Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. október 2025 10:30 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, ræddi breytingar á vörugjaldi í kvöldfréttum Sýnar í gær. SÝN Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að boðaðar breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum, þar sem verið er að koma með nýtt mat á koltvísýringsútlosun þeirra. Fjármálaráðherra hefur lagt til að vörugjald á nýjum bílum sem ganga fyrir hreinni íslenskri orku verði fellt niður á næsta ári. Niðurfellingin nær til raf-, metan- og vetnisbíla. Samhliða þessu á að hækka vörugjald á bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Vörugjald fellt niður en orkustyrkur lækkaður Breytingarnar hafa ekki áhrif á beina styrki sem Orkusjóður veitir til rafbílakaupa. Sá styrkur hefur numið að hámarki 900.000 krónum en lækkar í 500.000 á næsta ári. Runólfur segir að breytingarnar á vörugjaldi komi til með að vega upp á móti lægri styrk Orkusjóðs þannig að bílarnir verði kannski ekki á betra verði á næsta ári. „Á sama tíma stendur til að leggja kílómetragjald á alla bíla. Kílómetragjaldið mun hækka um sextán prósent um áramót. Í því kerfi er verið að hygla þeim sem eru með orkufrekari ökutæki, stærri og þyngri,“ segir Runólfur. Þá muni vörugjaldið hækka á eldsneytisbíla hækka verulega, og það muni bitna á tengiltvinnbílum, þar sem verið sé að koma með nýtt mat á koltvísýringsútlosun þeirra ökutækja. Allir birgi sig upp af bílum fyrir áramót Ríkisstjórnin áætlar að taka um átta milljarða í auknar tekjur af vörubílum á næsta ári eftir breytingarnar á vörugjaldi. Runólfur er ekki bjartsýnn á að það gangi eftir. „Hitt er að við sjáum það núna að það virðist vera eins og hver einasti spámaður í landinu sé að flytja inn bíl. Maður heyrir það til dæmis að bílaleigur séu að birgja sig upp af bílum fyrir áramót sem þeir annars hefðu gert á komandi vori.“ „Að óbreyttu munum við sjá mikinn kúf og auknar tekjur í ríkissjóð í lok þessa árs og síðan verður bara hrun í upphafi næsta árs.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Vistvænir bílar Bílar Orkuskipti Skattar og tollar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Fjármálaráðherra hefur lagt til að vörugjald á nýjum bílum sem ganga fyrir hreinni íslenskri orku verði fellt niður á næsta ári. Niðurfellingin nær til raf-, metan- og vetnisbíla. Samhliða þessu á að hækka vörugjald á bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Vörugjald fellt niður en orkustyrkur lækkaður Breytingarnar hafa ekki áhrif á beina styrki sem Orkusjóður veitir til rafbílakaupa. Sá styrkur hefur numið að hámarki 900.000 krónum en lækkar í 500.000 á næsta ári. Runólfur segir að breytingarnar á vörugjaldi komi til með að vega upp á móti lægri styrk Orkusjóðs þannig að bílarnir verði kannski ekki á betra verði á næsta ári. „Á sama tíma stendur til að leggja kílómetragjald á alla bíla. Kílómetragjaldið mun hækka um sextán prósent um áramót. Í því kerfi er verið að hygla þeim sem eru með orkufrekari ökutæki, stærri og þyngri,“ segir Runólfur. Þá muni vörugjaldið hækka á eldsneytisbíla hækka verulega, og það muni bitna á tengiltvinnbílum, þar sem verið sé að koma með nýtt mat á koltvísýringsútlosun þeirra ökutækja. Allir birgi sig upp af bílum fyrir áramót Ríkisstjórnin áætlar að taka um átta milljarða í auknar tekjur af vörubílum á næsta ári eftir breytingarnar á vörugjaldi. Runólfur er ekki bjartsýnn á að það gangi eftir. „Hitt er að við sjáum það núna að það virðist vera eins og hver einasti spámaður í landinu sé að flytja inn bíl. Maður heyrir það til dæmis að bílaleigur séu að birgja sig upp af bílum fyrir áramót sem þeir annars hefðu gert á komandi vori.“ „Að óbreyttu munum við sjá mikinn kúf og auknar tekjur í ríkissjóð í lok þessa árs og síðan verður bara hrun í upphafi næsta árs.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Vistvænir bílar Bílar Orkuskipti Skattar og tollar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira