Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar 24. október 2025 06:00 Kæru konur og kvár, til hamingju með daginn. Í dag stöndum við saman til að minna á það sem aldrei má gleymast – að jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér. Það er ávöxtur baráttu, hugrekkis og samstöðu. Dagurinn snýst ekki aðeins um laun heldur snýst hann líka um virðingu, sýnileika og að konur og kvár fái að njóta sín í samfélagi sem metur framlag þeirra að verðleikum. Þegar tíminn staðnæmdist – og heimurinn fylgdist með Þegar íslenskar konur lögðu niður vinnu fyrir 50 árum stöðvaðist tíminn. Alls tóku 90% kvenna þátt. Þær lögðu frá sér vinnu, lokuðu skrifstofum, skólum og verslunum, gengu út frá heimilum sínum og niður á Lækjartorg. Þær kröfðust þess sem átti að vera sjálfsagt: að störf kvenna væru metin, bæði í launum og virðingu. Þessi dagur markaði ekki aðeins tímamót í íslenskri sögu heldur vakti einnig athygli um allan heim. Ísland varð fyrirmynd annarra þjóða og sýndi að konur gátu hreyft fjöll – með því einu að sýna samstöðu. Þær sem tóku þátt árið 1975 stigu fram fyrir okkur öll. Þær lögðu grunninn að því jafnrétti sem við njótum í dag, jafnvel þó það sé enn ófullkomið. Þær brutu múra sem höfðu staðið um aldir og opnuðu dyr fyrir nýjum kynslóðum kvenna og kvára til að ganga inn í samfélag sem hlustar, lærir og breytist. Við eigum þeim mikið að þakka – og við eigum líka að minna okkur á að baráttan er ekki búin. Í dag vinnum við í anda þeirra sem ruddu veginn. Við vitum að sú vinna krefst stöðugrar endurskoðunar, samtals og aðgerða. Þó að konur séu nú í meiri mæli í forystu, í stjórnum og í áhrifastöðum, þá er enn kynbundinn launamunur, kynbundin verkaskipting á heimilum og mismunandi væntingar til karla, kvenna og kvára. Við vitum líka að jafnrétti kvenna getur aldrei orðið raunverulegt nema það sé óháð þjóðerni, aldri, uppruna, fötlun eða kynhneigð. Þess vegna skiptir samstaða máli. Reykjavíkurborg í fararbroddi Sem borgarstjóri er ég stolt af því að Reykjavík hefur lengi verið í fararbroddi þegar kemur að jafnréttismálum. Við vitum að jafnrétti næst ekki með góðum ásetningi einum, það þarf að endurspeglast í því hvernig við ráðstöfum fjármunum og tökum ákvarðanir. Þess vegna hefur Reykjavíkurborg innleitt kynjaða fjárhags- og starfsáætlun, þar sem markmiðið er að greina og geta tekið upplýsta ákvörðun varðandi ráðstöfun og tekjuöflun borgarinnar út frá kynja- og jafnréttissjónarmiðum. Þessi nálgun hefur breytt því hvernig við hugsum um fjármál og stefnumótun í borginni. Með því að skoða þjónustu og útgjöld út frá jafnréttissjónarmiðum höfum við fengið skýrari mynd af því hvar þörf er á breytingum. Við höfum líka lagt mikla áherslu á jafnrétti innan starfsumhverfis borgarinnar sjálfrar – Reykjavík er stærsti vinnustaður landsins, og markmiðið er skýrt: að Reykjavíkurborg sé fyrirmyndar vinnustaður þar sem jafnræði og virðing eru í fyrirrúmi. Við höfum dregið úr kynbundnum launamun innan borgarkerfisins, aukið sveigjanleika í vinnu og tryggt að stjórnendur fái þjálfun í jafnréttismálum. Ákvarðanir borgarinnar snerta líka daglegt líf fólks: aðgengi, öryggi, samgöngur, leikskóla, húsnæði og heilsu. Þegar við skipuleggjum borgina með jafnrétti að leiðarljósi, þá erum við í raun að skipuleggja borg sem hentar öllum betur. Þess vegna er jafnrétti ekki sérverkefni heldur þurfum við að vera með jafnréttisgleraugun í öllu sem við gerum. Krafturinn í samfélaginu og áframhald samstaða Í dag vil ég sérstaklega fagna þeim fjölmörgu konum og kvárum sem vinna hjá Reykjavíkurborg. Þið haldið borginni gangandi – í leikskólum, í velferðarþjónustu, í menningu, í sorphirðu, í umhverfis- og mannvirkjagerð og í stjórnsýslunni.Þið sjáið til þess að börnin okkar fái að læra, að eldra fólk njóti umhyggju og að borgin virki á hverjum degi. Án ykkar stæði borgin kyrr. Þess vegna vil ég þakka ykkur og óska ykkur innilega til hamingju með baráttudaginn. Kvennaverkfallið er áminning um að baráttan heldur áfram og líka vitnisburður um það sem þegar hefur tekist. Það er áminning um að við getum breytt samfélaginu þegar við stöndum saman. Við þurfum að tryggja að ungar konur og kvár sem stíga inn á vinnumarkaðinn fái jöfn tækifæri, að störf í umönnun og menntun séu metin að verðleikum, og að forystan í öllum geirum endurspegli fjölbreytileikann í samfélaginu. Við þurfum að halda áfram að standa saman – eins og konurnar gerðu árið 1975.Því jafnrétti er ekki einkamál kvenna og kvára; það er grundvöllur réttlætis, velferðar og efnahagslegrar framfara fyrir okkur öll. Kæru konur og kvár – til hamingju með daginn. Við stöndum á herðum þeirra sem ruddu veginn, og við höldum áfram að byggja betra samfélag fyrir öll. Það er besta leiðin til að heiðra þær sem komu á undan og tryggja að komandi kynslóðir fái jöfn tækifæri. Höfundur er borgarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Kæru konur og kvár, til hamingju með daginn. Í dag stöndum við saman til að minna á það sem aldrei má gleymast – að jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér. Það er ávöxtur baráttu, hugrekkis og samstöðu. Dagurinn snýst ekki aðeins um laun heldur snýst hann líka um virðingu, sýnileika og að konur og kvár fái að njóta sín í samfélagi sem metur framlag þeirra að verðleikum. Þegar tíminn staðnæmdist – og heimurinn fylgdist með Þegar íslenskar konur lögðu niður vinnu fyrir 50 árum stöðvaðist tíminn. Alls tóku 90% kvenna þátt. Þær lögðu frá sér vinnu, lokuðu skrifstofum, skólum og verslunum, gengu út frá heimilum sínum og niður á Lækjartorg. Þær kröfðust þess sem átti að vera sjálfsagt: að störf kvenna væru metin, bæði í launum og virðingu. Þessi dagur markaði ekki aðeins tímamót í íslenskri sögu heldur vakti einnig athygli um allan heim. Ísland varð fyrirmynd annarra þjóða og sýndi að konur gátu hreyft fjöll – með því einu að sýna samstöðu. Þær sem tóku þátt árið 1975 stigu fram fyrir okkur öll. Þær lögðu grunninn að því jafnrétti sem við njótum í dag, jafnvel þó það sé enn ófullkomið. Þær brutu múra sem höfðu staðið um aldir og opnuðu dyr fyrir nýjum kynslóðum kvenna og kvára til að ganga inn í samfélag sem hlustar, lærir og breytist. Við eigum þeim mikið að þakka – og við eigum líka að minna okkur á að baráttan er ekki búin. Í dag vinnum við í anda þeirra sem ruddu veginn. Við vitum að sú vinna krefst stöðugrar endurskoðunar, samtals og aðgerða. Þó að konur séu nú í meiri mæli í forystu, í stjórnum og í áhrifastöðum, þá er enn