Innlent

Af­nám áminningarskyldu, of­fjölgun álfta og kvennaverkfall

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Hádegisfréttir eru á sínum stað á Bylgjunni. 
Hádegisfréttir eru á sínum stað á Bylgjunni. 

Meirihluti landsmanna vill afnema áminningarskyldu ríkisstarfsmanna, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Í raun eru fleiri ríkisstarfsmenn hlynntir afnáminu heldur en andvígir því. Forseti ASÍ tjáir sig um málið.

Þetta og fleira verður í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þar verður rætt við lögreglu um fjölda fólks sem lagði leið sína í miðborg Reykjavíkur í gær vegna kvennaverkfalls og við skipuleggjendur um næstu skref.

Þá er rætt við oddvita Rangárþings ytra um gríðarlega fjölgun álfta. Oddvitinn vill aðgerðir. Við heyrum líka í ungmennum á Hvolsvelli sem barist hafa fyrir því að fá ærslabelg og aparólu í bæinn.

Þetta og fleira verður í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þar verður rætt við lögreglu um fjölda fólks sem lagði leið sína í miðborg Reykjavíkur í gær vegna kvennaverkfalls og við skipuleggjendur um næstu skref.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×