Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 24. október 2025 14:01 Föstudaginn 17. október 2025 skilaði Fjármála- og efnahagsráðuneytið minnisblaði til Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna svonefnds „bandorms“, frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum í tengslum við fjárlög ársins 2026. Í minnisblaðinu, sem ber heitið Breytingartillaga, er meðal annars fjallað um nánari afmörkun undanþágu dráttarvéla frá vörugjaldi. Í breytingartillögunni er lagt til að þrengja skilgreininguna á því hvað teljist dráttarvél og þannig takmarka undanþáguna. Rökin eru þau að sum fjórhjól sem falla undir vörulið 8701 í tollskrá – dráttarvélar – eigi fremur heima undir vörulið 8703, sem nær til ökutækja gert til fólksflutninga. Með þessu, segir í rökstuðningi ráðuneytisins, sé verið að koma í veg fyrir að tæki njóti undanþágu „að óþörfu“. En hér er mikilvægt að staldra við. Nauðsynlegur búnaður í daglegu bústörfum Í dag eru fjór- og sexhjól orðin nánast jafn nauðsynlegur búnaður á búum landsins og dráttarvélar. Þau eru ekki lúxus eða frístundatæki heldur nauðsynlegur hluti af daglegum störfum bænda. Þau eru notuð við girðingavinnu, ferðir milli útihúsa, eftirlit með landi og ræktun, búfjárrekstur og við smalamennsku – allt verkefni sem krefjast frekar lipurra og léttari tækja en stórra bifreiða eða hefðbundinna dráttarvéla. Það er því vart hægt að halda því fram að þessi tæki njóti undanþágu „að óþörfu“. Þvert á móti eru þau orðin órjúfanlegur hluti af landbúnaði nútímans og tengdum atvinnugreinum. Réttlát skattameðferð mikilvæg Ef fjórhjól eru í raun notuð með sama hætti og dráttarvélar, ætti eðlilega að líta á þau sem minni tæki til landbúnaðarnota og veita þeim sömu skilyrði og dráttarvélum þegar kemur að vörugjöldum. Það er ekkert réttlæti í því að hækka gjöld á búnað sem þjónar sama tilgangi og nýtist í sömu atvinnustarfsemi – aðeins vegna tæknilegrar flokkunar í tollskrá eða geðþótta einstakra embættismanna. Ég tel að frekari skoðun þurfi á þessari tillögu áður en hún verður lögð fram til afgreiðslu. Í þeirri vinnu þarf sérstaklega að horfa til mikilvægi þessara tækja fyrir bændur og landbúnað sem þegar býr við þröngan rekstrargrundvöll. Fjórhjól og sexhjól eru hluti af þróun landbúnaðarins – dráttarvélar framtíðarinnar í mörgum verkum. Þau eiga ekki að lenda undir hærri gjöldum vegna orðalagsbreytingar í lagatexta, heldur njóta sömu virðingar og sá búnaður sem þau hafa í reynd í mörgum tilvikum komið í staðinn fyrir. Höfundur er sveitarstjóri Dalabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarki Þorsteinsson Skattar og tollar Landbúnaður Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Föstudaginn 17. október 2025 skilaði Fjármála- og efnahagsráðuneytið minnisblaði til Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna svonefnds „bandorms“, frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum í tengslum við fjárlög ársins 2026. Í minnisblaðinu, sem ber heitið Breytingartillaga, er meðal annars fjallað um nánari afmörkun undanþágu dráttarvéla frá vörugjaldi. Í breytingartillögunni er lagt til að þrengja skilgreininguna á því hvað teljist dráttarvél og þannig takmarka undanþáguna. Rökin eru þau að sum fjórhjól sem falla undir vörulið 8701 í tollskrá – dráttarvélar – eigi fremur heima undir vörulið 8703, sem nær til ökutækja gert til fólksflutninga. Með þessu, segir í rökstuðningi ráðuneytisins, sé verið að koma í veg fyrir að tæki njóti undanþágu „að óþörfu“. En hér er mikilvægt að staldra við. Nauðsynlegur búnaður í daglegu bústörfum Í dag eru fjór- og sexhjól orðin nánast jafn nauðsynlegur búnaður á búum landsins og dráttarvélar. Þau eru ekki lúxus eða frístundatæki heldur nauðsynlegur hluti af daglegum störfum bænda. Þau eru notuð við girðingavinnu, ferðir milli útihúsa, eftirlit með landi og ræktun, búfjárrekstur og við smalamennsku – allt verkefni sem krefjast frekar lipurra og léttari tækja en stórra bifreiða eða hefðbundinna dráttarvéla. Það er því vart hægt að halda því fram að þessi tæki njóti undanþágu „að óþörfu“. Þvert á móti eru þau orðin órjúfanlegur hluti af landbúnaði nútímans og tengdum atvinnugreinum. Réttlát skattameðferð mikilvæg Ef fjórhjól eru í raun notuð með sama hætti og dráttarvélar, ætti eðlilega að líta á þau sem minni tæki til landbúnaðarnota og veita þeim sömu skilyrði og dráttarvélum þegar kemur að vörugjöldum. Það er ekkert réttlæti í því að hækka gjöld á búnað sem þjónar sama tilgangi og nýtist í sömu atvinnustarfsemi – aðeins vegna tæknilegrar flokkunar í tollskrá eða geðþótta einstakra embættismanna. Ég tel að frekari skoðun þurfi á þessari tillögu áður en hún verður lögð fram til afgreiðslu. Í þeirri vinnu þarf sérstaklega að horfa til mikilvægi þessara tækja fyrir bændur og landbúnað sem þegar býr við þröngan rekstrargrundvöll. Fjórhjól og sexhjól eru hluti af þróun landbúnaðarins – dráttarvélar framtíðarinnar í mörgum verkum. Þau eiga ekki að lenda undir hærri gjöldum vegna orðalagsbreytingar í lagatexta, heldur njóta sömu virðingar og sá búnaður sem þau hafa í reynd í mörgum tilvikum komið í staðinn fyrir. Höfundur er sveitarstjóri Dalabyggðar.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun