Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjarki Sigurðsson skrifar 20. október 2025 12:16 Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Formaður Kennarasambands Íslands segir dæmi um nemendur á öllum skólastigum sem ráðast á kennara sína. Skóli án aðgreiningar sé ekki vandamálið, heldur þurfi að styrkja verkefnið frekar. Í kvöldfréttum Sýnar í gær var rætt við skólastjóra Hörðuvallaskóla í Kópavogi, sem sagði nemendur ítrekað ganga í skrokk á kennurum. Þungum nemendamálum hafi fjölgað í skólakerfinu síðustu ár og skólastjórar upplifi að skólarnir séu að bregðast nemendum sem fá ekki pláss í sérúrræðum sem sótt er um. Ákveðin brotalöm Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir það þurfa að veita kennurum meiri bjargir inn í skólastofuna. „Þetta er tvíþætt, annars vegar að við þurfum að bregðast við málum sem koma upp innan skólanna með því að styrkja skólana og efla þeirra bjargir. Við þurfum líka að horfast í augu við það að eiga úrræði utan við skólanna sem bregðast við þeim málum sem eru orðin of þung. Þetta hefur því miður verið ákveðin brotalöm sem við höfum rætt og þurfum að skoða heilt yfir sem samfélag en ekki út frá einstöku máli og alls ekki út frá einu skólastigi. Það er mjög mikilvægt,“ segir Magnús. Styrkja þurfi skóla án aðgreiningar Hann segir það koma reglulega upp mál á öllum skólastigum þar sem nemendur ráðast á kennara. Skóli án aðgreiningar sé ekki vandamálið heldur þarf að styrkja kerfið. „Við erum kannski með barn fjögurra, fimm, sex ára sem er farið að sýna þessa hegðun og er með þennan fjölþætta vanda. Við getum ekki reiknað með því að kúpla það úr samfélaginu. SKóli án aðgreiningar þýðir skóli fyrir alla. Það þarf að styrkja þær stoðir sem verða til þess að börn geti farið í skóla án aðgreiningar. Svo þurfum við að hjálpa ákveðnum einstaklingum betur en við erum að gera í dag,“ segir Magnús. Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Í kvöldfréttum Sýnar í gær var rætt við skólastjóra Hörðuvallaskóla í Kópavogi, sem sagði nemendur ítrekað ganga í skrokk á kennurum. Þungum nemendamálum hafi fjölgað í skólakerfinu síðustu ár og skólastjórar upplifi að skólarnir séu að bregðast nemendum sem fá ekki pláss í sérúrræðum sem sótt er um. Ákveðin brotalöm Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir það þurfa að veita kennurum meiri bjargir inn í skólastofuna. „Þetta er tvíþætt, annars vegar að við þurfum að bregðast við málum sem koma upp innan skólanna með því að styrkja skólana og efla þeirra bjargir. Við þurfum líka að horfast í augu við það að eiga úrræði utan við skólanna sem bregðast við þeim málum sem eru orðin of þung. Þetta hefur því miður verið ákveðin brotalöm sem við höfum rætt og þurfum að skoða heilt yfir sem samfélag en ekki út frá einstöku máli og alls ekki út frá einu skólastigi. Það er mjög mikilvægt,“ segir Magnús. Styrkja þurfi skóla án aðgreiningar Hann segir það koma reglulega upp mál á öllum skólastigum þar sem nemendur ráðast á kennara. Skóli án aðgreiningar sé ekki vandamálið heldur þarf að styrkja kerfið. „Við erum kannski með barn fjögurra, fimm, sex ára sem er farið að sýna þessa hegðun og er með þennan fjölþætta vanda. Við getum ekki reiknað með því að kúpla það úr samfélaginu. SKóli án aðgreiningar þýðir skóli fyrir alla. Það þarf að styrkja þær stoðir sem verða til þess að börn geti farið í skóla án aðgreiningar. Svo þurfum við að hjálpa ákveðnum einstaklingum betur en við erum að gera í dag,“ segir Magnús.
Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira