Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. október 2025 13:47 Bukayo Saka hélt að hann hefði fengið vítaspyrnu gegn Fulham. getty/Rob Newell Albert Brynjar Ingason vildi endilega fara yfir mögulegar vítaspyrnur sem Arsenal átti að fá gegn Fulham í Sunnudagsmessunni. Albert byrjaði á því að taka fyrir atvik á 56. mínútu þegar Viktor Gyökeres féll í vítateignum í baráttu við Jorge Cuenca. „Þetta er bara markspyrna,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. Albert spurði þá hvað hefði gerst ef Gyökeres hefði dottið strax en ekki reynt að standa í lappirnar. „Líka markspyrna,“ sagði Adda sem gaf sig ekki. „Ef hann hefði dottið held ég að það hefði verið dæmt víti. Refsað fyrir heiðarleika.“ Klippa: Messan - víti sem Arsenal vildi fá Þessu næst fór Albert yfir atvik á 65. mínútu þegar Kevin tæklaði Bukayo Saka. Víti var dæmt en dómnum var snúið við eftir VAR-skoðun. „Fyrst fannst mér þetta vera víti, svo ekki vera víti og svo aftur vera víti út af því að hann fer í hnéð á honum. Þarna fer hann í hnéð og svo boltann. Ég skal bara gefa þér þetta víti,“ sagði Adda. Albert er þó ekki svo langt leiddur að hann telji samsæri vera í gangi gegn Arsenal. „Ég er ekki alveg það veikur. Ég tek ekki þátt í samsæriskenningum en þetta er dæmt víti. Þetta er að mínu mati rétt ákvörðun. Ekki augljós mistök og hann er heillengi að dæma þetta í skjánum. Kevin tekur þessa tæklingu. Það er þessi litla snerting á boltann sem breytir öllu en hann fer samt í hnéð á honum á undan,“ sagði Albert. „Ef hann hefði ekki tekið Saka niður hefði Kevin aldrei unnið boltann með þessari tæklingu. Þetta er núll eitt. Þetta skipti ekki máli. Enginn Arsenal-stuðningsmaður er heitur yfir þessu í dag því leikurinn vannst en þetta hefði bara lokað þessum leik. Þetta er fáránlegur dómur.“ Arsenal vann leikinn á Craven Cottage, 0-1, með marki Leandros Trossard. Liðið er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Innslagið úr Messunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Enski boltinn Messan Tengdar fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Sjö leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni og það vantaði ekki fjörið í þá frekar en fyrri daginn. Alls voru nítján mörk skoruð og þá fór eitt rautt spjald á loft. 18. október 2025 22:30 Arsenal vann Lundúnaslaginn Fulham og Arsenal áttust við í dag í ensku úrvalsdeildinni þar sem Skytturnar fóru með 0-1 sigur af hólmi og tóku öll stigin þrjú á Craven Cottage. 18. október 2025 16:00 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Sjá meira
Albert byrjaði á því að taka fyrir atvik á 56. mínútu þegar Viktor Gyökeres féll í vítateignum í baráttu við Jorge Cuenca. „Þetta er bara markspyrna,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. Albert spurði þá hvað hefði gerst ef Gyökeres hefði dottið strax en ekki reynt að standa í lappirnar. „Líka markspyrna,“ sagði Adda sem gaf sig ekki. „Ef hann hefði dottið held ég að það hefði verið dæmt víti. Refsað fyrir heiðarleika.“ Klippa: Messan - víti sem Arsenal vildi fá Þessu næst fór Albert yfir atvik á 65. mínútu þegar Kevin tæklaði Bukayo Saka. Víti var dæmt en dómnum var snúið við eftir VAR-skoðun. „Fyrst fannst mér þetta vera víti, svo ekki vera víti og svo aftur vera víti út af því að hann fer í hnéð á honum. Þarna fer hann í hnéð og svo boltann. Ég skal bara gefa þér þetta víti,“ sagði Adda. Albert er þó ekki svo langt leiddur að hann telji samsæri vera í gangi gegn Arsenal. „Ég er ekki alveg það veikur. Ég tek ekki þátt í samsæriskenningum en þetta er dæmt víti. Þetta er að mínu mati rétt ákvörðun. Ekki augljós mistök og hann er heillengi að dæma þetta í skjánum. Kevin tekur þessa tæklingu. Það er þessi litla snerting á boltann sem breytir öllu en hann fer samt í hnéð á honum á undan,“ sagði Albert. „Ef hann hefði ekki tekið Saka niður hefði Kevin aldrei unnið boltann með þessari tæklingu. Þetta er núll eitt. Þetta skipti ekki máli. Enginn Arsenal-stuðningsmaður er heitur yfir þessu í dag því leikurinn vannst en þetta hefði bara lokað þessum leik. Þetta er fáránlegur dómur.“ Arsenal vann leikinn á Craven Cottage, 0-1, með marki Leandros Trossard. Liðið er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Innslagið úr Messunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Enski boltinn Messan Tengdar fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Sjö leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni og það vantaði ekki fjörið í þá frekar en fyrri daginn. Alls voru nítján mörk skoruð og þá fór eitt rautt spjald á loft. 18. október 2025 22:30 Arsenal vann Lundúnaslaginn Fulham og Arsenal áttust við í dag í ensku úrvalsdeildinni þar sem Skytturnar fóru með 0-1 sigur af hólmi og tóku öll stigin þrjú á Craven Cottage. 18. október 2025 16:00 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Sjá meira
Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Sjö leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni og það vantaði ekki fjörið í þá frekar en fyrri daginn. Alls voru nítján mörk skoruð og þá fór eitt rautt spjald á loft. 18. október 2025 22:30
Arsenal vann Lundúnaslaginn Fulham og Arsenal áttust við í dag í ensku úrvalsdeildinni þar sem Skytturnar fóru með 0-1 sigur af hólmi og tóku öll stigin þrjú á Craven Cottage. 18. október 2025 16:00