Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2025 15:07 Landsréttur gaf lítið fyrir að um neyðarvörn hefði verið að ræða. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti fimm ára fangelsisdóm yfir Sindra Kjartanssyni fyrir tilraun til manndráps í gær. Ekki var fallist á rök Sindra að hann hefði stungið mann í tvígang með hnífi í brjóstið í neyðarvörn eftir að ráðist hefði verið á hann kynferðislega. Fórnarlamb árásarinnar sem átti sér stað í júlí árið 2022 hlaut lífshættulega áverka á holhandarslagæð og opið sár á framvegg brjóstkassa eftir að Sindri stakk hann ofarlega í brjóstkassa með hnífi, að því er kemur fram í dómnum yfir honum. Hann hafi verið búinn að missa fimmtung af blóði sínu þegar hann kom á bráðamóttöku Landspítala. Þar hafi verið gerð lífsnauðsynleg aðgerð á honum. Sindra og fórnarlambinu greindi á um aðdraganda árásarinnar. Þeir voru þó sammála um að þeir hefðu hist á Laugavegi árla morgun og farið þaðan saman á heimili brotaþola þar sem Sindri hefði verið síma- og lyklalaus. Mikið bar á milli þeirra um það sem gerðist þegar þangað var komið. Sagðist hafa vaknað með getnaðarlim í munninum Framburður Sindra, sem neitaði sök í málinu, var sá að hann hefði lognast út af í sófa í stofu, líklegast vegna þess að brotaþoli hefði byrlað honum ólyfjan. Þegar hann hefði rankað við sér hefði brotaþoli verið búinn að stinga getnaðarlim sínum í munn hans og viðhaft samræðishreyfingar. Að svo búnu hefði Sindri haldið fram í eldhús en brotaþoli elt hann þangað. Þegar brotaþoli hefði gripið í hann hefði Sindri slegið hann hnefahöggi í andlitið í geðshræringu. Þegar brotaþoli hefði á ný gripið í hann hefði hann gripið hníf úr hnífastandi og slegið til hans. Þannig hefði verið um neyðarvörn að ræða. Sá sem fyrir árásinni varð bar á móti að þeir Sindri hefðu rætt saman í stofu íbúðarinnar og „eitthvað verið að kyssast“. Hvorugur þeirra hefði haft áhuga á neinu frekar. Brotaþoli hefði síðan ítrekað beðið Sindra um að fara. Því hefði Sindri ekki sinnt heldur fengið sér óboðinn sterkt áfengi úr ísskáp brotaþola. Enn sagðist brotaþoli hafa reynt að fá Sindra til að fara en sá svaraði hvort að brotaþoli væri að reka hann út. Hann hafi þá kýlt brotaþola í andlitið og í framhaldinu gripið hnífinn í eldhúsinu og stungið hann. Ásakanir Sindra um kynferðisbrot væru rangar og úr lausu lofti gripnar. Neitaði fyrst en breytti svo framburði sínum Eftir að Sindri var handtekinn fimm dögum eftir árásina neitaði hann því framan af að hafa farið heim með brotaþola þessa nótt. Þegar honum var tjáð að lögregla væri með lífsýni og fingraför af vettvangi sem ætti að senda til rannsóknar óskaði Sindri eftir að breyta framburði sínum. Gekkst hann þá við að hafa farið fram með manninum og sagði söguna um að brotið hefði verið á honum kynferðislega. Þetta var á meðal þess sem talið var rýra trúverðugleika framburðar Sindra. Framburður brotaþola var aftur á móti talinn trúverðugur. Landsréttur staðfesti því fimm ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sindra frá því í maí í fyrra. Sindri þarf einnig að greiða brotaþola rúmar 2,1 milljón króna auk vaxta í skaðabætur og 1,3 milljónir króna í málskostnað brotaþola í héraði. Þá þarf hann að greiða allan sakarkostnað í héraði og áfrýjunarkostnað fyrir Landsrétti. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Fórnarlamb árásarinnar sem átti sér stað í júlí árið 2022 hlaut lífshættulega áverka á holhandarslagæð og opið sár á framvegg brjóstkassa eftir að Sindri stakk hann ofarlega í brjóstkassa með hnífi, að því er kemur fram í dómnum yfir honum. Hann hafi verið búinn að missa fimmtung af blóði sínu þegar hann kom á bráðamóttöku Landspítala. Þar hafi verið gerð lífsnauðsynleg aðgerð á honum. Sindra og fórnarlambinu greindi á um aðdraganda árásarinnar. Þeir voru þó sammála um að þeir hefðu hist á Laugavegi árla morgun og farið þaðan saman á heimili brotaþola þar sem Sindri hefði verið síma- og lyklalaus. Mikið bar á milli þeirra um það sem gerðist þegar þangað var komið. Sagðist hafa vaknað með getnaðarlim í munninum Framburður Sindra, sem neitaði sök í málinu, var sá að hann hefði lognast út af í sófa í stofu, líklegast vegna þess að brotaþoli hefði byrlað honum ólyfjan. Þegar hann hefði rankað við sér hefði brotaþoli verið búinn að stinga getnaðarlim sínum í munn hans og viðhaft samræðishreyfingar. Að svo búnu hefði Sindri haldið fram í eldhús en brotaþoli elt hann þangað. Þegar brotaþoli hefði gripið í hann hefði Sindri slegið hann hnefahöggi í andlitið í geðshræringu. Þegar brotaþoli hefði á ný gripið í hann hefði hann gripið hníf úr hnífastandi og slegið til hans. Þannig hefði verið um neyðarvörn að ræða. Sá sem fyrir árásinni varð bar á móti að þeir Sindri hefðu rætt saman í stofu íbúðarinnar og „eitthvað verið að kyssast“. Hvorugur þeirra hefði haft áhuga á neinu frekar. Brotaþoli hefði síðan ítrekað beðið Sindra um að fara. Því hefði Sindri ekki sinnt heldur fengið sér óboðinn sterkt áfengi úr ísskáp brotaþola. Enn sagðist brotaþoli hafa reynt að fá Sindra til að fara en sá svaraði hvort að brotaþoli væri að reka hann út. Hann hafi þá kýlt brotaþola í andlitið og í framhaldinu gripið hnífinn í eldhúsinu og stungið hann. Ásakanir Sindra um kynferðisbrot væru rangar og úr lausu lofti gripnar. Neitaði fyrst en breytti svo framburði sínum Eftir að Sindri var handtekinn fimm dögum eftir árásina neitaði hann því framan af að hafa farið heim með brotaþola þessa nótt. Þegar honum var tjáð að lögregla væri með lífsýni og fingraför af vettvangi sem ætti að senda til rannsóknar óskaði Sindri eftir að breyta framburði sínum. Gekkst hann þá við að hafa farið fram með manninum og sagði söguna um að brotið hefði verið á honum kynferðislega. Þetta var á meðal þess sem talið var rýra trúverðugleika framburðar Sindra. Framburður brotaþola var aftur á móti talinn trúverðugur. Landsréttur staðfesti því fimm ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sindra frá því í maí í fyrra. Sindri þarf einnig að greiða brotaþola rúmar 2,1 milljón króna auk vaxta í skaðabætur og 1,3 milljónir króna í málskostnað brotaþola í héraði. Þá þarf hann að greiða allan sakarkostnað í héraði og áfrýjunarkostnað fyrir Landsrétti.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira