Miðflokkurinn rýkur upp Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. október 2025 12:00 Forysta Miðflokksins. Formaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Snorri Másson, nýr varaformaður. vísir/lýður valberg Fylgi Miðflokksins rýkur upp um tæp fimm prósentustig á milli mánaða samkvæmt nýrri könnun Maskínu en fylgi Samfylkingar dregst saman í fyrsta sinn frá kosningum. Formaður Miðflokksins upplifir pólitíska vakningu í samfélaginu. Fylgi stjórnmálaflokkanna er á töluverðri hreyfingu í nýrri mælingu Maskínu. Niðurstöðurnar byggja á tveimur könnunum sem voru annars vegar gerðar frá 3. til 8. október og hins vegar frá 8. til 15. október. Fylgi Samfylkingar dregst saman um tæp þrjú prósentustig og stendur nú í um tuttugu og níu prósentum. Flokkurinn mælist enn langstærstur en þetta er þó í fyrsta sinn frá kosningum sem fylgið minnkar á milli kannana í mælingum Maskínu. Þá er fylgi Sjálfstæðisflokksins einnig á niðurleið; stendur í sextán prósentum en var tæp nítján prósent í síðustu könnun. Viðreisn bætir við sig tveimur prósentustigum og mælist nú með sextán prósent, jöfn Sjálfstæðisflokknum. Miðflokkurinn bætir verulega við sig, fer úr níu prósentum í fjórtán. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, er himinlifandi með niðurstöðuna. „Þetta er í samræmi við það sem ég hef haft á tilfinningunni. Ég nefndi það á landsþingi að ég væri að upplifa pólitíska vakningu hjá okkur og þetta er vissulega vísbending um að það sé rétt. Það er gaman að sjá árangurinn birtast með þessum hætti en þetta þarf auðvitað að skila sér í kosningum til sveitastjórna og til þings,“ segir Sigmundur. Vill ekki „jinxa“ neitt Aðspurður hvernig hin pólitíska vakning lýsi sér segist Sigmundur telja að sífellt fleiri séu komnir með nóg af stöðnuðu stjórnarfari. „Stjórnarfar þar sem er skortur á tengslum við rauveruleikann og heilbrigðri skynsemi. Við boðum slíkt.“ Hann forðast almennt að setja sér markmið hvað fylgi varðar en er bjartsýnn á framhaldið. „Ég veit ekki hvort það sé hjátrú að vilja ekki „jinxa“ þetta en ég held að við getum haldið áfram að bæta við okkur. Ég upplifi að þróunin sé þannig.“ Fylgi annarra flokka helst svipað. Framsókn og Flokkur fólksins mælast með í kringum sex prósent líkt og í síðustu könnun. Píratar mældust inni á þingi með tæp sex prósent í síðustu könnun en dala niður í tæp fimm prósent. Þá mælst VG áfram með um fjögur prósent og Sósíalistar með þrjú. Miðflokkurinn Skoðanakannanir Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Viðreisn Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira
Fylgi stjórnmálaflokkanna er á töluverðri hreyfingu í nýrri mælingu Maskínu. Niðurstöðurnar byggja á tveimur könnunum sem voru annars vegar gerðar frá 3. til 8. október og hins vegar frá 8. til 15. október. Fylgi Samfylkingar dregst saman um tæp þrjú prósentustig og stendur nú í um tuttugu og níu prósentum. Flokkurinn mælist enn langstærstur en þetta er þó í fyrsta sinn frá kosningum sem fylgið minnkar á milli kannana í mælingum Maskínu. Þá er fylgi Sjálfstæðisflokksins einnig á niðurleið; stendur í sextán prósentum en var tæp nítján prósent í síðustu könnun. Viðreisn bætir við sig tveimur prósentustigum og mælist nú með sextán prósent, jöfn Sjálfstæðisflokknum. Miðflokkurinn bætir verulega við sig, fer úr níu prósentum í fjórtán. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, er himinlifandi með niðurstöðuna. „Þetta er í samræmi við það sem ég hef haft á tilfinningunni. Ég nefndi það á landsþingi að ég væri að upplifa pólitíska vakningu hjá okkur og þetta er vissulega vísbending um að það sé rétt. Það er gaman að sjá árangurinn birtast með þessum hætti en þetta þarf auðvitað að skila sér í kosningum til sveitastjórna og til þings,“ segir Sigmundur. Vill ekki „jinxa“ neitt Aðspurður hvernig hin pólitíska vakning lýsi sér segist Sigmundur telja að sífellt fleiri séu komnir með nóg af stöðnuðu stjórnarfari. „Stjórnarfar þar sem er skortur á tengslum við rauveruleikann og heilbrigðri skynsemi. Við boðum slíkt.“ Hann forðast almennt að setja sér markmið hvað fylgi varðar en er bjartsýnn á framhaldið. „Ég veit ekki hvort það sé hjátrú að vilja ekki „jinxa“ þetta en ég held að við getum haldið áfram að bæta við okkur. Ég upplifi að þróunin sé þannig.“ Fylgi annarra flokka helst svipað. Framsókn og Flokkur fólksins mælast með í kringum sex prósent líkt og í síðustu könnun. Píratar mældust inni á þingi með tæp sex prósent í síðustu könnun en dala niður í tæp fimm prósent. Þá mælst VG áfram með um fjögur prósent og Sósíalistar með þrjú.
Miðflokkurinn Skoðanakannanir Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Viðreisn Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira