Sport

Dag­skráin: Körfuboltakvöld, For­múla 1, World Series og enski boltinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Shohei Ohtani hjá Los Angeles Dodgers er ekki aðeins besti leikmaður bandaríska hafnaboltans í dag því sumir halda því fram að hann sé sá besti í sögunni.
Shohei Ohtani hjá Los Angeles Dodgers er ekki aðeins besti leikmaður bandaríska hafnaboltans í dag því sumir halda því fram að hann sé sá besti í sögunni. Getty/Sean M. Haffey

Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á föstudögum.

Fjórðu umferð Bónus-deildar karla í körfubolta lýkur með tveimur leikjum í beinni og eftir leikina mun Bónus Körfuboltakvöld síðan gera upp alla umferðina á sinn einstaka hátt.

Íslandsmeistarar Stjörnunnar taka á móti ÍR og nýliðar ÍA fá Álftanes í heimsókn í leikjum kvöldsins.

Formúlu 1-tímabilið er á lokasprettinum og nú eru menn komnir til Mexíkó og í dag verður fylgst með fyrstu tveimur æfingunum..

Leeds tekur á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í fyrst leik helgarinnar.

Það verður sýnt frá tveimur golfmótum og úrslitakeppni bandaríska hafnaboltans. Þar er á ferðinni leikur eitt í World Series, lokaúrslitum um titilinn í úrslitakeppni bandaríska hafnaboltans.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

SÝN Sport Ísland

Klukkan 19.15 hefst bein útsending frá leik ÍA og Álftaness í Bónus-deild karla í körfubolta.

Klukkan 21.25 hefst Bónus Körfuboltakvöld þar sem verður farið yfir alla leiki þriðju umferðar Bónus-deildar karla í körfubolta.

SÝN Sport Ísland 2

Klukkan 18.50 hefst bein útsending frá leik Stjörnunnar og ÍR í Bónus-deild karla í körfubolta.

SÝN Sport

Klukkan 18.40 hefst bein útsending frá leik Leeds og West Ham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

SÝN Sport 3

Klukkan 05.30 hefst bein útsending frá Genesis Championship golfmótinu á LPGA-mótaröðinni.

SÝN Sport 4

Klukkan 04.55 hefst bein útsending frá Hanwha LIFEPLUS International Crown golfmótinu á LPGA-mótaröðinni.

SÝN Sport Viaplay

Klukkan 18.25 hefst bein útsending frá fyrstu æfingu fyrir Mexíkó-kappaksturinn í formúlu 1.

Klukkan 21.55 hefst bein útsending frá annarri æfingu fyrir Mexíkó-kappaksturinn í formúlu 1.

Klukkan 23.20 hefst bein útsending frá leik Toronto Blue Jays og Los Angeles Dodgers en þetta er leikur eitt í lokaúrslitum í úrslitakeppni bandaríska hafnaboltans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×