Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2025 23:02 Gennaro Gattuso hefur tekið til hjá ítalska landsliðinu og stýrt liðnu til sigurs í fjórum leikjum í röð. Getty/Emmanuele Ciancaglini Þjálfari ítalska fótboltalandsliðsins hótar því að fara í útlegð frá sínu eigin landi ef landsliðið hans kemst ekki á þriðja heimsmeistaramótið í röð. Gennaro Gattuso hefur verið þjálfari ítalska landsliðsins frá því í júní en hann varð sjálfur heimsmeistari með liðinu sem leikmaður árið 2006. Eftir erfiða byrjun á undankeppninni þá hefur Gattuso hjálpað til við að endurvekja vonir þeirra um að komast á mótið á næsta ári sem haldið verður í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. 3-0 sigurinn á Ísrael á þriðjudag var fjórði sigur Ítalíu í röð undir stjórn Gattuso og tryggði liðinu sæti í umspili um laust sæti á HM 2026. „Ég mun taka heiðurinn ef mér tekst að ná markmiðinu, annars fer ég og bý langt í burtu frá Ítalíu,“ sagði Gattuso. „Ég er nú þegar svolítið langt í burtu [býr í Marbella á Spáni] en ég mun fara enn lengra. Þetta eru afleiðingarnar, ég geri mér grein fyrir því,“ sagði Gattuso. Ítalía er þremur stigum á eftir Noregi, sem er í efsta sæti I-riðils. Azzurri spila við Moldóvu 13. nóvember og taka á móti Noregi þremur dögum síðar í síðasta leik sínum í riðlakeppninni. Þrátt fyrir þá pressu sem fylgir því að þjálfa fjórfalda heimsmeistara sagði Gattuso að það væri heiður að vera í þessari stöðu. „Ég hef sagt það áður, það er draumur að vera hér og það er satt,“ sagði Gattuso. „Það voru menn með meiri reynslu en ég og þess vegna tók ég þessu kalli með mikilli ábyrgð. Ég verð að þakka knattspyrnusambandinu, forseta þess [Gabriele Gravina] og sendinefndarstjóra Ítalíu, Gianluigi Buffon. Ég bjóst ekki við að leiða liðið til sextán marka, en heiðurinn er leikmannanna. Ég á lítinn heiður skilinn.“ sagði Gattuso. „Við þurfum að halda áfram á þessari braut. Já, við leggjum mikið á okkur og sofum lítið, en við gerum þetta líka vegna þess að þegar sigrarnir koma er tilfinningin mjög góð,“ sagði Gattuso. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) HM 2026 í fótbolta Ítalski boltinn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira
Gennaro Gattuso hefur verið þjálfari ítalska landsliðsins frá því í júní en hann varð sjálfur heimsmeistari með liðinu sem leikmaður árið 2006. Eftir erfiða byrjun á undankeppninni þá hefur Gattuso hjálpað til við að endurvekja vonir þeirra um að komast á mótið á næsta ári sem haldið verður í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. 3-0 sigurinn á Ísrael á þriðjudag var fjórði sigur Ítalíu í röð undir stjórn Gattuso og tryggði liðinu sæti í umspili um laust sæti á HM 2026. „Ég mun taka heiðurinn ef mér tekst að ná markmiðinu, annars fer ég og bý langt í burtu frá Ítalíu,“ sagði Gattuso. „Ég er nú þegar svolítið langt í burtu [býr í Marbella á Spáni] en ég mun fara enn lengra. Þetta eru afleiðingarnar, ég geri mér grein fyrir því,“ sagði Gattuso. Ítalía er þremur stigum á eftir Noregi, sem er í efsta sæti I-riðils. Azzurri spila við Moldóvu 13. nóvember og taka á móti Noregi þremur dögum síðar í síðasta leik sínum í riðlakeppninni. Þrátt fyrir þá pressu sem fylgir því að þjálfa fjórfalda heimsmeistara sagði Gattuso að það væri heiður að vera í þessari stöðu. „Ég hef sagt það áður, það er draumur að vera hér og það er satt,“ sagði Gattuso. „Það voru menn með meiri reynslu en ég og þess vegna tók ég þessu kalli með mikilli ábyrgð. Ég verð að þakka knattspyrnusambandinu, forseta þess [Gabriele Gravina] og sendinefndarstjóra Ítalíu, Gianluigi Buffon. Ég bjóst ekki við að leiða liðið til sextán marka, en heiðurinn er leikmannanna. Ég á lítinn heiður skilinn.“ sagði Gattuso. „Við þurfum að halda áfram á þessari braut. Já, við leggjum mikið á okkur og sofum lítið, en við gerum þetta líka vegna þess að þegar sigrarnir koma er tilfinningin mjög góð,“ sagði Gattuso. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
HM 2026 í fótbolta Ítalski boltinn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira