Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2025 10:01 Óskar Hrafn Þorvaldsson, Halldór Árnason og Arnar Gunnlaugsson hafa allir byrjað Sambandsdeildina án þess að ná að klára hana með liðum sínum. Vísir/Diego/EPA/Jakub Kaczmarczyk/MARTIAL TREZZINI Breiðablik varð í haust þriðja íslenska liðið til að vinna sér þátttökurétt í aðalhluta Sambandsdeildar Evrópu en líkt og hjá hinum tveimur liðunum á undan þá var gerð þjálfarabreyting í miðjum klíðum. Halldór Árnason var í gær rekinn sem þjálfari Breiðabliks eftir að liðið tapaði gríðarlega mikilvægum leik á móti Víkingi um helgina. Ólafur Ingi Skúlason tekur við liðinu, stýrir því út keppnina og svo áfram á næsta tímabili. Blikar eru þegar búnir að spila fyrsta leik sinn í Sambandsdeildinni sem tapaðist 3-0 á móti Lausanne úti í Sviss en næsti leikur er síðan á móti finnska liðinu KuPS á fimmtudaginn. Halldór sjálfur tók við Blikaliðinu undir svipuðum kringumstæðum en þá hætti Óskar Hrafn Þorvaldsson með liðið og tók við norska liðinu Haugesund. Blikar voru þá búnir að spila tvo leiki í Sambandsdeildinni, töpuðu 3-2 á móti Maccabi Tel Aviv og 0-1 á móti Zorya Luhansk. Óskar Hrafn hætti með Blika eftir síðustu umferð Bestu deildarinnar og fyrsti leikur Blika undir stjórn Halldórs var sambandsdeildarleikur á móti belgíska liðinu Gent sem tapaðist 5-0. Halldór og Blikar hafa tapað öllum leikjum sínum í aðalhluta Sambandsdeildarinnar. Víkingar komust í Sambandsdeildina í fyrra og skiptu líka um þjálfara í henni, þó mun síðar og eftir að hafa fagnað tveimur sögulegum sigrum. Arnar Gunnlaugsson hætti með Víkingsliðið til að taka við íslenska landsliðinu en hann hafði þá komið Víkinum áfram í umspilið. Fyrstu keppnisleikir Víkingsliðsins undir stjórn Sölva voru síðan gegn Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar þar sem Víkingar duttu naumlega út eftir að hafa unnið fyrri leikinn sem spila þurfti í Helsinki í Finnlandi. Líkt og Halldór hafði verið aðstoðarþjálfari Óskars og fengið stöðuhækkun þá var Sölvi Geir líka aðstoðarmaður Arnars. Ólafur Ingi Skúlason kemur aftur á móti alveg nýr inn hjá Blikum og það er því eflaust meiri breyting á hlutunum en í tilfelli hinna tveggja. Bæði Halldór og Sölvi breyttu þó talsverðu þegar þeir tóku við. Þeir Halldór og Sölvi eiga það ekki aðeins sameiginlegt að hafa tekið við liði sínu í miðri Sambandsdeild undanfarin ár heldur tókst þeim síðan báðum að gera liðið sitt að Íslandsmeisturum á fyrsta ári. Það verður fróðlegt að sjá hvort Ólafi Inga takist einnig að halda í þá hefð og skila Íslandsmeistaratitlinum í hús í Smáranum eftir eitt ár. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Halldór Árnason var í gær rekinn sem þjálfari Breiðabliks eftir að liðið tapaði gríðarlega mikilvægum leik á móti Víkingi um helgina. Ólafur Ingi Skúlason tekur við liðinu, stýrir því út keppnina og svo áfram á næsta tímabili. Blikar eru þegar búnir að spila fyrsta leik sinn í Sambandsdeildinni sem tapaðist 3-0 á móti Lausanne úti í Sviss en næsti leikur er síðan á móti finnska liðinu KuPS á fimmtudaginn. Halldór sjálfur tók við Blikaliðinu undir svipuðum kringumstæðum en þá hætti Óskar Hrafn Þorvaldsson með liðið og tók við norska liðinu Haugesund. Blikar voru þá búnir að spila tvo leiki í Sambandsdeildinni, töpuðu 3-2 á móti Maccabi Tel Aviv og 0-1 á móti Zorya Luhansk. Óskar Hrafn hætti með Blika eftir síðustu umferð Bestu deildarinnar og fyrsti leikur Blika undir stjórn Halldórs var sambandsdeildarleikur á móti belgíska liðinu Gent sem tapaðist 5-0. Halldór og Blikar hafa tapað öllum leikjum sínum í aðalhluta Sambandsdeildarinnar. Víkingar komust í Sambandsdeildina í fyrra og skiptu líka um þjálfara í henni, þó mun síðar og eftir að hafa fagnað tveimur sögulegum sigrum. Arnar Gunnlaugsson hætti með Víkingsliðið til að taka við íslenska landsliðinu en hann hafði þá komið Víkinum áfram í umspilið. Fyrstu keppnisleikir Víkingsliðsins undir stjórn Sölva voru síðan gegn Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar þar sem Víkingar duttu naumlega út eftir að hafa unnið fyrri leikinn sem spila þurfti í Helsinki í Finnlandi. Líkt og Halldór hafði verið aðstoðarþjálfari Óskars og fengið stöðuhækkun þá var Sölvi Geir líka aðstoðarmaður Arnars. Ólafur Ingi Skúlason kemur aftur á móti alveg nýr inn hjá Blikum og það er því eflaust meiri breyting á hlutunum en í tilfelli hinna tveggja. Bæði Halldór og Sölvi breyttu þó talsverðu þegar þeir tóku við. Þeir Halldór og Sölvi eiga það ekki aðeins sameiginlegt að hafa tekið við liði sínu í miðri Sambandsdeild undanfarin ár heldur tókst þeim síðan báðum að gera liðið sitt að Íslandsmeisturum á fyrsta ári. Það verður fróðlegt að sjá hvort Ólafi Inga takist einnig að halda í þá hefð og skila Íslandsmeistaratitlinum í hús í Smáranum eftir eitt ár.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira