FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2025 21:48 Vinirnir Gianni Infantino og Donald Trump á úrslitaleik HM félagsliða í sumar. Getty/Eva Marie Uzcategu Donald Trump hótaði borgarstjórum í Bandaríkjunum að hann gæti tekið HM-leiki af þeim. Í fyrstu neitaði FIFA að Bandaríkjaforseti hefði slík völd en nú er komið annað hljóð í FIFA-fólk. FIFA hefur nú viðurkennt að bandarísk stjórnvöld hafi lokaorðið um að ákvarða öryggi gestgjafaborga á heimsmeistaramótinu í fótbolta næsta sumar. ESPN segir frá. Trump forseti Bandaríkjanna sagði á sínum tíma að vinur sinn Gianni Infantino, forseti FIFA, myndi „mjög auðveldlega“ færa leiki á HM 2026 frá tilnefndum gestgjafaborgum ef Trump bæði hann um það. Trump gaf einnig í skyn að hann myndi reyna að færa Ólympíuleikana 2028 frá Los Angeles ef honum fyndist borgin ekki örugg. Bandaríkjaforseti hefur áður talað um að færa leiki á heimsmeistaramótinu frá borgum sem hann taldi „hættulegar“, og nefndi áður Seattle og San Francisco. FIFA says Donald Trump has the right to determine which cities are safe for the World Cup Per Sky News pic.twitter.com/3oDywqbAPk— OSZ (@OpenSourceZone) October 15, 2025 FIFA hefur sagt að ákvarðanir um öryggi gestgjafaborga á heimsmeistaramótinu séu á hendi bandarískra stjórnvalda. „Öryggi og öryggisgæsla eru í forgangi á öllum viðburðum FIFA um allan heim,“ sagði talsmaður FIFA. „Öryggi og öryggisgæsla eru augljóslega á ábyrgð stjórnvalda og þau ákveða hvað er best fyrir almannaöryggi. Við vonum að allar sextán gestgjafaborgir okkar verði tilbúnar til að halda mótið með góðum árangri og uppfylla allar nauðsynlegar kröfur.“ Á fimmtudag sagði Trump að „götuvaldatökur“ hefðu átt sér stað í Boston og fullyrti að FIFA myndi færa leiki fyrir úrslitakeppnina næsta sumar ef hann bæði um það. „Ef einhver stendur sig illa og ef mér finnst aðstæður óöruggar myndi ég hringja í Gianni, yfirmann FIFA, sem er stórkostlegur, og ég myndi segja:,Færum þetta á annan stað‘,“ sagði hann við fréttamenn í Bandaríkjunum á þriðjudag. „Og hann myndi gera það. Hann væri ekki hrifinn af því en hann myndi gera það mjög auðveldlega. Hann myndi gera það og þetta er rétti tíminn til að gera það. Ég gæti sagt það sama um Ólympíuleikana. „Ef ég héldi að L.A. yrðu ekki undirbúnar almennilega myndi ég færa þá á annan stað. Ef ég þyrfti að gera það í því tilfelli þyrfti ég líklega að fá annars konar leyfi, en við myndum gera það,“ sagði Donald Trump. Donald Trump has a longstanding bromance with Gianni Infantino 👬But does that explain why the FIFA president attended the Gaza peace summit in Egypt? pic.twitter.com/mtrUJ9SjDb— DW Sports (@dw_sports) October 15, 2025 FIFA HM 2026 í fótbolta Donald Trump Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira
FIFA hefur nú viðurkennt að bandarísk stjórnvöld hafi lokaorðið um að ákvarða öryggi gestgjafaborga á heimsmeistaramótinu í fótbolta næsta sumar. ESPN segir frá. Trump forseti Bandaríkjanna sagði á sínum tíma að vinur sinn Gianni Infantino, forseti FIFA, myndi „mjög auðveldlega“ færa leiki á HM 2026 frá tilnefndum gestgjafaborgum ef Trump bæði hann um það. Trump gaf einnig í skyn að hann myndi reyna að færa Ólympíuleikana 2028 frá Los Angeles ef honum fyndist borgin ekki örugg. Bandaríkjaforseti hefur áður talað um að færa leiki á heimsmeistaramótinu frá borgum sem hann taldi „hættulegar“, og nefndi áður Seattle og San Francisco. FIFA says Donald Trump has the right to determine which cities are safe for the World Cup Per Sky News pic.twitter.com/3oDywqbAPk— OSZ (@OpenSourceZone) October 15, 2025 FIFA hefur sagt að ákvarðanir um öryggi gestgjafaborga á heimsmeistaramótinu séu á hendi bandarískra stjórnvalda. „Öryggi og öryggisgæsla eru í forgangi á öllum viðburðum FIFA um allan heim,“ sagði talsmaður FIFA. „Öryggi og öryggisgæsla eru augljóslega á ábyrgð stjórnvalda og þau ákveða hvað er best fyrir almannaöryggi. Við vonum að allar sextán gestgjafaborgir okkar verði tilbúnar til að halda mótið með góðum árangri og uppfylla allar nauðsynlegar kröfur.“ Á fimmtudag sagði Trump að „götuvaldatökur“ hefðu átt sér stað í Boston og fullyrti að FIFA myndi færa leiki fyrir úrslitakeppnina næsta sumar ef hann bæði um það. „Ef einhver stendur sig illa og ef mér finnst aðstæður óöruggar myndi ég hringja í Gianni, yfirmann FIFA, sem er stórkostlegur, og ég myndi segja:,Færum þetta á annan stað‘,“ sagði hann við fréttamenn í Bandaríkjunum á þriðjudag. „Og hann myndi gera það. Hann væri ekki hrifinn af því en hann myndi gera það mjög auðveldlega. Hann myndi gera það og þetta er rétti tíminn til að gera það. Ég gæti sagt það sama um Ólympíuleikana. „Ef ég héldi að L.A. yrðu ekki undirbúnar almennilega myndi ég færa þá á annan stað. Ef ég þyrfti að gera það í því tilfelli þyrfti ég líklega að fá annars konar leyfi, en við myndum gera það,“ sagði Donald Trump. Donald Trump has a longstanding bromance with Gianni Infantino 👬But does that explain why the FIFA president attended the Gaza peace summit in Egypt? pic.twitter.com/mtrUJ9SjDb— DW Sports (@dw_sports) October 15, 2025
FIFA HM 2026 í fótbolta Donald Trump Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira