Innlent

Óvissu­stig vegna snjó­flóða­hættu í Ólafs­fjarðar­múla

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Ólafsfjörður á fallegum vetrardegi 2021.
Ólafsfjörður á fallegum vetrardegi 2021. Vísir/Atli

Óvissustig vegna snjóflóðahættu á veginum um Ólafsfjarðarmúla tekur gildi klukkan tíu í kvöld.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni sem send var með sms-skilaboðum til íbúa á svæðinu.

Á vef Vegagerðarinnar segir að vegurinn sé háll eins og er og þar sé éljagangur.

Um er að ræða fyrstu snjóflóðaviðvörun vetrarins eftir því sem fréttastofa kemst næst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×