Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2025 23:31 Fólk fylgist hér með maraþonhlaupinu vinsæla í Höfðaborg sem ekkert varð af um helgina. EPA/NIC BOTHMA Ekkert varð af maraþonhlaupinu vinsæla í Höfðaborg sem átti að fara fram í gær. 32. útgáfu Sanlam Cape Town-maraþonsins var nefnilega aflýst „af öryggisástæðum“. Uppselt var á viðburðinn og búist var við metfjölda, eða 24 þúsund hlaupurum, á sunnudag. Í fyrra tóku 21 þúsund manns þátt í maraþoninu. „Vinsamlegast komið ekki að rásmarki. Viðburðurinn fer ekki fram. Frekari upplýsingar verða sendar út,“ sagði í Facebook-færslu frá Höfðaborgarmaraþoninu, sem Sanlam styrkir, snemma á sunnudagsmorgun. Í kjölfar þess að 32. Sanlam Cape Town-maraþoninu var aflýst tilkynnti aðalstyrktaraðilinn Sanlam um velvildarvott til að styðja við vonsvikna hlaupara. Allir skráðir þátttakendur fá styrkta skráningu í annaðhvort maraþonið í maí 2026 eða 2027. Þetta tilboð gildir óháð því hvort maraþonið fær stöðu sem fyrsta Abbott World Marathon Majors-hlaupið í Afríku. Skipuleggjendur aflýstu hlaupinu snemma sunnudaginn 19. október vegna mikils vinds. Sterkar vindhviður á Woodstock-svæðinu gerðu hlaupaleiðina óörugga og mannvirki á bæði rás- og endamarkssvæðum urðu fyrir skemmdum. Höfðaborgarmaraþoninu var því aflýst vegna aðstæðna sem sköpuðu öryggisáhættu fyrir hlaupara, starfsfólk og áhorfendur og var ákvörðunin tekin rétt áður en hlaupið átti að hefjast. Clark Gardner, framkvæmdastjóri Sanlam Cape Town-maraþonsins, lýsti yfir vonbrigðum sínum með að aflýsa þurfti maraþoninu. „Við erum niðurbrotin,“ sagði Gardner. „Við höfum unnið í marga mánuði við að skipuleggja fyrir allar mögulegar aðstæður og skilyrði, en að lokum hafði æðra vald lokaorðið og við erum miður okkar yfir því að aflýsa þurfti Cape Town-maraþoninu.“ Ashwin Maggot er einn þeirra sem ætlaði að keppa á mótinu og var búinn að leggja mikið á sig við undirbúninginn. „Sextán vikur af snemmbúnum morgnum, síðkvöldum og fórnum á tíma með konunni minni og börnunum, allt fyrir þetta eina augnablik. Þetta átti að vera fyrsta maraþonið mitt, eitthvað sem mig hefur dreymt um í mörg ár. Ég þraukaði í gegnum meiðsli, eyddi klukkustundum hjá hreyfifræðingnum og sjúkraþjálfaranum og gaf allt til að vera tilbúinn. Að heyra að því hafi verið aflýst á elleftu stundu. það er niðurdrepandi,“ sagði Ashwin Maggot. View this post on Instagram A post shared by News24 (@news24) Frjálsar íþróttir Suður-Afríka Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira
Uppselt var á viðburðinn og búist var við metfjölda, eða 24 þúsund hlaupurum, á sunnudag. Í fyrra tóku 21 þúsund manns þátt í maraþoninu. „Vinsamlegast komið ekki að rásmarki. Viðburðurinn fer ekki fram. Frekari upplýsingar verða sendar út,“ sagði í Facebook-færslu frá Höfðaborgarmaraþoninu, sem Sanlam styrkir, snemma á sunnudagsmorgun. Í kjölfar þess að 32. Sanlam Cape Town-maraþoninu var aflýst tilkynnti aðalstyrktaraðilinn Sanlam um velvildarvott til að styðja við vonsvikna hlaupara. Allir skráðir þátttakendur fá styrkta skráningu í annaðhvort maraþonið í maí 2026 eða 2027. Þetta tilboð gildir óháð því hvort maraþonið fær stöðu sem fyrsta Abbott World Marathon Majors-hlaupið í Afríku. Skipuleggjendur aflýstu hlaupinu snemma sunnudaginn 19. október vegna mikils vinds. Sterkar vindhviður á Woodstock-svæðinu gerðu hlaupaleiðina óörugga og mannvirki á bæði rás- og endamarkssvæðum urðu fyrir skemmdum. Höfðaborgarmaraþoninu var því aflýst vegna aðstæðna sem sköpuðu öryggisáhættu fyrir hlaupara, starfsfólk og áhorfendur og var ákvörðunin tekin rétt áður en hlaupið átti að hefjast. Clark Gardner, framkvæmdastjóri Sanlam Cape Town-maraþonsins, lýsti yfir vonbrigðum sínum með að aflýsa þurfti maraþoninu. „Við erum niðurbrotin,“ sagði Gardner. „Við höfum unnið í marga mánuði við að skipuleggja fyrir allar mögulegar aðstæður og skilyrði, en að lokum hafði æðra vald lokaorðið og við erum miður okkar yfir því að aflýsa þurfti Cape Town-maraþoninu.“ Ashwin Maggot er einn þeirra sem ætlaði að keppa á mótinu og var búinn að leggja mikið á sig við undirbúninginn. „Sextán vikur af snemmbúnum morgnum, síðkvöldum og fórnum á tíma með konunni minni og börnunum, allt fyrir þetta eina augnablik. Þetta átti að vera fyrsta maraþonið mitt, eitthvað sem mig hefur dreymt um í mörg ár. Ég þraukaði í gegnum meiðsli, eyddi klukkustundum hjá hreyfifræðingnum og sjúkraþjálfaranum og gaf allt til að vera tilbúinn. Að heyra að því hafi verið aflýst á elleftu stundu. það er niðurdrepandi,“ sagði Ashwin Maggot. View this post on Instagram A post shared by News24 (@news24)
Frjálsar íþróttir Suður-Afríka Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira