Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2025 14:41 Pappír sem er safnað í bláar flokkunartunnur við heimili er sendur erlendis til endurvinnslu. Undanfarin tvö ár hafa drykkjarfernur verið flokkaðar sérstaklega úr en því verður nú hætt tímabundið á meðan skilvirkari og umhverfisvænni leiðar er leitað. Vísir/Arnar SORPA ætlar að hætta að láta flokka drykkjarfernur sérstaklega frá pappír sem er sendur erlendis til endurvinnslu. Ástæðan er sögð sú að flokkunin skili afar litlum árangri, auki losun koltvísýrings og sé kostnaðarsöm. Pappírsumbúðir hafa verið sendar úr landi til þess að flokka drykkjarfernur sérstaklega frá öðrum pappírsumbúðum og senda þær í sérhæfða endurvinnslu undanfarin tvö ár. Hönnun fernanna þýðir að almennar endurvinnsluaðferðir fyrir pappa duga ekki á þær og fara þarf með þær í sérhæfða endurvinnslu. Gripið var til þess ráðs að láta flokka fernurnar eftir að í ljós kom að fyrirtækið sem tók við pappaúrgangi frá SORPU gat ekki ábyrgst að þær væru endurunnar. Fernurnar voru því brenndar í staðinn. Í tilkynningu frá SORPU um að ákveðið hafi verið að hætta að flokka pappírsúrgang sem flokkaður er við heimili og er sendur til endurvinnslu kemur fram að athuganir síðustu tvö ár hafi leitt í ljós að fyrirkomulagið skili litlum árangri, sé verra fyrir loftslagið og sé dýrt. Þannig skili þessi sérhæfða endurvinnsla aðeins um 0,5 prósent auknum heildarárangri í endurvinnslu pappírs, úr 90,3 prósentum í 90,8 prósent. Hagfræðistofnun hafi jafnframt bent á í skýrslu í síðasta mánuði að núverandi fyrirkomulagi fylgi meiri koltvísýringslosun en fyrra ferli. Sérflokkunin kosti þar að auki um sjötíu milljónir króna á ári. Í ljósi þess að Úrvinnslusjóður hafi hafnað kröfu SORPU um að greiða þann kostnað legðist hann ofan á sorphirðugjöld sem heimilin á höfuðborgarsvæðinu greiða. Standa sig vel í endurvinnslu SORPA segist nú leita að skilvirkari, umhverfisvænni og hagkvæmari leið til að safna og meðhöndla drykkjarfernur, meðal annars í samráði við framleiðendur drykkjarvara og smásölufyrirtækja. „Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa undanfarin ár staðið mjög sig vel í flokkun á öllum flokkum, sem er forsenda endurvinnslu. SORPA biður íbúa á höfuðborgarsvæðinu því eftir sem áður að setja drykkjarfernur í tunnuna fyrir pappír við heimili meðan leitað er leiða til að koma þeim í sérhæfða endurvinnslu,“ segir í tilkynningunni. Sorpa Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Sjá meira
Pappírsumbúðir hafa verið sendar úr landi til þess að flokka drykkjarfernur sérstaklega frá öðrum pappírsumbúðum og senda þær í sérhæfða endurvinnslu undanfarin tvö ár. Hönnun fernanna þýðir að almennar endurvinnsluaðferðir fyrir pappa duga ekki á þær og fara þarf með þær í sérhæfða endurvinnslu. Gripið var til þess ráðs að láta flokka fernurnar eftir að í ljós kom að fyrirtækið sem tók við pappaúrgangi frá SORPU gat ekki ábyrgst að þær væru endurunnar. Fernurnar voru því brenndar í staðinn. Í tilkynningu frá SORPU um að ákveðið hafi verið að hætta að flokka pappírsúrgang sem flokkaður er við heimili og er sendur til endurvinnslu kemur fram að athuganir síðustu tvö ár hafi leitt í ljós að fyrirkomulagið skili litlum árangri, sé verra fyrir loftslagið og sé dýrt. Þannig skili þessi sérhæfða endurvinnsla aðeins um 0,5 prósent auknum heildarárangri í endurvinnslu pappírs, úr 90,3 prósentum í 90,8 prósent. Hagfræðistofnun hafi jafnframt bent á í skýrslu í síðasta mánuði að núverandi fyrirkomulagi fylgi meiri koltvísýringslosun en fyrra ferli. Sérflokkunin kosti þar að auki um sjötíu milljónir króna á ári. Í ljósi þess að Úrvinnslusjóður hafi hafnað kröfu SORPU um að greiða þann kostnað legðist hann ofan á sorphirðugjöld sem heimilin á höfuðborgarsvæðinu greiða. Standa sig vel í endurvinnslu SORPA segist nú leita að skilvirkari, umhverfisvænni og hagkvæmari leið til að safna og meðhöndla drykkjarfernur, meðal annars í samráði við framleiðendur drykkjarvara og smásölufyrirtækja. „Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa undanfarin ár staðið mjög sig vel í flokkun á öllum flokkum, sem er forsenda endurvinnslu. SORPA biður íbúa á höfuðborgarsvæðinu því eftir sem áður að setja drykkjarfernur í tunnuna fyrir pappír við heimili meðan leitað er leiða til að koma þeim í sérhæfða endurvinnslu,“ segir í tilkynningunni.
Sorpa Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“