Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. október 2025 08:12 Björn Orri Guðmundsson er faðir og framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Aftra. Mynd/aðsend Það er óraunhæf nálgun að vernda börn gegn óprúttnum aðilum á internetinu með því að banna þeim að spila tiltekna tölvuleiki. Slík nálgun endurspegli ákveðinn misskilning á því hvernig netumhverfi barna virkar og mun æskilegra væri fyrir foreldra að kynna sér þá leiki sem börnin eru að spila og þær stillingar og öryggistæki sem eru fyrir hendi til að tryggja öryggi þeirra á netinu og kenna þeim að umgangast netið með ábyrgum hætti. Þetta segir faðir og netöryggissérfræðingur sem telur það ekki vænlegt til árangurs að banna það sem hinir fullorðnu ef til vill ekki skilja. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla var til viðtals á Bylgjunni í gærmorgun þar sem hann lýsti áhyggjum af því hve auðvelt það getur verið fyrir óprúttna aðila að komast í samband við börn á netinu, til dæmis í gegnum tölvuleiki Roblox, og reyni að tæla þau og ginna. Sjálfur telji hann að ekki ætti að leyfa börnum á ákveðnum aldri yfirhöfuð að spila leikinn, ekki nema foreldrar séu tilbúnir sjálfir til að sitja yfir öxlinni á þeim á meðan. Málið blasir öðruvísi við Birni Orra Guðmundssyni, föður og framkvæmdastjóra netöryggisfyrirtækis, sem telur þá nálgun að banna vera óraunhæfa. „Fyrstu viðbrögð virðast oft vera að reyna að banna hluti sem að við sem foreldrar eða eftirlitsaðilar almennt séð skiljum ekki sjálf. Ég á strák sem fær að spila þetta og er undir ströngu eftirliti,“ segir Björn. Það sé að hans mati í raun algjör sjálfsblekking að halda að það sé einfaldlega hægt að banna leik eins og Roblox. Börn geti þá allt eins fundið leiðir til að spila leikinn annars staðar og án eftirlits og þannig sé vernd og yfirsýn foreldra horfin. Ef eigi að banna einn leik mætti allt eins banna allt Hann tekur þó vissulega undir að það sé rétt að spjall í tölvuleikjum geti verið varasamt, en Roblox sé þar heldur ekkert einsdæmi. Langflestir leikir í dag hafi einhvers konar samskiptaleiðir á milli spilara, hvort sem það er Roblox eða leikir á borð við Fortnite, Minecraft, Among Us eða aðrir leikir. Sama eigi við um samskipti í gegnum til að mynda Discord, Xbox Live chat, PlayStation Network, Steam chat og Messenger svo fátt eitt sé nefnt. Ef það sé eitthvað kappsmál að banna Roblox þurfi einnig að spyrja hvort eigi að banna líka aðra leiki eða leikjaumhverfi, smáskilaboð, símtöl og tölvupóstsamskipti. Það sé allt mögulegt undir. Foreldrar setji sig í spor krakkanna og læri sjálfir Spurður hvað sé þá til ráða að hans mati segir Björn í fyrsta lagi að svarið sé að hætta að reyna að banna það sem við skiljum ekki en í staðinn að nálgast málið með fræðslu, öryggisstillingum og samtali við börnin. Og síðast en ekki síst að foreldrar reyni sjálfir að læra betur inn á leikina og tæknina sem börnin þeirra eru að nota og jafnvel prófi að spila leikina sjálf. „Ég held að fyrsta sé bara að foreldrar þurfi kannski aðeins að setja sig í fótspor barnanna og reyna kannski að muna hvernig þetta var þegar við vorum yngri, og kannski bara spila sig aðeins inn í þeirra heim. Hafa þau prófað Roblox, hafa þau skoðað hvaða stillingar eða leiðir eru í boði til að halda krökkunum öruggum,“ segir Björn. Í Roblox sé til dæmis hægt að búa til reikning fyrir barn sem er undir eftirliti foreldra þar sem hægt er að setja frekari skorður og skilyrði um notkun. Sömu sögu sé að segja um snjallsímana. „Þú getur yfirleitt haft þau undir mjög góðu eftirliti, stillt skjátíma, séð hvað þau eru að gera, passað upp á að þau séu ekki í samskiptum við einhverja aðra, hvort sem það er í Androit símum, Samsung og svoleiðis eða Apple-tækjum og í tölvuumhverfinu líka, Playstation og þar fram eftir götunum. Þannig ég held að það sé alltaf leiðin. Við þurfum að skilja þennan sem að krakkarnir eru í og reyna að átta okkur á því hvernig við getum kennt þeim að nota þetta á ábyrgan hátt, miklu frekar en að banna,“ segir Björn. Netöryggi Netglæpir Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Tækni Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Fleiri fréttir Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla var til viðtals á Bylgjunni í gærmorgun þar sem hann lýsti áhyggjum af því hve auðvelt það getur verið fyrir óprúttna aðila að komast í samband við börn á netinu, til dæmis í gegnum tölvuleiki Roblox, og reyni að tæla þau og ginna. Sjálfur telji hann að ekki ætti að leyfa börnum á ákveðnum aldri yfirhöfuð að spila leikinn, ekki nema foreldrar séu tilbúnir sjálfir til að sitja yfir öxlinni á þeim á meðan. Málið blasir öðruvísi við Birni Orra Guðmundssyni, föður og framkvæmdastjóra netöryggisfyrirtækis, sem telur þá nálgun að banna vera óraunhæfa. „Fyrstu viðbrögð virðast oft vera að reyna að banna hluti sem að við sem foreldrar eða eftirlitsaðilar almennt séð skiljum ekki sjálf. Ég á strák sem fær að spila þetta og er undir ströngu eftirliti,“ segir Björn. Það sé að hans mati í raun algjör sjálfsblekking að halda að það sé einfaldlega hægt að banna leik eins og Roblox. Börn geti þá allt eins fundið leiðir til að spila leikinn annars staðar og án eftirlits og þannig sé vernd og yfirsýn foreldra horfin. Ef eigi að banna einn leik mætti allt eins banna allt Hann tekur þó vissulega undir að það sé rétt að spjall í tölvuleikjum geti verið varasamt, en Roblox sé þar heldur ekkert einsdæmi. Langflestir leikir í dag hafi einhvers konar samskiptaleiðir á milli spilara, hvort sem það er Roblox eða leikir á borð við Fortnite, Minecraft, Among Us eða aðrir leikir. Sama eigi við um samskipti í gegnum til að mynda Discord, Xbox Live chat, PlayStation Network, Steam chat og Messenger svo fátt eitt sé nefnt. Ef það sé eitthvað kappsmál að banna Roblox þurfi einnig að spyrja hvort eigi að banna líka aðra leiki eða leikjaumhverfi, smáskilaboð, símtöl og tölvupóstsamskipti. Það sé allt mögulegt undir. Foreldrar setji sig í spor krakkanna og læri sjálfir Spurður hvað sé þá til ráða að hans mati segir Björn í fyrsta lagi að svarið sé að hætta að reyna að banna það sem við skiljum ekki en í staðinn að nálgast málið með fræðslu, öryggisstillingum og samtali við börnin. Og síðast en ekki síst að foreldrar reyni sjálfir að læra betur inn á leikina og tæknina sem börnin þeirra eru að nota og jafnvel prófi að spila leikina sjálf. „Ég held að fyrsta sé bara að foreldrar þurfi kannski aðeins að setja sig í fótspor barnanna og reyna kannski að muna hvernig þetta var þegar við vorum yngri, og kannski bara spila sig aðeins inn í þeirra heim. Hafa þau prófað Roblox, hafa þau skoðað hvaða stillingar eða leiðir eru í boði til að halda krökkunum öruggum,“ segir Björn. Í Roblox sé til dæmis hægt að búa til reikning fyrir barn sem er undir eftirliti foreldra þar sem hægt er að setja frekari skorður og skilyrði um notkun. Sömu sögu sé að segja um snjallsímana. „Þú getur yfirleitt haft þau undir mjög góðu eftirliti, stillt skjátíma, séð hvað þau eru að gera, passað upp á að þau séu ekki í samskiptum við einhverja aðra, hvort sem það er í Androit símum, Samsung og svoleiðis eða Apple-tækjum og í tölvuumhverfinu líka, Playstation og þar fram eftir götunum. Þannig ég held að það sé alltaf leiðin. Við þurfum að skilja þennan sem að krakkarnir eru í og reyna að átta okkur á því hvernig við getum kennt þeim að nota þetta á ábyrgan hátt, miklu frekar en að banna,“ segir Björn.
Netöryggi Netglæpir Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Tækni Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Fleiri fréttir Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sjá meira