan launamun. Þetta getur reynst ruglingslegt, sérstaklega í ljósi þess að miklu getur munað á þessum mælingum. Það endurspeglaðist t.d. í tölum um launamun árið 2023 þegar munur á atvinnutekjum mældist 21,9%, óleiðréttur launamunur 9,3% og leiðréttur launamunur 3,6%. Það er þess vegna mikilvæg að átta sig á því hvað er verið að mæla hverju sinni. Það er til dæmis einkar mikilvægt við túlkun upplýsinga úr launagreiningum að skýra ekki launamuninn burt með þeim breytum sem valda honum. Sem dæmi má nefna að með því að nota atvinnugrein sem skýribreytu er t.d. horft fram hjá kynskiptingu vinnumarkaðarins og skökku verðmætamati starfa þar sem hefðbundin kvennastörf eru lægra metin en hefðbundin karlastörf. Til að styðja við faglega og málefnalega umfjöllun um launamun kynjanna og verðmætamat starfa á kvennaári hefur Jafnlaunastofa boðið fjölmiðlafólki til klukkutíma samtals um þessi mál á morgun kl. 13. Nánari upplýsingar má finna á jafnlaunastofa.is. Höfundur er framkvæmdastýra Jafnlaunastofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Sjá meira
Til að styðja við upplýsta, faglega og málefnalega umfjöllun um launamun kynjanna og virðismat starfa hefur Jafnlaunastofa boðið fjölmiðlafólki upp á samtal um launamun kynjanna og verðmætamat starfa. Þann 24. október eru liðin 50 ár frá Kvennafrídeginum þegar konur hér á landi lögðu niður störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns. Staða kvenna á vinnumarkaði var langt frá því jöfn á við stöðu karla á þeim tíma. Störf þeirra voru vanmetin sem leiddi til þess að laun þeirra voru lægri. Vanmatið var réttlætt með því að þær væru ekki fyrirvinnur heimila en á sama tíma þurftu þær gjarnan að sitja undir ásökunum um vanrækslu gagnvart börnunum sínum vegna þátttöku á vinnumarkaði. Þennan dag kröfðust íslenskar konur breytinga en talið er að 90% kvenna hafi lagt niður störf til þess að krefjast viðurkenningar á launuðu og ólaunuðu framlagi þeirra til samfélagsins. Nú, 50 árum síðar, setja aðstandendur kvennaárs, sem eru fjölmörg samtök femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks, fram kröfur um leiðréttingu á kerfisbundnu vanmati á kvennastörfum. Hvað felst í þeirri kröfu? Krafan felur í sér þá afstöðu að þær aðferðir sem notaðar eru við launasetningu feli í sér kynjamismunun vegna þess að þær meta ekki til launa þá þætti sem einkenna hefðbundin kvennastörf. Það leiði til kynbundins launamunar sem gerð er krafa um að verði útrýmt. Kynskiptur vinnumarkaður Launamun kynjanna má að stærstum hluta rekja til kynskipts vinnumarkaðar. Konur starfa í meiri mæli en karlar í t.d. félags-, heilbrigðis- og menntagreinum þar sem störf eru að jafnaði verr launuð en störf í t.d. bygginga-- og fjármálastarfsemi þar sem karlar starfa frekar. Einfalt dæmi um þetta eru að störf sem fela í sér ábyrgð á fólki séu verr launuð en þau störf sem fela í sér fjárhagslega ábyrgð. Annað er að við launasetningu sé umbunað fyrir líkamlegt álag í starfi en síður fyrir tilfinningalegt álag. Til þess að leiðrétta þessa skekkju þarf launasetning að byggja á faglegum viðmiðum sem endurspegla öll störf, bæði karllæg og kvenlæg í samræmi við jafnlaunaákvæði laga. Til þess þurfi að innleiða starfsmats- eða virðismatskerfi til að byggja launaákvarðanir á. Tölfræði og túlkanir Árið 2024 mældist óleiðréttur launamunur 10,4%. Launamunur er ólíkur eftir mörkuðum en það ár var óleiðréttur launamunur kynjanna 15,2% á almennum vinnumarkaði og 7,7% hjá starfsfólki ríkisins en talsvert lægri eða 4% meðal starfsfólks sveitarfélaga. Hér má benda á að grunnlaunasetning starfsfólks sveitarfélaga byggir á starfsmatskerfi. Þegar rýnt er í tölfræði um launamun kynjanna er mikilvægt að hafa í huga að tölur um óleiðréttan launamun segja ekki alla söguna. Ef atvinnutekjur karla og kvenna eru bornar saman kemur í ljós hversu miklu munar á launagreiðslum kynjanna. Þegar bætt er við breytunni vinnutími fæst hinn svokallaði óleiðrétti launamunur og ef bætt er við enn fleiri breytum á borð við menntunarstig, starf, atvinnugrein og tegund fyrirtækis til að skýra launamuninn erum við komin með leiðréttan launamun. Þetta getur reynst ruglingslegt, sérstaklega í ljósi þess að miklu getur munað á þessum mælingum. Það endurspeglaðist t.d. í tölum um launamun árið 2023 þegar munur á atvinnutekjum mældist 21,9%, óleiðréttur launamunur 9,3% og leiðréttur launamunur 3,6%. Það er þess vegna mikilvæg að átta sig á því hvað er verið að mæla hverju sinni. Það er til dæmis einkar mikilvægt við túlkun upplýsinga úr launagreiningum að skýra ekki launamuninn burt með þeim breytum sem valda honum. Sem dæmi má nefna að með því að nota atvinnugrein sem skýribreytu er t.d. horft fram hjá kynskiptingu vinnumarkaðarins og skökku verðmætamati starfa þar sem hefðbundin kvennastörf eru lægra metin en hefðbundin karlastörf. Til að styðja við faglega og málefnalega umfjöllun um launamun kynjanna og verðmætamat starfa á kvennaári hefur Jafnlaunastofa boðið fjölmiðlafólki til klukkutíma samtals um þessi mál á morgun kl. 13. Nánari upplýsingar má finna á jafnlaunastofa.is. Höfundur er framkvæmdastýra Jafnlaunastofnun.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun