Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2025 09:01 Katla Tryggvadóttir gæti orðið ein af fyrstu íslensku fótboltakonunum til að spila á HM. Mótið fer næst fram í Brasilíu og verður meðal annars spilað á hinum goðsagnakennda Maracana-leikvangi. Samsett/KSÍ/Getty Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur vægast sagt mikilvæga leiki við Norður-Írland, í kvöld og á þriðjudag, í umspili um að halda sér í A-deild Þjóðadeildarinnar. Það skiptir nefnilega sköpum í baráttunni um sæti á HM í Brasilíu 2027. Ísland hefur aldrei komist á HM kvenna í fótbolta sem gerir tilhugsunina um að komast á mótið í Brasilíu, landi sennilega klikkuðustu fótboltaþjóðar heims, enn meira freistandi. Leikirnir við Norður-Írland eru fyrsta skrefið að því móti og er fyrri leikurinn í bænum Ballymena klukkan 18 í kvöld en sá seinni á Laugardalsvelli á þriðjudag, einnig klukkan 18. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Vinni Ísland einvígið samanlagt verða stelpurnar okkar áfram í A-deild en tap þýðir fall niður í B-deild, fyrir næstu leiktíð Þjóðadeildarinnar sem verður í raun undankeppni HM. Það er býsna flókið að útskýra hvers vegna svo mikilvægt það er að vera eitt af liðunum sextán í A-deildinni á næsta ári, frekar en eitt af liðunum sextán í B-deild. Í stuttu máli þá er auðvitað mikilvægt að halda sér í hópi bestu landsliða Evrópu en svo gerir það líka leiðina á HM umtalsvert greiðari. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Fyrirsögnin hér að ofan er kannski ýkt en það má nánast segja að einvígið við Norður-Íra ráði því hvort stelpurnar okkar takist á við ferðalagið til Brasilíu með flugvél eða fleka sem samgöngumáta. Hvernig kemst Ísland beint á HM í Brasilíu? Í undankeppninni á næsta ári komast liðin fjögur sem vinna sinn riðil í A-deild beint á HM. Það er eini möguleikinn til að komast beint á HM úr undankeppninni. Öll hin liðin sem spila í A-deild komast í umspil, svo að bara með því að vinna Norður-Írland er Ísland öruggt um að komast að minnsta kosti í umspil um sæti á HM. Það fara reyndar mjög mörg lið í umspilið eða alls 32. Þar af eru 12 lið úr A-deild, 12 úr B-deild og 8 úr C-deild, en umspilið getur orðið mun „þægilegra“ fyrir lið úr A-deild en B-deild. Hvernig virkar HM-umspilið? HM-umspilið er nokkuð flókið og skiptist í tvo hluta og tvær umferðir, og eitt Evrópulið mun svo meira að segja þurfa að fara enn lengra eða í umspil með liðum úr öðrum heimsálfum. Fyrri umferðin í umspili: Leið eitt: Liðin átta í 2.-3. sæti riðlanna í A-deild spila við liðin sex sem vinna sinn riðil í C-deild og tvö sem ná bestum árangri í 2. sæti í C-deild. Leið tvö: Liðin fjögur sem enda neðst í A-deild og liðin fjögur sem enda efst í B-deild spila við liðin átta sem enda í 2. og 3. sæti í B-deild. Um verður að ræða einvígi þar sem hærra skráða liðið spilar seinni leikinn á heimavelli. Seinni umferðin í umspili: Sigurliðin úr leið eitt í fyrri umferð mæta sigurliðunum úr leið tvö. Sigurliðin í seinni umferðinni komast svo á HM, fyrir utan eitt sem mun þurfa að halda áfram í umspil með liðum úr öðrum heimsálfum. Möguleikinn á að sleppa við bestu liðin Hvað þýðir þetta þá nákvæmlega? Jú, að ef að Ísland vinnur einvígið við Norður-Írland fær liðið möguleika á að komast beint á HM í undankeppninni á næsta ári. Einnig að ef að liðið endar svo í 2.-3. sæti síns riðils í A-deildinni á næsta ári, þá mun liðið ekki þurfa að mæta neinu af tólf bestu liðum Evrópu í umspilinu heldur spila við lið úr C-deild og svo botnlið úr A-deild eða lið úr B-deild, um sæti á HM í Brasilíu. Ef að Ísland tapar hins vegar gegn Norður-Írlandi, eða endar á botni síns riðils í A-deildinni á næstu leiktíð, þá þarf liðið að fara í mun erfiðara umspil þar sem mögulegt úrslitaeinvígi yrði við eitt af sterkustu liðum Evrópu (fyrir utan þau fjögur sem vinna sinn riðil í A-deild). Landslið kvenna í fótbolta HM 2027 í Brasilíu Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Sjá meira
Ísland hefur aldrei komist á HM kvenna í fótbolta sem gerir tilhugsunina um að komast á mótið í Brasilíu, landi sennilega klikkuðustu fótboltaþjóðar heims, enn meira freistandi. Leikirnir við Norður-Írland eru fyrsta skrefið að því móti og er fyrri leikurinn í bænum Ballymena klukkan 18 í kvöld en sá seinni á Laugardalsvelli á þriðjudag, einnig klukkan 18. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Vinni Ísland einvígið samanlagt verða stelpurnar okkar áfram í A-deild en tap þýðir fall niður í B-deild, fyrir næstu leiktíð Þjóðadeildarinnar sem verður í raun undankeppni HM. Það er býsna flókið að útskýra hvers vegna svo mikilvægt það er að vera eitt af liðunum sextán í A-deildinni á næsta ári, frekar en eitt af liðunum sextán í B-deild. Í stuttu máli þá er auðvitað mikilvægt að halda sér í hópi bestu landsliða Evrópu en svo gerir það líka leiðina á HM umtalsvert greiðari. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Fyrirsögnin hér að ofan er kannski ýkt en það má nánast segja að einvígið við Norður-Íra ráði því hvort stelpurnar okkar takist á við ferðalagið til Brasilíu með flugvél eða fleka sem samgöngumáta. Hvernig kemst Ísland beint á HM í Brasilíu? Í undankeppninni á næsta ári komast liðin fjögur sem vinna sinn riðil í A-deild beint á HM. Það er eini möguleikinn til að komast beint á HM úr undankeppninni. Öll hin liðin sem spila í A-deild komast í umspil, svo að bara með því að vinna Norður-Írland er Ísland öruggt um að komast að minnsta kosti í umspil um sæti á HM. Það fara reyndar mjög mörg lið í umspilið eða alls 32. Þar af eru 12 lið úr A-deild, 12 úr B-deild og 8 úr C-deild, en umspilið getur orðið mun „þægilegra“ fyrir lið úr A-deild en B-deild. Hvernig virkar HM-umspilið? HM-umspilið er nokkuð flókið og skiptist í tvo hluta og tvær umferðir, og eitt Evrópulið mun svo meira að segja þurfa að fara enn lengra eða í umspil með liðum úr öðrum heimsálfum. Fyrri umferðin í umspili: Leið eitt: Liðin átta í 2.-3. sæti riðlanna í A-deild spila við liðin sex sem vinna sinn riðil í C-deild og tvö sem ná bestum árangri í 2. sæti í C-deild. Leið tvö: Liðin fjögur sem enda neðst í A-deild og liðin fjögur sem enda efst í B-deild spila við liðin átta sem enda í 2. og 3. sæti í B-deild. Um verður að ræða einvígi þar sem hærra skráða liðið spilar seinni leikinn á heimavelli. Seinni umferðin í umspili: Sigurliðin úr leið eitt í fyrri umferð mæta sigurliðunum úr leið tvö. Sigurliðin í seinni umferðinni komast svo á HM, fyrir utan eitt sem mun þurfa að halda áfram í umspil með liðum úr öðrum heimsálfum. Möguleikinn á að sleppa við bestu liðin Hvað þýðir þetta þá nákvæmlega? Jú, að ef að Ísland vinnur einvígið við Norður-Írland fær liðið möguleika á að komast beint á HM í undankeppninni á næsta ári. Einnig að ef að liðið endar svo í 2.-3. sæti síns riðils í A-deildinni á næsta ári, þá mun liðið ekki þurfa að mæta neinu af tólf bestu liðum Evrópu í umspilinu heldur spila við lið úr C-deild og svo botnlið úr A-deild eða lið úr B-deild, um sæti á HM í Brasilíu. Ef að Ísland tapar hins vegar gegn Norður-Írlandi, eða endar á botni síns riðils í A-deildinni á næstu leiktíð, þá þarf liðið að fara í mun erfiðara umspil þar sem mögulegt úrslitaeinvígi yrði við eitt af sterkustu liðum Evrópu (fyrir utan þau fjögur sem vinna sinn riðil í A-deild).
Landslið kvenna í fótbolta HM 2027 í Brasilíu Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Sjá meira