Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Atli Ísleifsson skrifar 21. október 2025 06:45 Það var vallarstjóri Laugardalsvallar sem sendi upphaflega erindi til borgarinnar vegna málsins. Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu um að bílastæði við Laugardalsvöll verði eingöngu ætlað fólksbílum. Þetta var ákveðið á fundi ráðsins í síðustu viku en með tillögunni er ætlað að bregðast við því að fjölmargir verktakar, fyrirtæki eða aðrir hafi lagt stærri ökutækjum í stæðunum til lengri tíma og þar með teppt þau bílastæði sem starfsemi Laugardalsvallar þurfi í tengslum við viðburði. Samkvæmt tillögunni er vöruafhending og hópbifreiðar í akstri vegna Laugardalsvallar undanþegin banninu. Nokkrar deilur hafa staðið milli Reykjavíkurborgar og Knattspyrnusambands Íslands vegna skólaþorps sem rís nú syðst á bílastæði Laugardalsvallar. Skólaþorpin eiga að létta undir með skólunum í Laugardal til bráðabirgða meðan framkvæmdir standa yfir. Til mikilla óþæginda Í greinargerð með tillögunni segir að þessi notkun verktaka og annarra fyrirtækja á stæðunum sé til mikilla óþæginda og dragi úr aðgengi fyrir þau sem þurfi á þeim að halda og því sé brýnt að gripið verði til aðgerða til að tryggja ábyrga nýtingu þeirra. Til stendur að koma upp viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingu þar sem það á við til að auglýsa bann við að leggja öðru en fólksbílum, allt í samræmi við reglugerð. Nágrannar sem geyma þar húsbíla og tjaldvagna Það var vallarstjóri Laugardalsvallar sem sendi upphaflega erindi til borgarinnar vegna málsins þar sem sagði meðal annars að umrædd stæði séu „ekki lokuð á leikdögum eða á öðrum viðburðum hjá [Laugardalsvelli] og því rosalega mikilvægt að þau sé laus þegar viðburðir eru“. Segir að starfsmenn Laugardalsvallar noti stæðin ekki fyrir rútur eða stærri bíla á þeirra vegum. „Hinsvegar hafa verktakar og fyrirtæki misnotað sér aðstöðu sína og lagt fullt fullt af tækjum og stærri bílum í þessi stæði. Verktakar sem vinna í hverfinu, nágrannar sem geyma húsbíla og tjaldvagna, heimilislausir búa í bílum sínum, númeralausir bílar sem standa hérna út á plani svo vikum skiptir, rútufyrirtæki, strætó kemur hér af og til og leggja nokkrum vögnum þvers og kruss og fleiri fleiri fyrirtæki. Engin af þessum tækjum og tólum er með undanþágu á að vera þarna. Því erum við að leita til ykkar um að merkja þessi stæði og benda á að þessi stæði eru ekki fyrir þessi tæki,“ segir í erindi vallarstjórans. Bílastæði Reykjavík Borgarstjórn KSÍ Laugardalsvöllur Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sjá meira
Þetta var ákveðið á fundi ráðsins í síðustu viku en með tillögunni er ætlað að bregðast við því að fjölmargir verktakar, fyrirtæki eða aðrir hafi lagt stærri ökutækjum í stæðunum til lengri tíma og þar með teppt þau bílastæði sem starfsemi Laugardalsvallar þurfi í tengslum við viðburði. Samkvæmt tillögunni er vöruafhending og hópbifreiðar í akstri vegna Laugardalsvallar undanþegin banninu. Nokkrar deilur hafa staðið milli Reykjavíkurborgar og Knattspyrnusambands Íslands vegna skólaþorps sem rís nú syðst á bílastæði Laugardalsvallar. Skólaþorpin eiga að létta undir með skólunum í Laugardal til bráðabirgða meðan framkvæmdir standa yfir. Til mikilla óþæginda Í greinargerð með tillögunni segir að þessi notkun verktaka og annarra fyrirtækja á stæðunum sé til mikilla óþæginda og dragi úr aðgengi fyrir þau sem þurfi á þeim að halda og því sé brýnt að gripið verði til aðgerða til að tryggja ábyrga nýtingu þeirra. Til stendur að koma upp viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingu þar sem það á við til að auglýsa bann við að leggja öðru en fólksbílum, allt í samræmi við reglugerð. Nágrannar sem geyma þar húsbíla og tjaldvagna Það var vallarstjóri Laugardalsvallar sem sendi upphaflega erindi til borgarinnar vegna málsins þar sem sagði meðal annars að umrædd stæði séu „ekki lokuð á leikdögum eða á öðrum viðburðum hjá [Laugardalsvelli] og því rosalega mikilvægt að þau sé laus þegar viðburðir eru“. Segir að starfsmenn Laugardalsvallar noti stæðin ekki fyrir rútur eða stærri bíla á þeirra vegum. „Hinsvegar hafa verktakar og fyrirtæki misnotað sér aðstöðu sína og lagt fullt fullt af tækjum og stærri bílum í þessi stæði. Verktakar sem vinna í hverfinu, nágrannar sem geyma húsbíla og tjaldvagna, heimilislausir búa í bílum sínum, númeralausir bílar sem standa hérna út á plani svo vikum skiptir, rútufyrirtæki, strætó kemur hér af og til og leggja nokkrum vögnum þvers og kruss og fleiri fleiri fyrirtæki. Engin af þessum tækjum og tólum er með undanþágu á að vera þarna. Því erum við að leita til ykkar um að merkja þessi stæði og benda á að þessi stæði eru ekki fyrir þessi tæki,“ segir í erindi vallarstjórans.
Bílastæði Reykjavík Borgarstjórn KSÍ Laugardalsvöllur Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sjá meira