Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. október 2025 12:44 Þrátt fyrir mikið framboð af nýjum eignum seljast þær ekki. Jónas Atli Gunnarsson telur að verktakar vilji frekar bíða með sölu en lækka verð. Þeir virðist því hafa nóg milli handanna, því það sé líka dýrt að bíða. Vísir Það hefur sjaldan verið eins erfitt að komast inn á fasteignamarkaðinn að mati HMS. Á sama tíma er ekki búið varanlega í allt að sextán þúsund íbúðum. Hagfræðingur telur að verktakar kjósi frekar að bíða með sölu en lækka verð. Það bendi til þess að byggingageirinn hafi nóg milli handanna. Það getur tekið einstaklinga á leigumarkaði ellefu ár að safna fyrir útborgun í litla íbúð á höfuðborgarsvæðinu og átján ár fyrir einstæða foreldra. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Mögulega jafn slæmt og eftir hrunið Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS segir ástandið sjaldan hafa verið eins slæmt. „Þetta gæti mögulega hafa verið svona stuttu eftir fjármálahrunið. Þetta er hins vegar verri staða en fyrir tíu árum síðan,“ segir Jónas. Á þessu séu ýmsar skýringar. „Fólk hefur lítið á milli handanna að teknu tilliti til neyslu. Þá hefur íbúðaverð hækkað mikið á sama tíma og verðbólga er mikil og því erfiðara að safna fyrir íbúð en áður,“ segir hann. Nýjar íbúðir lækki ekki þrátt fyrir mikið framboð Í skýrslu HMS kemur fram að mikil fjölgun hafi verið á framboði nýrra íbúða, þær seljist hins vegar ekki þrátt fyrir að stór hópur fólks bíði eftir að komast inn á markaðinn. Nú séu allt að 16.400 nýjar og eldri íbúðir vanýttar á landinu. „Við hjá HMS höfum reynt að greina hvað veldur því að nýjar íbúðir eru ekki að seljast og höfum komist að því að þær eru dýrar. Á sama tíma er kaupageta heimila minni en áður vegna þröngra lánþegaskilyrða og hárra vaxta,“ segir hann. Á lögmál framboðs og eftirspurnar við? Aðspurður um hvort lögmál framboðs og eftirspurnar eigi ekki við fasteignamarkaðinn eins og aðra markaði svarar Jónas: „ Jú, ég held það. En við höfum ekki séð miklar lækkanir á verði þessara nýju íbúða þrátt fyrir mikið framboð. Þær myndu væntanlega seljast ef þær myndu lækka eitthvað. Mögulega eru verktakar á bíða eftir því að aðstæður breytist á húsnæðismarkaði.“ Á síðustu árum hafa stýrivextir Seðlabankans verið háir hér á landi. Þeir standa nú í 7,5 prósentum. Það er því dýrt að fjármagna uppbyggingu fasteigna. Jónas bendir á að byggingaverktakar með dýr fasteignalán geti lent í því að tapa fjármunum ef þeir bíða of lengi með að selja íbúðir. „Það liggur alla vega fyrir að það er mjög dýrt að bíða með óselda íbúð, sérstaklega ef verktakinn er með dýr lán sem hvíla á eigninni. Það að bíða með sölu slíkra eigna getur því mögulega haft tap í för með sér.Þá hlýtur maður að draga þá ályktun að þeir hafi nóg milli handanna,“ segir Jónas að lokum. Fasteignamarkaður Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Byggingariðnaður Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
Það getur tekið einstaklinga á leigumarkaði ellefu ár að safna fyrir útborgun í litla íbúð á höfuðborgarsvæðinu og átján ár fyrir einstæða foreldra. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Mögulega jafn slæmt og eftir hrunið Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS segir ástandið sjaldan hafa verið eins slæmt. „Þetta gæti mögulega hafa verið svona stuttu eftir fjármálahrunið. Þetta er hins vegar verri staða en fyrir tíu árum síðan,“ segir Jónas. Á þessu séu ýmsar skýringar. „Fólk hefur lítið á milli handanna að teknu tilliti til neyslu. Þá hefur íbúðaverð hækkað mikið á sama tíma og verðbólga er mikil og því erfiðara að safna fyrir íbúð en áður,“ segir hann. Nýjar íbúðir lækki ekki þrátt fyrir mikið framboð Í skýrslu HMS kemur fram að mikil fjölgun hafi verið á framboði nýrra íbúða, þær seljist hins vegar ekki þrátt fyrir að stór hópur fólks bíði eftir að komast inn á markaðinn. Nú séu allt að 16.400 nýjar og eldri íbúðir vanýttar á landinu. „Við hjá HMS höfum reynt að greina hvað veldur því að nýjar íbúðir eru ekki að seljast og höfum komist að því að þær eru dýrar. Á sama tíma er kaupageta heimila minni en áður vegna þröngra lánþegaskilyrða og hárra vaxta,“ segir hann. Á lögmál framboðs og eftirspurnar við? Aðspurður um hvort lögmál framboðs og eftirspurnar eigi ekki við fasteignamarkaðinn eins og aðra markaði svarar Jónas: „ Jú, ég held það. En við höfum ekki séð miklar lækkanir á verði þessara nýju íbúða þrátt fyrir mikið framboð. Þær myndu væntanlega seljast ef þær myndu lækka eitthvað. Mögulega eru verktakar á bíða eftir því að aðstæður breytist á húsnæðismarkaði.“ Á síðustu árum hafa stýrivextir Seðlabankans verið háir hér á landi. Þeir standa nú í 7,5 prósentum. Það er því dýrt að fjármagna uppbyggingu fasteigna. Jónas bendir á að byggingaverktakar með dýr fasteignalán geti lent í því að tapa fjármunum ef þeir bíða of lengi með að selja íbúðir. „Það liggur alla vega fyrir að það er mjög dýrt að bíða með óselda íbúð, sérstaklega ef verktakinn er með dýr lán sem hvíla á eigninni. Það að bíða með sölu slíkra eigna getur því mögulega haft tap í för með sér.Þá hlýtur maður að draga þá ályktun að þeir hafi nóg milli handanna,“ segir Jónas að lokum.
Fasteignamarkaður Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Byggingariðnaður Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira