Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar 23. október 2025 08:31 Á opnum fundi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sagði seðlabankastjóri að væru menn ósáttur við lög og reglur varðandi verðbólgumarkmið Seðlabankans, þyrfti Alþingi að breyta lögunum. Þetta kann að vera rétt. En áður en til þess kemur er rétt að vekja athygli á að í fjölda ríkja Evrópu er verðbólga er á svipuðu róli og hér og jafnvel meiri, m.a. í Litháen, Lettland, Slóvakía og Bretlandi. Holland og Noregur eru síðan ekki langt undan. Í engu þessara landa eru stýrivextir nærri þeim 7,5 prósentum sem vextirnir eru hér. Það er áhugavert að bera saman Ísland og Bretlandi þar sem verðbólga er svipuðu. Engu að síður eru stýrivextir 88 prósentum hærri hér en í Bretlandi. Seðlabankinn virðist því beita öfgakenndari vaxtahækkunum en þekkist á öðru byggðu bóli í Evrópu ef frá eru talin stríðshrjáð ríki. Vaxtaokrið hefur afleiðingar Hér hafa minni fyrirtæki þurft að greiða ríflega tíu prósenta vexti svo árum skiptir. Þau hafa engin úrræði önnur en hleypa kostnaðinum út í verðlagið. Það ætti því ekki að koma neinum jarðtengdum fjármálasérfræðingi á óvart að vaxtastefnan nær ekki tilætluðum árangri. Það blasir við að verðbólgan hér er að mestu drifin áfram af skorti á húsnæði og samkeppni. Hún verður varla kveðin niður með því að leggja stein í götu í byggingu húsnæðis með miklum vaxtakostnaði. Það er engu líkara en að peningastefnunefnd hafi misst allt jarðsamband. Í dag er ferðaþjónustudagurinn. Ef allt væri með felldu stæði ferðaþjónustan, sem er útflutningsgrein, í miklum blóma. En þrátt fyrir mikinn fjölda ferðamanna um allt land, grefur vaxtastefnan augljóslega undan gróskumiklum rekstrinum og kemur sömuleiðis í veg fyrir frekari fjárfestingar. Fjárfesting dagsins i dag markar lífskjör framtíðarinnar Háir vextir hvetja ekki til þess að fjármagn leiti til framtíðarávöxtunar í innviðum, húsnæðisuppbyggingu né til uppbyggingar í atvinnurekstri sem skilar ávöxtun til framtíðar. Óbreytt séríslensk vaxtastefna er komin í óefni. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Sigurjón Þórðarson Efnahagsmál Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Sjá meira
Á opnum fundi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sagði seðlabankastjóri að væru menn ósáttur við lög og reglur varðandi verðbólgumarkmið Seðlabankans, þyrfti Alþingi að breyta lögunum. Þetta kann að vera rétt. En áður en til þess kemur er rétt að vekja athygli á að í fjölda ríkja Evrópu er verðbólga er á svipuðu róli og hér og jafnvel meiri, m.a. í Litháen, Lettland, Slóvakía og Bretlandi. Holland og Noregur eru síðan ekki langt undan. Í engu þessara landa eru stýrivextir nærri þeim 7,5 prósentum sem vextirnir eru hér. Það er áhugavert að bera saman Ísland og Bretlandi þar sem verðbólga er svipuðu. Engu að síður eru stýrivextir 88 prósentum hærri hér en í Bretlandi. Seðlabankinn virðist því beita öfgakenndari vaxtahækkunum en þekkist á öðru byggðu bóli í Evrópu ef frá eru talin stríðshrjáð ríki. Vaxtaokrið hefur afleiðingar Hér hafa minni fyrirtæki þurft að greiða ríflega tíu prósenta vexti svo árum skiptir. Þau hafa engin úrræði önnur en hleypa kostnaðinum út í verðlagið. Það ætti því ekki að koma neinum jarðtengdum fjármálasérfræðingi á óvart að vaxtastefnan nær ekki tilætluðum árangri. Það blasir við að verðbólgan hér er að mestu drifin áfram af skorti á húsnæði og samkeppni. Hún verður varla kveðin niður með því að leggja stein í götu í byggingu húsnæðis með miklum vaxtakostnaði. Það er engu líkara en að peningastefnunefnd hafi misst allt jarðsamband. Í dag er ferðaþjónustudagurinn. Ef allt væri með felldu stæði ferðaþjónustan, sem er útflutningsgrein, í miklum blóma. En þrátt fyrir mikinn fjölda ferðamanna um allt land, grefur vaxtastefnan augljóslega undan gróskumiklum rekstrinum og kemur sömuleiðis í veg fyrir frekari fjárfestingar. Fjárfesting dagsins i dag markar lífskjör framtíðarinnar Háir vextir hvetja ekki til þess að fjármagn leiti til framtíðarávöxtunar í innviðum, húsnæðisuppbyggingu né til uppbyggingar í atvinnurekstri sem skilar ávöxtun til framtíðar. Óbreytt séríslensk vaxtastefna er komin í óefni. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun