Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. október 2025 16:12 Verðlaunagripur Íslensku sjónvarpsverðlaunanna sem er hannaður af Stefáni Finnbogasyni. Ragnar Visage Nýr verðlaunagripur Íslensku sjónvarpsverðlaunanna, sem fara fram í fyrsta sinn í lok mánaðar, er hannaður af Stefáni Finnbogasyni. Gripurinn sækir innblástur í gömlu stillimyndina og textavarpið en ásýnd verðlaunanna er í sama dúr. Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða haldin í fyrsta sinn fimmtudagskvöldið 30. október í Gamla bíói en ljósvakamiðlarnir Sjónvarp Símans, Sýn og RÚV standa að verðlaununum. Veitt verða verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem var frumsýnt á sjónvarpsstöðvum miðlanna frá 2023 til 2024 þar sem ekki hafa verið veitt verðlaun fyrir það tímabil síðastliðin ár. „Um er að ræða uppskeruhátíð sjónvarpsgeirans, eiginlega árshátíð og má geta þess að hátíðin verður einmitt ekki sýnd í sjónvarpi. Veislustjórar kvöldsins verða kunnar fyrrum sjónvarpsstjörnur, þau Björg Magnúsdóttir og Logi Bergmann Eiðsson,“ segir í tilkynningu frá verðlaununum. Hulunni var svipt af verðlaunagrip hátíðarinnar í dag en hann er hannaður af leikmyndahönnuðinum Stefáni Finnbogasyni. Ásýnd verðlaunanna rímar svo við verðlaunagripinn og þar má einnig sjá klassísk minni frá Textavarpinu. Ásýnd verðlaunanna. „Gripurinn er úr hnotu og gleri og er litaglaðari en margur verðlaunagripurinn sem við þekkjum fyrir. Það mætti segja að gamla góða stillimyndin sé fyrirmynd en hún inniheldur grunnlitina og vísar veginn sem eins konar núllstilling. Þegar litirnir blandast síðan saman gerast töfrarnir “ segir Stefán. Tilnefningar til Íslensku sjónvarpsverðlaunanna verða tilkynntar á þriðjudag og fá þá allir aðstandendur tilnefndra verkefna gleðitíðindin auk upplýsinga um verðlaunakvöldið sjálft. Bíó og sjónvarp Íslensku sjónvarpsverðlaunin Ríkisútvarpið Sýn Síminn Fjölmiðlar Tengdar fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Fulltrúar íslensku sjónvarpsstöðvanna auglýsa eftir innsendingum til Íslensku sjónvarpsverðlaunna sem verða veitt í fyrsta sinn, frá ákvörðun Eddunnar að beina sjónum eingöngu að kvikmyndagerð, 30. október næstkomandi. 12. ágúst 2025 13:40 Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða haldin í fyrsta sinn fimmtudagskvöldið 30. október í Gamla bíói en ljósvakamiðlarnir Sjónvarp Símans, Sýn og RÚV standa að verðlaununum. Veitt verða verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem var frumsýnt á sjónvarpsstöðvum miðlanna frá 2023 til 2024 þar sem ekki hafa verið veitt verðlaun fyrir það tímabil síðastliðin ár. „Um er að ræða uppskeruhátíð sjónvarpsgeirans, eiginlega árshátíð og má geta þess að hátíðin verður einmitt ekki sýnd í sjónvarpi. Veislustjórar kvöldsins verða kunnar fyrrum sjónvarpsstjörnur, þau Björg Magnúsdóttir og Logi Bergmann Eiðsson,“ segir í tilkynningu frá verðlaununum. Hulunni var svipt af verðlaunagrip hátíðarinnar í dag en hann er hannaður af leikmyndahönnuðinum Stefáni Finnbogasyni. Ásýnd verðlaunanna rímar svo við verðlaunagripinn og þar má einnig sjá klassísk minni frá Textavarpinu. Ásýnd verðlaunanna. „Gripurinn er úr hnotu og gleri og er litaglaðari en margur verðlaunagripurinn sem við þekkjum fyrir. Það mætti segja að gamla góða stillimyndin sé fyrirmynd en hún inniheldur grunnlitina og vísar veginn sem eins konar núllstilling. Þegar litirnir blandast síðan saman gerast töfrarnir “ segir Stefán. Tilnefningar til Íslensku sjónvarpsverðlaunanna verða tilkynntar á þriðjudag og fá þá allir aðstandendur tilnefndra verkefna gleðitíðindin auk upplýsinga um verðlaunakvöldið sjálft.
Bíó og sjónvarp Íslensku sjónvarpsverðlaunin Ríkisútvarpið Sýn Síminn Fjölmiðlar Tengdar fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Fulltrúar íslensku sjónvarpsstöðvanna auglýsa eftir innsendingum til Íslensku sjónvarpsverðlaunna sem verða veitt í fyrsta sinn, frá ákvörðun Eddunnar að beina sjónum eingöngu að kvikmyndagerð, 30. október næstkomandi. 12. ágúst 2025 13:40 Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Fulltrúar íslensku sjónvarpsstöðvanna auglýsa eftir innsendingum til Íslensku sjónvarpsverðlaunna sem verða veitt í fyrsta sinn, frá ákvörðun Eddunnar að beina sjónum eingöngu að kvikmyndagerð, 30. október næstkomandi. 12. ágúst 2025 13:40