kynbundinn launamunur, kynbundin verkaskipting á heimilum og mismunandi væntingar til karla, kvenna og kvára. Við vitum líka að jafnrétti kvenna getur aldrei orðið raunverulegt nema það sé óháð þjóðerni, aldri, uppruna, fötlun eða kynhneigð. Þess vegna skiptir samstaða máli. Reykjavíkurborg í fararbroddi Sem borgarstjóri er ég stolt af því að Reykjavík hefur lengi verið í fararbroddi þegar kemur að jafnréttismálum. Við vitum að jafnrétti næst ekki með góðum ásetningi einum, það þarf að endurspeglast í því hvernig við ráðstöfum fjármunum og tökum ákvarðanir. Þess vegna hefur Reykjavíkurborg innleitt kynjaða fjárhags- og starfsáætlun, þar sem markmiðið er að greina og geta tekið upplýsta ákvörðun varðandi ráðstöfun og tekjuöflun borgarinnar út frá kynja- og jafnréttissjónarmiðum. Þessi nálgun hefur breytt því hvernig við hugsum um fjármál og stefnumótun í borginni. Með því að skoða þjónustu og útgjöld út frá jafnréttissjónarmiðum höfum við fengið skýrari mynd af því hvar þörf er á breytingum. Við höfum líka lagt mikla áherslu á jafnrétti innan starfsumhverfis borgarinnar sjálfrar – Reykjavík er stærsti vinnustaður landsins, og markmiðið er skýrt: að Reykjavíkurborg sé fyrirmyndar vinnustaður þar sem jafnræði og virðing eru í fyrirrúmi. Við höfum dregið úr kynbundnum launamun innan borgarkerfisins, aukið sveigjanleika í vinnu og tryggt að stjórnendur fái þjálfun í jafnréttismálum. Ákvarðanir borgarinnar snerta líka daglegt líf fólks: aðgengi, öryggi, samgöngur, leikskóla, húsnæði og heilsu. Þegar við skipuleggjum borgina með jafnrétti að leiðarljósi, þá erum við í raun að skipuleggja borg sem hentar öllum betur. Þess vegna er jafnrétti ekki sérverkefni heldur þurfum við að vera með jafnréttisgleraugun í öllu sem við gerum. Krafturinn í samfélaginu og áframhald samstaða Í dag vil ég sérstaklega fagna þeim fjölmörgu konum og kvárum sem vinna hjá Reykjavíkurborg. Þið haldið borginni gangandi – í leikskólum, í velferðarþjónustu, í menningu, í sorphirðu, í umhverfis- og mannvirkjagerð og í stjórnsýslunni.Þið sjáið til þess að börnin okkar fái að læra, að eldra fólk njóti umhyggju og að borgin virki á hverjum degi. Án ykkar stæði borgin kyrr. Þess vegna vil ég þakka ykkur og óska ykkur innilega til hamingju með baráttudaginn. Kvennaverkfallið er áminning um að baráttan heldur áfram og líka vitnisburður um það sem þegar hefur tekist. Það er áminning um að við getum breytt samfélaginu þegar við stöndum saman. Við þurfum að tryggja að ungar konur og kvár sem stíga inn á vinnumarkaðinn fái jöfn tækifæri, að störf í umönnun og menntun séu metin að verðleikum, og að forystan í öllum geirum endurspegli fjölbreytileikann í samfélaginu. Við þurfum að halda áfram að standa saman – eins og konurnar gerðu árið 1975.Því jafnrétti er ekki einkamál kvenna og kvára; það er grundvöllur réttlætis, velferðar og efnahagslegrar framfara fyrir okkur öll. Kæru konur og kvár – til hamingju með daginn. Við stöndum á herðum þeirra sem ruddu veginn, og við höldum áfram að byggja betra samfélag fyrir öll. Það er besta leiðin til að heiðra þær sem komu á undan og tryggja að komandi kynslóðir fái jöfn tækifæri. Höfundur er borgarstjóri.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun