„Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 20. október 2025 21:47 Jökull I. Elísabetarson tók það á sig að undirbúningur fyrir leik hafi ekki verið nægilega góður. Paweł/Vísir Fram og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í leik þar sem Stjarnan hefði með sigri getað tryggt sér þriðja sæti deildarinnar og Evrópusæti þar af leiðandi. Úrslitaleikur um þriðja sætið er raunin gegn Breiðablik í lokaumferð Bestu deildar karla. „Við hefðum mátt setja stífari atlögu að markinu þeirra. Við gerðum það undir lokin og fram að uppbótatíma. Mér fannst markið vera að koma en það var ekki nóg,“ sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunar, eftir jafntefli við Fram í kvöld. Fram kom boltanum tvisvar í netið í fyrri hálfleik, mörk sem fengu þó ekki að standa. Stjörnumenn virtust ekki mæta alveg klárir til leiks í leik sem þessum, þar sem margar milljónir og Evrópusæti er í húfi. „Ég held að undirbúningurinn hafi bara ekki verið nógu góður, ég tek það á mig. Menn voru að reyna að gera rétta hluti en það var ekki að ganga. Það vantaði að finna lausnir en mér fannst það skána í seinni hálfleik.“ Stjarnan tekur á móti Breiðablik í hreinum úrslitaleik um þriðja sætið í lokaumferð Bestu deildarinnar. Stjarnan má gera jafntefli og mega einnig tapa með einu marki. „Ég vona að menn finni hugrekki til þess að sækja til sigurs. Það er vinna okkar allra að festa það hugarfar í gegnum vikuna. Það er alltaf hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki. Við förum í þann leik til þess að vinna. Vonandi fáum við fullt af stuðningsfólki til þess að sigla þessu heim með okkur.“ Halldór Árnason var rekinn frá Breiðablik í dag eftir slæmt gengi í síðustu leikjum. Jökull var spurður hvort það yrði skrítið að geta ekki rifist við Halldór á hliðarlínunni í næsta leik. „Það verður leiðinlegt, það er alltaf gaman að rífast og hreyta einhverju yfir til hans. Það verður mikil eftirsjá eftir honum, hann hefur unnið frábært starf á innan við tveimur tímabilum. Ég veit að hann gengur stoltur frá borði og verður eflaust ekki lengi að finna aðra vinnu.“ Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Sjá meira
„Við hefðum mátt setja stífari atlögu að markinu þeirra. Við gerðum það undir lokin og fram að uppbótatíma. Mér fannst markið vera að koma en það var ekki nóg,“ sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunar, eftir jafntefli við Fram í kvöld. Fram kom boltanum tvisvar í netið í fyrri hálfleik, mörk sem fengu þó ekki að standa. Stjörnumenn virtust ekki mæta alveg klárir til leiks í leik sem þessum, þar sem margar milljónir og Evrópusæti er í húfi. „Ég held að undirbúningurinn hafi bara ekki verið nógu góður, ég tek það á mig. Menn voru að reyna að gera rétta hluti en það var ekki að ganga. Það vantaði að finna lausnir en mér fannst það skána í seinni hálfleik.“ Stjarnan tekur á móti Breiðablik í hreinum úrslitaleik um þriðja sætið í lokaumferð Bestu deildarinnar. Stjarnan má gera jafntefli og mega einnig tapa með einu marki. „Ég vona að menn finni hugrekki til þess að sækja til sigurs. Það er vinna okkar allra að festa það hugarfar í gegnum vikuna. Það er alltaf hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki. Við förum í þann leik til þess að vinna. Vonandi fáum við fullt af stuðningsfólki til þess að sigla þessu heim með okkur.“ Halldór Árnason var rekinn frá Breiðablik í dag eftir slæmt gengi í síðustu leikjum. Jökull var spurður hvort það yrði skrítið að geta ekki rifist við Halldór á hliðarlínunni í næsta leik. „Það verður leiðinlegt, það er alltaf gaman að rífast og hreyta einhverju yfir til hans. Það verður mikil eftirsjá eftir honum, hann hefur unnið frábært starf á innan við tveimur tímabilum. Ég veit að hann gengur stoltur frá borði og verður eflaust ekki lengi að finna aðra vinnu.“
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Sjá meira