Innlent

Fundað á ný í deilu flug­um­ferðar­stjóra

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra.
Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra. Vísir/Vilhelm

Nýr fundur var boðaður í deilu flugumferðarstjóra í kjölfar þess að þeir aflýstu fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum. 

Í kvöldfréttum Sýnar í gær greindi Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, að vinnustöðvun þeirra sem átti að fara fram síðustu nótt var aflýst eftir langan fund í húsakynnum þeirra. Næstu fyrirhuguðu vinnustöðvanir standa óbreyttar en næst verður verkfall á Keflavíkurflugvelli á fimmtudag.

Sjá nánar: Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst

Í kjölfar aflýsingarinnar boðaði ríkissáttasemjara fund klukkan tíu í dag. Arnar hefur gefið úta ð ekki sé langt á milli samningsaðila en Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur kallað flugumferðarstjóra hálaunastétt í skæruverkföllum.


Tengdar fréttir

Flug­um­ferðar­stjórar verði að sætta sig við sömu launa­hækkanir og aðrir

Framkvæmdastjóri SA hvetur flugumferðarstjóra til að koma aftur að samningaborðinu og aflýsa verkfalli. Það sé alveg skýrt að launahækkanir þeirra verði ekki umfram hækkanir annarra stétta. Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, segir nauðsynlegt að fundin verði ásættanleg leið fyrir báða aðila. Verkfall að óbreyttu klukkan 22 í kvöld. Ríkissáttasemjari segir málið flókið og í hnút.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×