Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Siggeir Ævarsson skrifar 18. október 2025 19:58 Leikmenn Atletico Madrid og Osasuna stóðu hreyfingarlausir þrátt fyrir að leikur væri formlega farinn af stað EPA/SERGIO PEREZ Allir leikir í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag hófust með táknrænum mótmælum þar sem leikmenn stóðu hreyfingalausir fyrstu 15 sekúndurnar eftir að leikirnir voru flautaðir á. Tilefni mótmælanna er fyrirhugaður leikur Barcelona og Villarreal sem á að fara fram í Miami í Bandaríkjunum 20. desember næstkomandi. Leikmannasamtökin á Spáni skipulögðu mótmælin í samvinnu við fyrirliða allra liða í deildinni en þau saka deildina um skort á gegnsæi, samtali og samræmi. Deildin hefur brugðist við mótmælunum og hafnað ásökunum leikmannasamtakanna og að deildin sé viljug til að funda með samtökunum og útskýra hvað þeim gengur til með því að færa umræddan leik til Bandaríkjanna. Xabi Alonso, þjálfari Real Madrid, hefur tjáð sig um málið en hann segist vera mótfallinn því að leika erlendis. „Við erum mótfallnir þessum leik og teljum að þetta muni skekkja samkeppnina í deildinni. Þetta hefur ekki verið einróma samþykkt né samráð haft við alla um að spila á hlutlausum leikvangi. Mótmælin eru jákvæð og skilaboðin sem þau senda eru það einnig. Við teljum að þetta gæti orðið alveg að veruleika með samráði en það hefur ekki verið hingað til.“ Leikmenn Barcelona og Villareal hafa ekki verið beðnir um að taka þátt í mótmælunum til að koma í veg fyrir mögulegan hagsmunaárekstur eða að mótmælin séu á einhvern hátt túlkuð þannig að þau beinist gegn liðunum sem eiga að spila leikin í Miami en mótmælin fóru engu að síður fram í leik Barcelona og Girona í dag. Girona kick off and then everyone stays still for 15 seconds, including Barcelona players, in protest of LaLiga taking Villarreal-Barça to Miami pic.twitter.com/I3shILbE5w— Samuel Marsden (@samuelmarsden) October 18, 2025 Mótmælt var á öllum leikjum umferðinnar í spænsku deildinni í dag sem og í leik Real Oviedo og Espanyol sem fram fór í gær en sjónvarpsáhorfendur eru mögulega algjörlega grunlausir um mótmælin þar mótmælin voru ekki sýnd í sjónvarpi. Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Fleiri fréttir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Sjá meira
Tilefni mótmælanna er fyrirhugaður leikur Barcelona og Villarreal sem á að fara fram í Miami í Bandaríkjunum 20. desember næstkomandi. Leikmannasamtökin á Spáni skipulögðu mótmælin í samvinnu við fyrirliða allra liða í deildinni en þau saka deildina um skort á gegnsæi, samtali og samræmi. Deildin hefur brugðist við mótmælunum og hafnað ásökunum leikmannasamtakanna og að deildin sé viljug til að funda með samtökunum og útskýra hvað þeim gengur til með því að færa umræddan leik til Bandaríkjanna. Xabi Alonso, þjálfari Real Madrid, hefur tjáð sig um málið en hann segist vera mótfallinn því að leika erlendis. „Við erum mótfallnir þessum leik og teljum að þetta muni skekkja samkeppnina í deildinni. Þetta hefur ekki verið einróma samþykkt né samráð haft við alla um að spila á hlutlausum leikvangi. Mótmælin eru jákvæð og skilaboðin sem þau senda eru það einnig. Við teljum að þetta gæti orðið alveg að veruleika með samráði en það hefur ekki verið hingað til.“ Leikmenn Barcelona og Villareal hafa ekki verið beðnir um að taka þátt í mótmælunum til að koma í veg fyrir mögulegan hagsmunaárekstur eða að mótmælin séu á einhvern hátt túlkuð þannig að þau beinist gegn liðunum sem eiga að spila leikin í Miami en mótmælin fóru engu að síður fram í leik Barcelona og Girona í dag. Girona kick off and then everyone stays still for 15 seconds, including Barcelona players, in protest of LaLiga taking Villarreal-Barça to Miami pic.twitter.com/I3shILbE5w— Samuel Marsden (@samuelmarsden) October 18, 2025 Mótmælt var á öllum leikjum umferðinnar í spænsku deildinni í dag sem og í leik Real Oviedo og Espanyol sem fram fór í gær en sjónvarpsáhorfendur eru mögulega algjörlega grunlausir um mótmælin þar mótmælin voru ekki sýnd í sjónvarpi.
Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Fleiri fréttir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Sjá meira