Framtíð PCC á Bakka ekki útséð Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 17. október 2025 13:56 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Vísir/Ívar Fannar Fimm fjárfestingaraðilar hafa áhuga á að fjárfesta í Norðurþingi að sögn forsætisráðherra. Tillögur stýrihóps ráðherrans um tillögur að viðbrögðun stjórnvalda vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka voru kynntar í morgun. Meðal tillagna er að fá verkefnastjóra til að sjá um stór verkefni á svæðinu. Starfshópurinn var skipaður í júní og var verkefnið hans að kortleggja stöðu atvinnumála á svæðinu og vinna tillögur að viðbrögðum stjórnvalda í kjölfar tímabundinnar rekstrarstöðvunar kísilvers PCC á Bakka er segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Tekið er fram að tillögurnar séu ekki beinar aðgerðir varðandi kísilverksmiðjuna þar sem þau mál séu í ferli hjá stjórnvöldum eða utan verksviðs starfshópsins. Alls hefur 110 manns verið sagt upp hjá kísilverksmiðjunni PCC á Bakka sem er í Norðurþingi. Einungis átján starfa ennþá hjá fyrirtækinu en vonast er til að starfsemin leggist ekki alveg af. Ástæðan sé skortur á verndartollum Evrópusambandsins fyrir kísilmálm. „Það liggur fyrir eftir þessa vinnu að það eru gríðarleg tækifæri á svæðinu og ríkisstjórnin hefur trú á svæðinu í kringum Bakka og Húsavík og í Norðurþingi. Það hefur starfshópur á vegum fimm ráðuneyta verið í mjög góðu sambandi við sveitastjórnir þarna á svæðinu og helstu hagaðila. Fréttirnar út úr þessu eru að það eru fimm til sex fjárfestingaraðilar sem hafa áhuga á svæðinu, þar með talið eitt gagnaver sem gæti komið hratt til framkvæmda ef aðstæður eru fyrir. Það eru tækifæri á svæðinu svo sannarlega,“ segir Kristrún Frostadóttir. Samþykktu að fjármagna að hluta til stöðu verkefnastjóra Meðal tillagna er að fenginn verði verkefnastjóri sem sjái um stór verkefni á svæðinu og myndi hann heyra undir verkefnastjóra í forsætisráðuneytinu sem sér um stórfjárfestingar almennt á landinu. „Þessi aðili myndi fylgja eftir stórum verkefnum og íslenska ríkið gæti borgað áttatíu prósent af kostnaði við þessa stöðu og við samþykktum hér í morgun að ráðuneytin myndu koma saman og fjármagna þessa stöðu,“ segir Kristrún. Aðrar tillögur eru að leyfisferlar verði einfaldaðir þegar kemur að uppbyggingu atvinnu- og raforkukerfisins, ráðist verði í með skilvirkum hætti styrkingu á flutningskerfi raforku og auka orkuöflun á Norðausturlandi og að samgöngur og alþjóðatengingar verði efldar. Þá leggur hópurinn líka til að uppbygging á verkefnum sem varða öryggi og varnir sem og áfallaþol samfélagsins á Norðausturlandi verði sérstaklega skoðuð. „Staðan núna er að við erum að nálgast þetta með þeim hætti að það er ekki útséð hver framtíð PCC á Bakka verður vegna þess að ríkisstjórnin stýrir því ekki að fullu, það er meðal annars alþjóða- og tollamál. En svæðið sem slíkt býður upp á gríðarleg tækifæri og þar er ríkisstjórnin til að hjálpa til,“ segir hún. „Það er búið að kortleggja tækifæri, ríkisstjórnin hefur trú á þessu svæði. Það er búið að vinna góða vinnu, við erum tilbúin að fjármagna aðila inn sem hefur trú á þessu stóru verkefnum og hefur beintengingu við verkefnastjóra ennþá stærri verkefna í forsætisráðuneytinu. “ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Norðurþing Stóriðja Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Starfshópurinn var skipaður í júní og var verkefnið hans að kortleggja stöðu atvinnumála á svæðinu og vinna tillögur að viðbrögðum stjórnvalda í kjölfar tímabundinnar rekstrarstöðvunar kísilvers PCC á Bakka er segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Tekið er fram að tillögurnar séu ekki beinar aðgerðir varðandi kísilverksmiðjuna þar sem þau mál séu í ferli hjá stjórnvöldum eða utan verksviðs starfshópsins. Alls hefur 110 manns verið sagt upp hjá kísilverksmiðjunni PCC á Bakka sem er í Norðurþingi. Einungis átján starfa ennþá hjá fyrirtækinu en vonast er til að starfsemin leggist ekki alveg af. Ástæðan sé skortur á verndartollum Evrópusambandsins fyrir kísilmálm. „Það liggur fyrir eftir þessa vinnu að það eru gríðarleg tækifæri á svæðinu og ríkisstjórnin hefur trú á svæðinu í kringum Bakka og Húsavík og í Norðurþingi. Það hefur starfshópur á vegum fimm ráðuneyta verið í mjög góðu sambandi við sveitastjórnir þarna á svæðinu og helstu hagaðila. Fréttirnar út úr þessu eru að það eru fimm til sex fjárfestingaraðilar sem hafa áhuga á svæðinu, þar með talið eitt gagnaver sem gæti komið hratt til framkvæmda ef aðstæður eru fyrir. Það eru tækifæri á svæðinu svo sannarlega,“ segir Kristrún Frostadóttir. Samþykktu að fjármagna að hluta til stöðu verkefnastjóra Meðal tillagna er að fenginn verði verkefnastjóri sem sjái um stór verkefni á svæðinu og myndi hann heyra undir verkefnastjóra í forsætisráðuneytinu sem sér um stórfjárfestingar almennt á landinu. „Þessi aðili myndi fylgja eftir stórum verkefnum og íslenska ríkið gæti borgað áttatíu prósent af kostnaði við þessa stöðu og við samþykktum hér í morgun að ráðuneytin myndu koma saman og fjármagna þessa stöðu,“ segir Kristrún. Aðrar tillögur eru að leyfisferlar verði einfaldaðir þegar kemur að uppbyggingu atvinnu- og raforkukerfisins, ráðist verði í með skilvirkum hætti styrkingu á flutningskerfi raforku og auka orkuöflun á Norðausturlandi og að samgöngur og alþjóðatengingar verði efldar. Þá leggur hópurinn líka til að uppbygging á verkefnum sem varða öryggi og varnir sem og áfallaþol samfélagsins á Norðausturlandi verði sérstaklega skoðuð. „Staðan núna er að við erum að nálgast þetta með þeim hætti að það er ekki útséð hver framtíð PCC á Bakka verður vegna þess að ríkisstjórnin stýrir því ekki að fullu, það er meðal annars alþjóða- og tollamál. En svæðið sem slíkt býður upp á gríðarleg tækifæri og þar er ríkisstjórnin til að hjálpa til,“ segir hún. „Það er búið að kortleggja tækifæri, ríkisstjórnin hefur trú á þessu svæði. Það er búið að vinna góða vinnu, við erum tilbúin að fjármagna aðila inn sem hefur trú á þessu stóru verkefnum og hefur beintengingu við verkefnastjóra ennþá stærri verkefna í forsætisráðuneytinu. “
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Norðurþing Stóriðja Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira