Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. október 2025 23:00 Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, segir að Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum á meðan bjór sé seldur á leikjum annarra félaga sem og á landsleikjum. Vísir/Samsett Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, segir engann bjór hafa verið seldann á leik Víkings og Vals í lokaumferð Bestu-deildar karla í dag. Víkingar buðu til meistaraveislu á heimavelli sínum í dag þegar liðið tók á móti Val í lokaumferð Bestu-deildar karla. Víkingar höfðu þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn og voru formlega krýndir Íslandsmeistarar í leikslok, eftir 2-0 sigur gegn Valsmönnum. Eins og gefur að skilja var mikil stemning í Víkinni í kvöld. Stuðningsfólk Víkings var mætt löngu fyrir leik til að tryggja sér góð sæti til að fylgjast með sínum mönnum lyfta Íslandsmeistaraskyldinum góða. Nú í kvöld var svo greint frá því hér á Vísi að lögreglan hafi þurft að skerast í leikinn og stöðva bjórsölu sem fram fór á leiknum. Dæmi eru um að sum íþróttafélög hafi selt áfengi án þess að hafa til þess viðeigandi leyfi og umræðan um áfengissölu á íþróttaviðburðum hefur mikið verið milli tannana á fólki í sumar. Bjórinn frír en frjáls framlög þegin Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, segir þó að enginn bjór hafi verið til sölu á leiknum. Hann segir þó að félagið hafi boðið upp á gefins bjór og að fólki hafi boðist að styrkja félagið með frjálsum framlögum. Hann, og aðrir innan Víkings, hafi talið að það væri í lagi. Hann staðfestir einnig að lögreglan hafi mætt og stöðvað „bjórsöluna“. „Já lögreglan mætti og stoppaði þetta. En ég get sagt þér að það var engin bjórsala. Við vorum að gefa bjór,“ sagði Heimir þegar Vísir náði tali af honum fyrr í kvöld. „Við töldum að það væri í lagi og svo var hverjum kúnna boðið að styrkja félagið. Ætli það hafi ekki svona 70 prósent kúnna ákveðið að styrkja félagið, en fullt af fólki fékk þetta bara frítt,“ bætti heimir við. „Það var ekkert vesen. Það er bara leiðinlegt hvernig þetta fór og við hættum um leið og lögreglan mætti og bað okkur um að hætta.“ Búast má við að fögnuður Víkinga vari eitthvað fram eftir nóttu.Vísir/Anton Brink Dökkur blettur á annars frábæran dag Eins og við var að búast hefur verið mikil hátíð hjá Víkingum í dag og í kvöld og búast má við því að fagnaðarlætin standi eitthvað fram eftir nóttu. Heimir segir þó að þetta atvik hafi sett dökkan blett á annars frábæran dag og bætir við að hann persónulega hafi verið ákærður fyrir bjórsöluna og sé nú með stöðu sakbornings. „Eins og ég segi þá er bara leiðinlegt hvernig þetta fór og leiðinlegt að vera ákærður. Nú er ég með stöðu sakbornings og þetta setti dökkan blett á annars frábæran dag.“ Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Að lokum segir Heimir að það skjóti skökku við að mörg önnur félög í Bestu-deildinni hafi fengið leyfi til að selja áfengi á heimaleikjum sínum. Hann segir önnur félög oft hafa fengið leyfi samdægurs og að það sé Reykjavíkurborg sem standi í vegi fyrir Víkingum, ekki lögreglan. „Reykjavíkurborg stendur í vegi fyrir okkur í þessu, ekki lögreglan. Ég veit um dæmi þar sem Stjarnan, Breiðablik, FH og fleiri félög hafi fengið leyfi samdægurs til að selja áfengi á sínum leikjum, en það hefur ekki verið staðan þegar kemur að okkur,“ sagði Heimir. „Við höfum alltaf sótt um þessi leyfi og reynt að gera þetta eftir réttum leiðum, en borgin vill ekki gefa okkur þetta leyfi. Mér finnst það skjóta skökku við að KSÍ fái leyfi til að selja áfengi á landsleikjum í Laugardalnum, en á sama tíma stendur Reykjavíkurborg í vegi fyrir okkur,“ sagði Heimir að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Áfengi í íþróttastarfi Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Marseille - Liverpool | Salah er í byrjunarliðinu Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Sjá meira
Víkingar buðu til meistaraveislu á heimavelli sínum í dag þegar liðið tók á móti Val í lokaumferð Bestu-deildar karla. Víkingar höfðu þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn og voru formlega krýndir Íslandsmeistarar í leikslok, eftir 2-0 sigur gegn Valsmönnum. Eins og gefur að skilja var mikil stemning í Víkinni í kvöld. Stuðningsfólk Víkings var mætt löngu fyrir leik til að tryggja sér góð sæti til að fylgjast með sínum mönnum lyfta Íslandsmeistaraskyldinum góða. Nú í kvöld var svo greint frá því hér á Vísi að lögreglan hafi þurft að skerast í leikinn og stöðva bjórsölu sem fram fór á leiknum. Dæmi eru um að sum íþróttafélög hafi selt áfengi án þess að hafa til þess viðeigandi leyfi og umræðan um áfengissölu á íþróttaviðburðum hefur mikið verið milli tannana á fólki í sumar. Bjórinn frír en frjáls framlög þegin Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, segir þó að enginn bjór hafi verið til sölu á leiknum. Hann segir þó að félagið hafi boðið upp á gefins bjór og að fólki hafi boðist að styrkja félagið með frjálsum framlögum. Hann, og aðrir innan Víkings, hafi talið að það væri í lagi. Hann staðfestir einnig að lögreglan hafi mætt og stöðvað „bjórsöluna“. „Já lögreglan mætti og stoppaði þetta. En ég get sagt þér að það var engin bjórsala. Við vorum að gefa bjór,“ sagði Heimir þegar Vísir náði tali af honum fyrr í kvöld. „Við töldum að það væri í lagi og svo var hverjum kúnna boðið að styrkja félagið. Ætli það hafi ekki svona 70 prósent kúnna ákveðið að styrkja félagið, en fullt af fólki fékk þetta bara frítt,“ bætti heimir við. „Það var ekkert vesen. Það er bara leiðinlegt hvernig þetta fór og við hættum um leið og lögreglan mætti og bað okkur um að hætta.“ Búast má við að fögnuður Víkinga vari eitthvað fram eftir nóttu.Vísir/Anton Brink Dökkur blettur á annars frábæran dag Eins og við var að búast hefur verið mikil hátíð hjá Víkingum í dag og í kvöld og búast má við því að fagnaðarlætin standi eitthvað fram eftir nóttu. Heimir segir þó að þetta atvik hafi sett dökkan blett á annars frábæran dag og bætir við að hann persónulega hafi verið ákærður fyrir bjórsöluna og sé nú með stöðu sakbornings. „Eins og ég segi þá er bara leiðinlegt hvernig þetta fór og leiðinlegt að vera ákærður. Nú er ég með stöðu sakbornings og þetta setti dökkan blett á annars frábæran dag.“ Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Að lokum segir Heimir að það skjóti skökku við að mörg önnur félög í Bestu-deildinni hafi fengið leyfi til að selja áfengi á heimaleikjum sínum. Hann segir önnur félög oft hafa fengið leyfi samdægurs og að það sé Reykjavíkurborg sem standi í vegi fyrir Víkingum, ekki lögreglan. „Reykjavíkurborg stendur í vegi fyrir okkur í þessu, ekki lögreglan. Ég veit um dæmi þar sem Stjarnan, Breiðablik, FH og fleiri félög hafi fengið leyfi samdægurs til að selja áfengi á sínum leikjum, en það hefur ekki verið staðan þegar kemur að okkur,“ sagði Heimir. „Við höfum alltaf sótt um þessi leyfi og reynt að gera þetta eftir réttum leiðum, en borgin vill ekki gefa okkur þetta leyfi. Mér finnst það skjóta skökku við að KSÍ fái leyfi til að selja áfengi á landsleikjum í Laugardalnum, en á sama tíma stendur Reykjavíkurborg í vegi fyrir okkur,“ sagði Heimir að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Áfengi í íþróttastarfi Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Marseille - Liverpool | Salah er í byrjunarliðinu Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Sjá meira