Innlent

Bíll fór í sjóinn á Ísa­firði

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Viðbragðsaðilar fóru út í fjörð á bátum.
Viðbragðsaðilar fóru út í fjörð á bátum.

Einn maður var í bíl sem lenti í sjónum við Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði á tíunda tímanum í kvöld. Maðurinn var hífður upp úr sjónum og fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði. Sjúkraflugvél er á leið með manninn til Reykjavíkur. 

Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum, segir að mikið viðbragð hafi verið á vettvangi.

Aðstæður á vettvangi hafi verið góðar og aðgerðin hafi gengið mjög vel. Tildrög slyssins séu ókunn.

Bátar, kafarar, lögregla og sjúkraflutningamenn hafi unnið að því að ná manninum úr bílnum, og áfram verði unnið að því að ná bílnum upp úr.

Upplýsingar um líðan mannsins verði ekki veittar að svo stöddu.

Fréttin hefur verið uppfærð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×