Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2025 10:01 Óskar Hrafn Þorvaldsson, Halldór Árnason og Arnar Gunnlaugsson hafa allir byrjað Sambandsdeildina án þess að ná að klára hana með liðum sínum. Vísir/Diego/EPA/Jakub Kaczmarczyk/MARTIAL TREZZINI Breiðablik varð í haust þriðja íslenska liðið til að vinna sér þátttökurétt í aðalhluta Sambandsdeildar Evrópu en líkt og hjá hinum tveimur liðunum á undan þá var gerð þjálfarabreyting í miðjum klíðum. Halldór Árnason var í gær rekinn sem þjálfari Breiðabliks eftir að liðið tapaði gríðarlega mikilvægum leik á móti Víkingi um helgina. Ólafur Ingi Skúlason tekur við liðinu, stýrir því út keppnina og svo áfram á næsta tímabili. Blikar eru þegar búnir að spila fyrsta leik sinn í Sambandsdeildinni sem tapaðist 3-0 á móti Lausanne úti í Sviss en næsti leikur er síðan á móti finnska liðinu KuPS á fimmtudaginn. Halldór sjálfur tók við Blikaliðinu undir svipuðum kringumstæðum en þá hætti Óskar Hrafn Þorvaldsson með liðið og tók við norska liðinu Haugesund. Blikar voru þá búnir að spila tvo leiki í Sambandsdeildinni, töpuðu 3-2 á móti Maccabi Tel Aviv og 0-1 á móti Zorya Luhansk. Óskar Hrafn hætti með Blika eftir síðustu umferð Bestu deildarinnar og fyrsti leikur Blika undir stjórn Halldórs var sambandsdeildarleikur á móti belgíska liðinu Gent sem tapaðist 5-0. Halldór og Blikar hafa tapað öllum leikjum sínum í aðalhluta Sambandsdeildarinnar. Víkingar komust í Sambandsdeildina í fyrra og skiptu líka um þjálfara í henni, þó mun síðar og eftir að hafa fagnað tveimur sögulegum sigrum. Arnar Gunnlaugsson hætti með Víkingsliðið til að taka við íslenska landsliðinu en hann hafði þá komið Víkinum áfram í umspilið. Fyrstu keppnisleikir Víkingsliðsins undir stjórn Sölva voru síðan gegn Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar þar sem Víkingar duttu naumlega út eftir að hafa unnið fyrri leikinn sem spila þurfti í Helsinki í Finnlandi. Líkt og Halldór hafði verið aðstoðarþjálfari Óskars og fengið stöðuhækkun þá var Sölvi Geir líka aðstoðarmaður Arnars. Ólafur Ingi Skúlason kemur aftur á móti alveg nýr inn hjá Blikum og það er því eflaust meiri breyting á hlutunum en í tilfelli hinna tveggja. Bæði Halldór og Sölvi breyttu þó talsverðu þegar þeir tóku við. Þeir Halldór og Sölvi eiga það ekki aðeins sameiginlegt að hafa tekið við liði sínu í miðri Sambandsdeild undanfarin ár heldur tókst þeim síðan báðum að gera liðið sitt að Íslandsmeisturum á fyrsta ári. Það verður fróðlegt að sjá hvort Ólafi Inga takist einnig að halda í þá hefð og skila Íslandsmeistaratitlinum í hús í Smáranum eftir eitt ár. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Halldór Árnason var í gær rekinn sem þjálfari Breiðabliks eftir að liðið tapaði gríðarlega mikilvægum leik á móti Víkingi um helgina. Ólafur Ingi Skúlason tekur við liðinu, stýrir því út keppnina og svo áfram á næsta tímabili. Blikar eru þegar búnir að spila fyrsta leik sinn í Sambandsdeildinni sem tapaðist 3-0 á móti Lausanne úti í Sviss en næsti leikur er síðan á móti finnska liðinu KuPS á fimmtudaginn. Halldór sjálfur tók við Blikaliðinu undir svipuðum kringumstæðum en þá hætti Óskar Hrafn Þorvaldsson með liðið og tók við norska liðinu Haugesund. Blikar voru þá búnir að spila tvo leiki í Sambandsdeildinni, töpuðu 3-2 á móti Maccabi Tel Aviv og 0-1 á móti Zorya Luhansk. Óskar Hrafn hætti með Blika eftir síðustu umferð Bestu deildarinnar og fyrsti leikur Blika undir stjórn Halldórs var sambandsdeildarleikur á móti belgíska liðinu Gent sem tapaðist 5-0. Halldór og Blikar hafa tapað öllum leikjum sínum í aðalhluta Sambandsdeildarinnar. Víkingar komust í Sambandsdeildina í fyrra og skiptu líka um þjálfara í henni, þó mun síðar og eftir að hafa fagnað tveimur sögulegum sigrum. Arnar Gunnlaugsson hætti með Víkingsliðið til að taka við íslenska landsliðinu en hann hafði þá komið Víkinum áfram í umspilið. Fyrstu keppnisleikir Víkingsliðsins undir stjórn Sölva voru síðan gegn Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar þar sem Víkingar duttu naumlega út eftir að hafa unnið fyrri leikinn sem spila þurfti í Helsinki í Finnlandi. Líkt og Halldór hafði verið aðstoðarþjálfari Óskars og fengið stöðuhækkun þá var Sölvi Geir líka aðstoðarmaður Arnars. Ólafur Ingi Skúlason kemur aftur á móti alveg nýr inn hjá Blikum og það er því eflaust meiri breyting á hlutunum en í tilfelli hinna tveggja. Bæði Halldór og Sölvi breyttu þó talsverðu þegar þeir tóku við. Þeir Halldór og Sölvi eiga það ekki aðeins sameiginlegt að hafa tekið við liði sínu í miðri Sambandsdeild undanfarin ár heldur tókst þeim síðan báðum að gera liðið sitt að Íslandsmeisturum á fyrsta ári. Það verður fróðlegt að sjá hvort Ólafi Inga takist einnig að halda í þá hefð og skila Íslandsmeistaratitlinum í hús í Smáranum eftir eitt ár.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira