Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. október 2025 10:58 Rakel Guðfinnsdóttir, eigandi Okkar talþjálfun. Bylgjan Yfir þúsund börn bíða í þrjú til fjögur ár eftir því að komast til talmeinafræðings. Eigandi Okkar talþjálfun segir nýjan veruleika blasa við þeim með aukinni kunnáttu barna í ensku á kostnað íslenskunnar. Rakel Guðfinnsdóttir, einn eigandi Okkar talþjálfun, hefur starfað í geiranum í næstum áratug. Hún upplifir að miklar breytingar hafi átt sér stað á þeim tíma en á milli þúsund og fimmtán hundruð börn eru á biðlista til að komast til talmeinafræðings. Rakel segir börnin almennt þurfa að bíða í þrjú til fjögur ár eftir tíma. „Okkar tilfinning er algjörlega sú að landslagið er að breytast. Enskan er að bætast mikið inn í,“ segir Rakel sem ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þau börn sem koma til okkar eru þau börn sem eru hvað verst stödd af því við erum að vinna með málþroskavanda. Við erum ekki að sjá alla heildina en þegar við erum að leggja fyrir próf sem eiga að taka á íslenskunni og þegar talað er um málskilning er orðaforði grunnþáttur þar. Því fleiri orð sem við þekkjum því betur skiljum við umhverfið okkar og getum tjáð okkur,“ segir hún. Niðurstöður prófsins geti verið sláandi þar sem börn þekki ekki algeng orð á íslensku heldur einungis á ensku. „Þegar við erum að taka próf og börnin vita ekki algeng orð í íslensku en þau vita þau á ensku þá stöndum við frammi fyrir nýjum veruleika.“ Foreldrar þurfi að tala við börnin sín Rakel kallar eftir átaki í þágu barnanna vegna stöðu mála. Einhver vitundavarkning hefur farið af stað og nefnir Rakel að talmeinafræðingar reyni að heimsækja skóla í fræðsluskyni. Hins vegar séu afar fáir starfandi talmeinafræðingar. „Bæði vegna tungumálsins sjálfs en svo líka barnanna vegna. Við erum að horfa á að það er aukin vanlíðan hjá börnunum okkar. Ef þú skilur ekki tungumálið getur vanlíðan eykst,“ segir hún. Lausnin sé að tala meira við börnin sín og leiðrétta. Hins vegar þurfi að fara rétt að og ekki leiðrétta þau á neikvæðan hátt heldur uppbyggilega. „Í staðinn fyrir að leiðbeina þeim rétt getur það orðið til þess að þau hætti að tala við okkur. Við þurfum að vera meðvituð sjálf að búa til gæðastundir,“ segir hún. „Það er alveg hrikalega og ofboðslega erfitt að horfa upp á þetta.“ Hún bendir á að foreldrar geti fundið leiðbeiningar fyrir börnin sín á Heilsuveru. Bítið Bylgjan Íslensk tunga Börn og uppeldi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Rakel Guðfinnsdóttir, einn eigandi Okkar talþjálfun, hefur starfað í geiranum í næstum áratug. Hún upplifir að miklar breytingar hafi átt sér stað á þeim tíma en á milli þúsund og fimmtán hundruð börn eru á biðlista til að komast til talmeinafræðings. Rakel segir börnin almennt þurfa að bíða í þrjú til fjögur ár eftir tíma. „Okkar tilfinning er algjörlega sú að landslagið er að breytast. Enskan er að bætast mikið inn í,“ segir Rakel sem ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þau börn sem koma til okkar eru þau börn sem eru hvað verst stödd af því við erum að vinna með málþroskavanda. Við erum ekki að sjá alla heildina en þegar við erum að leggja fyrir próf sem eiga að taka á íslenskunni og þegar talað er um málskilning er orðaforði grunnþáttur þar. Því fleiri orð sem við þekkjum því betur skiljum við umhverfið okkar og getum tjáð okkur,“ segir hún. Niðurstöður prófsins geti verið sláandi þar sem börn þekki ekki algeng orð á íslensku heldur einungis á ensku. „Þegar við erum að taka próf og börnin vita ekki algeng orð í íslensku en þau vita þau á ensku þá stöndum við frammi fyrir nýjum veruleika.“ Foreldrar þurfi að tala við börnin sín Rakel kallar eftir átaki í þágu barnanna vegna stöðu mála. Einhver vitundavarkning hefur farið af stað og nefnir Rakel að talmeinafræðingar reyni að heimsækja skóla í fræðsluskyni. Hins vegar séu afar fáir starfandi talmeinafræðingar. „Bæði vegna tungumálsins sjálfs en svo líka barnanna vegna. Við erum að horfa á að það er aukin vanlíðan hjá börnunum okkar. Ef þú skilur ekki tungumálið getur vanlíðan eykst,“ segir hún. Lausnin sé að tala meira við börnin sín og leiðrétta. Hins vegar þurfi að fara rétt að og ekki leiðrétta þau á neikvæðan hátt heldur uppbyggilega. „Í staðinn fyrir að leiðbeina þeim rétt getur það orðið til þess að þau hætti að tala við okkur. Við þurfum að vera meðvituð sjálf að búa til gæðastundir,“ segir hún. „Það er alveg hrikalega og ofboðslega erfitt að horfa upp á þetta.“ Hún bendir á að foreldrar geti fundið leiðbeiningar fyrir börnin sín á Heilsuveru.
Bítið Bylgjan Íslensk tunga Börn og uppeldi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira