Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2025 09:01 Katla Tryggvadóttir gæti orðið ein af fyrstu íslensku fótboltakonunum til að spila á HM. Mótið fer næst fram í Brasilíu og verður meðal annars spilað á hinum goðsagnakennda Maracana-leikvangi. Samsett/KSÍ/Getty Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur vægast sagt mikilvæga leiki við Norður-Írland, í kvöld og á þriðjudag, í umspili um að halda sér í A-deild Þjóðadeildarinnar. Það skiptir nefnilega sköpum í baráttunni um sæti á HM í Brasilíu 2027. Ísland hefur aldrei komist á HM kvenna í fótbolta sem gerir tilhugsunina um að komast á mótið í Brasilíu, landi sennilega klikkuðustu fótboltaþjóðar heims, enn meira freistandi. Leikirnir við Norður-Írland eru fyrsta skrefið að því móti og er fyrri leikurinn í bænum Ballymena klukkan 18 í kvöld en sá seinni á Laugardalsvelli á þriðjudag, einnig klukkan 18. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Vinni Ísland einvígið samanlagt verða stelpurnar okkar áfram í A-deild en tap þýðir fall niður í B-deild, fyrir næstu leiktíð Þjóðadeildarinnar sem verður í raun undankeppni HM. Það er býsna flókið að útskýra hvers vegna svo mikilvægt það er að vera eitt af liðunum sextán í A-deildinni á næsta ári, frekar en eitt af liðunum sextán í B-deild. Í stuttu máli þá er auðvitað mikilvægt að halda sér í hópi bestu landsliða Evrópu en svo gerir það líka leiðina á HM umtalsvert greiðari. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Fyrirsögnin hér að ofan er kannski ýkt en það má nánast segja að einvígið við Norður-Íra ráði því hvort stelpurnar okkar takist á við ferðalagið til Brasilíu með flugvél eða fleka sem samgöngumáta. Hvernig kemst Ísland beint á HM í Brasilíu? Í undankeppninni á næsta ári komast liðin fjögur sem vinna sinn riðil í A-deild beint á HM. Það er eini möguleikinn til að komast beint á HM úr undankeppninni. Öll hin liðin sem spila í A-deild komast í umspil, svo að bara með því að vinna Norður-Írland er Ísland öruggt um að komast að minnsta kosti í umspil um sæti á HM. Það fara reyndar mjög mörg lið í umspilið eða alls 32. Þar af eru 12 lið úr A-deild, 12 úr B-deild og 8 úr C-deild, en umspilið getur orðið mun „þægilegra“ fyrir lið úr A-deild en B-deild. Hvernig virkar HM-umspilið? HM-umspilið er nokkuð flókið og skiptist í tvo hluta og tvær umferðir, og eitt Evrópulið mun svo meira að segja þurfa að fara enn lengra eða í umspil með liðum úr öðrum heimsálfum. Fyrri umferðin í umspili: Leið eitt: Liðin átta í 2.-3. sæti riðlanna í A-deild spila við liðin sex sem vinna sinn riðil í C-deild og tvö sem ná bestum árangri í 2. sæti í C-deild. Leið tvö: Liðin fjögur sem enda neðst í A-deild og liðin fjögur sem enda efst í B-deild spila við liðin átta sem enda í 2. og 3. sæti í B-deild. Um verður að ræða einvígi þar sem hærra skráða liðið spilar seinni leikinn á heimavelli. Seinni umferðin í umspili: Sigurliðin úr leið eitt í fyrri umferð mæta sigurliðunum úr leið tvö. Sigurliðin í seinni umferðinni komast svo á HM, fyrir utan eitt sem mun þurfa að halda áfram í umspil með liðum úr öðrum heimsálfum. Möguleikinn á að sleppa við bestu liðin Hvað þýðir þetta þá nákvæmlega? Jú, að ef að Ísland vinnur einvígið við Norður-Írland fær liðið möguleika á að komast beint á HM í undankeppninni á næsta ári. Einnig að ef að liðið endar svo í 2.-3. sæti síns riðils í A-deildinni á næsta ári, þá mun liðið ekki þurfa að mæta neinu af tólf bestu liðum Evrópu í umspilinu heldur spila við lið úr C-deild og svo botnlið úr A-deild eða lið úr B-deild, um sæti á HM í Brasilíu. Ef að Ísland tapar hins vegar gegn Norður-Írlandi, eða endar á botni síns riðils í A-deildinni á næstu leiktíð, þá þarf liðið að fara í mun erfiðara umspil þar sem mögulegt úrslitaeinvígi yrði við eitt af sterkustu liðum Evrópu (fyrir utan þau fjögur sem vinna sinn riðil í A-deild). Landslið kvenna í fótbolta HM 2027 í Brasilíu Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Ísland hefur aldrei komist á HM kvenna í fótbolta sem gerir tilhugsunina um að komast á mótið í Brasilíu, landi sennilega klikkuðustu fótboltaþjóðar heims, enn meira freistandi. Leikirnir við Norður-Írland eru fyrsta skrefið að því móti og er fyrri leikurinn í bænum Ballymena klukkan 18 í kvöld en sá seinni á Laugardalsvelli á þriðjudag, einnig klukkan 18. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Vinni Ísland einvígið samanlagt verða stelpurnar okkar áfram í A-deild en tap þýðir fall niður í B-deild, fyrir næstu leiktíð Þjóðadeildarinnar sem verður í raun undankeppni HM. Það er býsna flókið að útskýra hvers vegna svo mikilvægt það er að vera eitt af liðunum sextán í A-deildinni á næsta ári, frekar en eitt af liðunum sextán í B-deild. Í stuttu máli þá er auðvitað mikilvægt að halda sér í hópi bestu landsliða Evrópu en svo gerir það líka leiðina á HM umtalsvert greiðari. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Fyrirsögnin hér að ofan er kannski ýkt en það má nánast segja að einvígið við Norður-Íra ráði því hvort stelpurnar okkar takist á við ferðalagið til Brasilíu með flugvél eða fleka sem samgöngumáta. Hvernig kemst Ísland beint á HM í Brasilíu? Í undankeppninni á næsta ári komast liðin fjögur sem vinna sinn riðil í A-deild beint á HM. Það er eini möguleikinn til að komast beint á HM úr undankeppninni. Öll hin liðin sem spila í A-deild komast í umspil, svo að bara með því að vinna Norður-Írland er Ísland öruggt um að komast að minnsta kosti í umspil um sæti á HM. Það fara reyndar mjög mörg lið í umspilið eða alls 32. Þar af eru 12 lið úr A-deild, 12 úr B-deild og 8 úr C-deild, en umspilið getur orðið mun „þægilegra“ fyrir lið úr A-deild en B-deild. Hvernig virkar HM-umspilið? HM-umspilið er nokkuð flókið og skiptist í tvo hluta og tvær umferðir, og eitt Evrópulið mun svo meira að segja þurfa að fara enn lengra eða í umspil með liðum úr öðrum heimsálfum. Fyrri umferðin í umspili: Leið eitt: Liðin átta í 2.-3. sæti riðlanna í A-deild spila við liðin sex sem vinna sinn riðil í C-deild og tvö sem ná bestum árangri í 2. sæti í C-deild. Leið tvö: Liðin fjögur sem enda neðst í A-deild og liðin fjögur sem enda efst í B-deild spila við liðin átta sem enda í 2. og 3. sæti í B-deild. Um verður að ræða einvígi þar sem hærra skráða liðið spilar seinni leikinn á heimavelli. Seinni umferðin í umspili: Sigurliðin úr leið eitt í fyrri umferð mæta sigurliðunum úr leið tvö. Sigurliðin í seinni umferðinni komast svo á HM, fyrir utan eitt sem mun þurfa að halda áfram í umspil með liðum úr öðrum heimsálfum. Möguleikinn á að sleppa við bestu liðin Hvað þýðir þetta þá nákvæmlega? Jú, að ef að Ísland vinnur einvígið við Norður-Írland fær liðið möguleika á að komast beint á HM í undankeppninni á næsta ári. Einnig að ef að liðið endar svo í 2.-3. sæti síns riðils í A-deildinni á næsta ári, þá mun liðið ekki þurfa að mæta neinu af tólf bestu liðum Evrópu í umspilinu heldur spila við lið úr C-deild og svo botnlið úr A-deild eða lið úr B-deild, um sæti á HM í Brasilíu. Ef að Ísland tapar hins vegar gegn Norður-Írlandi, eða endar á botni síns riðils í A-deildinni á næstu leiktíð, þá þarf liðið að fara í mun erfiðara umspil þar sem mögulegt úrslitaeinvígi yrði við eitt af sterkustu liðum Evrópu (fyrir utan þau fjögur sem vinna sinn riðil í A-deild).
Landslið kvenna í fótbolta HM 2027 í Brasilíu Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira