„Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Hjörvar Ólafsson skrifar 25. október 2025 17:29 Magnús Már Einarsson þakkar stuðningsmönnum Aftureldingar fyrir stuðninginn. Vísir/Anton Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var svekktur en stoltur af leikmönnum sínum fyrir frammistöðu þeirra á keppnistímabilinu þrátt fyrir að fall úr efstu deild sé staðraynd hjá Mosfellingum. „Ég er svekktur með að hafa ekki náð í sigur í þessum leik og að 27 stig dugi ekki til þess að halda sæti okkar í efstu deild. Það að ná í stig að meðaltali í efstu deild hefur oftar en ekki dugað en við gerðum ekki nóg til þess að vera áfram í deild þeirra bestu því miður,“ sagði Magnús Már eftir 1-0 tap Aftureldingar gegn ÍA í lokaumferð Bestu-deildar karla í fótbolta í Akraneshöllinni í dag. „Við náum í janftefli eða sigum 10 af 11 andstæðingum og sýndum það svo sannarlega að við erum samkeppnishæfir á meðal bestu liða landsins. Það eru hins vegar of mörg jafntefli og að við náum ekki að sigla sigrum í höfn í jöfnum leikjum eins og þessum sem verður okkur að falli,“ sagði Magnús enn fremur. „Nú þurfum við bara að byggja ofan á því sem við höfum verið að gera undanfarin ár og passa upp á að við tökum tvö skref fram á við eftir að hafa tekið eitt skref til baka. Við höfum komið okkur á þann stall að vera á meðal 15 bestu liða landssins og stefnum á að fara beint upp aftur,“ sagði hann um framhaldið. „Fótboltinn er kominn á flottan stað í Mosfellsbænum og framtíðin er björt. Heimaleikir okkar í sumar hafa verið stærstu viðburðir bæjarins og vonandi styrkja bæjaryfirvöld enn frekar við okkur á næstunni. Það er verið að bæta aðstöðuna hjá okkur og við þurfum að spýta í lófana bæði innan vallar sem utan til þess að halda áfram að færa okkur skref framar,“ sagði þjálfarinn. Samningur Magnúsar Más við Aftureldingu er að renna út en honum þykir líklegt að hann haldi áfram í brúnni í Mosfellsbænum: „Ég hef bara ekki leitt hugann að framtíðinni, ég var með fulla einbeitingu og hugann við það að freista þess að vinna sigur hérna í dag. Á næstu dögum munum við setjast niður og ég fer jákvæður inn í þær viðræður og finnst líklegt að ég haldi áfram þjálfun liðsins,“ sagði Magnús um stöðu sína. Besta deild karla Afturelding Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
„Ég er svekktur með að hafa ekki náð í sigur í þessum leik og að 27 stig dugi ekki til þess að halda sæti okkar í efstu deild. Það að ná í stig að meðaltali í efstu deild hefur oftar en ekki dugað en við gerðum ekki nóg til þess að vera áfram í deild þeirra bestu því miður,“ sagði Magnús Már eftir 1-0 tap Aftureldingar gegn ÍA í lokaumferð Bestu-deildar karla í fótbolta í Akraneshöllinni í dag. „Við náum í janftefli eða sigum 10 af 11 andstæðingum og sýndum það svo sannarlega að við erum samkeppnishæfir á meðal bestu liða landsins. Það eru hins vegar of mörg jafntefli og að við náum ekki að sigla sigrum í höfn í jöfnum leikjum eins og þessum sem verður okkur að falli,“ sagði Magnús enn fremur. „Nú þurfum við bara að byggja ofan á því sem við höfum verið að gera undanfarin ár og passa upp á að við tökum tvö skref fram á við eftir að hafa tekið eitt skref til baka. Við höfum komið okkur á þann stall að vera á meðal 15 bestu liða landssins og stefnum á að fara beint upp aftur,“ sagði hann um framhaldið. „Fótboltinn er kominn á flottan stað í Mosfellsbænum og framtíðin er björt. Heimaleikir okkar í sumar hafa verið stærstu viðburðir bæjarins og vonandi styrkja bæjaryfirvöld enn frekar við okkur á næstunni. Það er verið að bæta aðstöðuna hjá okkur og við þurfum að spýta í lófana bæði innan vallar sem utan til þess að halda áfram að færa okkur skref framar,“ sagði þjálfarinn. Samningur Magnúsar Más við Aftureldingu er að renna út en honum þykir líklegt að hann haldi áfram í brúnni í Mosfellsbænum: „Ég hef bara ekki leitt hugann að framtíðinni, ég var með fulla einbeitingu og hugann við það að freista þess að vinna sigur hérna í dag. Á næstu dögum munum við setjast niður og ég fer jákvæður inn í þær viðræður og finnst líklegt að ég haldi áfram þjálfun liðsins,“ sagði Magnús um stöðu sína.
Besta deild karla Afturelding Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira