Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar 24. október 2025 07:30 Þann 24. október er baráttudagur kvenna. Við munum heyra ræður um jafnrétti, framtíðina og það sem hefur áunnist. Í dag - árið 2025 - getur kona á Íslandi ekki fengið skilnað nema makinn samþykki hann. Lögin koma beinlínis í veg fyrir því að fólk ráði eigin lífi. Þetta hljómar ýkt en í aðstæðum sem því miður langoftast konur lenda í: ofbeldissamböndum, getur þetta verið hrikalegt áfall. Það að þurfa að standa í þessu eftir að hafa loksins ákveðið að fara er bæði niðurlægjandi og niðurbrjótandi. Þetta kerfi styður ójafnrétti og gerendur. Og það er ofbeldi- kerfisbundið ofbeldi. Ef einn aðili neitar að skrifa undir fjárskiptasamning eða einfaldlega bregst ekki við, þá stöðvast allt ferlið. Hjá sýslumanni er einungis hægt að fá skilnað ef það næst samkomulag um alla hluti. Ef það næst ekki, er málinu vísað frá. Það sem einstaklingar í þessari stöðu þurfa að fara í gegn er langt, dýrt og þreytandi ferli. Þetta er nógu erfitt ef um „venjulegan“ skilning er að ræða, en þetta er næstum því óbærilegt ef viðkomandi hefur þurft að þola ofbeldi af ýmsum toga, stjórnun, gaslýsingu, nauðgun og margt fleira. Að vísu er hægt að fara fram á lögskilnað á grundvelli ofbeldis en hann er ekki veittur nema gerandinn samþykki eða er búinn að fá dóm á sig. Því miður eru það ennþá langoftast konur sem lenda í þessum aðstæðum. Konur í þessari stöðu eru hetjur. En kerfið er það ekki. Við stöndum okkur ekki nógu vel. Við þurfum að gera betur. Einstæðar mæður sem þurfa að berjast við kerfið, vinna, hugsa um börnin, vinna úr því sem þær hafa upplifað. Og vera sætar. Kvarta ekki og sætta sig við að samfélag eins og okkar- á Íslandi árið 2025- sem er frægt fyrir jafnrétti kynjanna krefst leyfi eiginmanns til þess að kona fái að ráða hvort að hún er gift eða ekki, alveg eins og hún sé eign hans. Á baráttudegi kvenna á ég ekki eftir að fagna því sem við höfum náð. Ég ætla að krefjast þess sem enn hefur ekki verið tryggt: Réttarins til að ráða yfir eigin lífi án samþykkis annarra. Frelsi til að skilja ætti aldrei að þurfa leyfi. Við erum ekki eign annarra. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, einstæð móðir, drusla og stolt af því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Jafnréttismál Mest lesið Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þann 24. október er baráttudagur kvenna. Við munum heyra ræður um jafnrétti, framtíðina og það sem hefur áunnist. Í dag - árið 2025 - getur kona á Íslandi ekki fengið skilnað nema makinn samþykki hann. Lögin koma beinlínis í veg fyrir því að fólk ráði eigin lífi. Þetta hljómar ýkt en í aðstæðum sem því miður langoftast konur lenda í: ofbeldissamböndum, getur þetta verið hrikalegt áfall. Það að þurfa að standa í þessu eftir að hafa loksins ákveðið að fara er bæði niðurlægjandi og niðurbrjótandi. Þetta kerfi styður ójafnrétti og gerendur. Og það er ofbeldi- kerfisbundið ofbeldi. Ef einn aðili neitar að skrifa undir fjárskiptasamning eða einfaldlega bregst ekki við, þá stöðvast allt ferlið. Hjá sýslumanni er einungis hægt að fá skilnað ef það næst samkomulag um alla hluti. Ef það næst ekki, er málinu vísað frá. Það sem einstaklingar í þessari stöðu þurfa að fara í gegn er langt, dýrt og þreytandi ferli. Þetta er nógu erfitt ef um „venjulegan“ skilning er að ræða, en þetta er næstum því óbærilegt ef viðkomandi hefur þurft að þola ofbeldi af ýmsum toga, stjórnun, gaslýsingu, nauðgun og margt fleira. Að vísu er hægt að fara fram á lögskilnað á grundvelli ofbeldis en hann er ekki veittur nema gerandinn samþykki eða er búinn að fá dóm á sig. Því miður eru það ennþá langoftast konur sem lenda í þessum aðstæðum. Konur í þessari stöðu eru hetjur. En kerfið er það ekki. Við stöndum okkur ekki nógu vel. Við þurfum að gera betur. Einstæðar mæður sem þurfa að berjast við kerfið, vinna, hugsa um börnin, vinna úr því sem þær hafa upplifað. Og vera sætar. Kvarta ekki og sætta sig við að samfélag eins og okkar- á Íslandi árið 2025- sem er frægt fyrir jafnrétti kynjanna krefst leyfi eiginmanns til þess að kona fái að ráða hvort að hún er gift eða ekki, alveg eins og hún sé eign hans. Á baráttudegi kvenna á ég ekki eftir að fagna því sem við höfum náð. Ég ætla að krefjast þess sem enn hefur ekki verið tryggt: Réttarins til að ráða yfir eigin lífi án samþykkis annarra. Frelsi til að skilja ætti aldrei að þurfa leyfi. Við erum ekki eign annarra. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, einstæð móðir, drusla og stolt af því.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar