Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2025 09:12 Skotíþróttamenn hafa lengi stundað æfingar á æfingasvæðinu við Álfsnes. AÐSEND/GUÐMUNDUR GÍSLASON Úrskurðarnefnd hefur fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að samþykkja starfsleyfi fyrir skotvelli á Álfsnesi sem lengi hefur verið deilt um. Heilbrigðiseftirlitið er sagt hafa átt að krefjast þess að hljóðmælingar færu fram á vellinum áður en það tók afstöðu til leyfisins. Heilbrigðiseftirlitið samþykkti að veita Skotveiðifélagi Reykjavíkur og nágrennis starfsleyfi fyrir skotvellinum á Álfsnesi í febrúar. Skotvöllur hefur verið rekinn þar í á annan áratug. Því vildu nokkrir nágrannar svæðisins ekki una og kærðu leyfiveitinguna til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærendurnir voru fyrst og fremst ósáttir við hávaða frá skotæfingunum. Eigendur Stekks, handan Kollafjarðar ofan Vesturlandsvegar, sögðust þannig ekki geta notið þess er vera á eða utan við heimili sitt á meðan æfingum stæði vegna bergmáls frá Esjuklettum. Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem skotsvæðið kemur til kasta úrskurðarnefndarinnar. Hún felldi í þrígang úr gildi ákvarðanir heilbrigðisyfirvalda í Reykjavík um starfsleyfi svæðiðins frá 2020 til 2023 á þeim forsendum að starfsemin þar samræmdist ekki gildandi landnotkun aðalskipulags. Heilbrigðiseftirlitið stöðvaði starfsemina vegna þess fyrir tveimur árum. Skotsvæðið var skilgreint sem íþróttasvæði í aðalskipulagi í fyrra og var þá veitt heimild til þess að endurnýja starfsleyfi fyrir starfseminni þar allt til loka árs 2028. Í kjölfarið sótti skotveiðifélagið um leyfi til að halda starfseminni áfram sem heilbrigðiseftirlitið féllst á í febrúar. Ákvörðunin ekki nógu vel undirbúin Kærendurnir byggðu mál sitt meðal annars á því að þó að borgaryfirvöld hefðu búið til heimild til að endurnýja starfsleyfi skotfélaganna með aðalskipulagi til 20240 í fyrra. Það hafi hins vegar ekki falið í sér útgáfu nýrra starfsleyfa. Í ljósi þess að eldri leyfi skotveiðifélaganna hefðu verið fallin úr gildi og endurnýjun á þeim síðan felld úr gildi hjá úrskurðarnefndinni þá væri ekki um endurnýjun leyfis að ræða nú. Kröfðust nágrannarnir þess að frekari rannsóknir væru gerðar á hávaða frá skotsvæðinu til að fá raunsanna mynd af honum. Þær mælingar sem hefðu verið gerðar til þessa væru ekki fullnægjandi þar sem heilbrigðiseftirlitið hefi aðeins mælt hávaða á völdum stöðum. Fleiri en tuttugu brautir væru á skotsvæðinu og ekki væri nóg að velja tvær af handahófi. Úrskurðarnefndin taldi að rétt hefði verið af heilbrigðiseftirlitinu að krefjast þess að hljóðmælingar færu fram frá starfsemi skotvallarins áður en hún tók endanlega afstöðu til starfsleyfisins. Sérstakt tilefni hefði verið til þess þar sem gert var ráð fyrir því í aðalskipulagi að eftirlitið gerði hávaðamælingar við undirbúning starfsleyfa. Af þessari ástæðu taldi nefndin undirbúning ákvörðunar heilbrigðiseftirlitsins um starfsleyfi skotvallarins ekki fullnægjandi. Því yrði ekki hjá því komist að fella ákvörðunina um það úr gildi. Reykjavík Stjórnsýsla Skotvopn Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Umhverfismál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Heilbrigðiseftirlitið samþykkti að veita Skotveiðifélagi Reykjavíkur og nágrennis starfsleyfi fyrir skotvellinum á Álfsnesi í febrúar. Skotvöllur hefur verið rekinn þar í á annan áratug. Því vildu nokkrir nágrannar svæðisins ekki una og kærðu leyfiveitinguna til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærendurnir voru fyrst og fremst ósáttir við hávaða frá skotæfingunum. Eigendur Stekks, handan Kollafjarðar ofan Vesturlandsvegar, sögðust þannig ekki geta notið þess er vera á eða utan við heimili sitt á meðan æfingum stæði vegna bergmáls frá Esjuklettum. Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem skotsvæðið kemur til kasta úrskurðarnefndarinnar. Hún felldi í þrígang úr gildi ákvarðanir heilbrigðisyfirvalda í Reykjavík um starfsleyfi svæðiðins frá 2020 til 2023 á þeim forsendum að starfsemin þar samræmdist ekki gildandi landnotkun aðalskipulags. Heilbrigðiseftirlitið stöðvaði starfsemina vegna þess fyrir tveimur árum. Skotsvæðið var skilgreint sem íþróttasvæði í aðalskipulagi í fyrra og var þá veitt heimild til þess að endurnýja starfsleyfi fyrir starfseminni þar allt til loka árs 2028. Í kjölfarið sótti skotveiðifélagið um leyfi til að halda starfseminni áfram sem heilbrigðiseftirlitið féllst á í febrúar. Ákvörðunin ekki nógu vel undirbúin Kærendurnir byggðu mál sitt meðal annars á því að þó að borgaryfirvöld hefðu búið til heimild til að endurnýja starfsleyfi skotfélaganna með aðalskipulagi til 20240 í fyrra. Það hafi hins vegar ekki falið í sér útgáfu nýrra starfsleyfa. Í ljósi þess að eldri leyfi skotveiðifélaganna hefðu verið fallin úr gildi og endurnýjun á þeim síðan felld úr gildi hjá úrskurðarnefndinni þá væri ekki um endurnýjun leyfis að ræða nú. Kröfðust nágrannarnir þess að frekari rannsóknir væru gerðar á hávaða frá skotsvæðinu til að fá raunsanna mynd af honum. Þær mælingar sem hefðu verið gerðar til þessa væru ekki fullnægjandi þar sem heilbrigðiseftirlitið hefi aðeins mælt hávaða á völdum stöðum. Fleiri en tuttugu brautir væru á skotsvæðinu og ekki væri nóg að velja tvær af handahófi. Úrskurðarnefndin taldi að rétt hefði verið af heilbrigðiseftirlitinu að krefjast þess að hljóðmælingar færu fram frá starfsemi skotvallarins áður en hún tók endanlega afstöðu til starfsleyfisins. Sérstakt tilefni hefði verið til þess þar sem gert var ráð fyrir því í aðalskipulagi að eftirlitið gerði hávaðamælingar við undirbúning starfsleyfa. Af þessari ástæðu taldi nefndin undirbúning ákvörðunar heilbrigðiseftirlitsins um starfsleyfi skotvallarins ekki fullnægjandi. Því yrði ekki hjá því komist að fella ákvörðunina um það úr gildi.
Reykjavík Stjórnsýsla Skotvopn Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Umhverfismál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira