Innlent

Sendi­ferða­bíll í ljósum logum á Reykja­nes­braut

Agnar Már Másson skrifar
Bíllinn stóð í ljósum logum.
Bíllinn stóð í ljósum logum. Aðsend

Sendiferðabíll stóð í ljósum logum á Reykjanesbrautinni upp úr hádegi í dag. Ökumaðurinn og farþegi rétt sluppu og engan sakaði. Ekki tók langan tíma fyrir eldinn að gleypa ökutækið.

„Þetta var nú bara rétt fyrir ofan stöðina hjá okkur,“ segir Pétur Óli Pétursson, aðstoðarvarðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, í samtali við Vísi.

Hann segir að ökumaðurinn og farþeginn hafi rétt sloppið. „Þeir hafa bara rétt komist út.“

Loka þurfti Reykjanesbrautinni í skamman tíma vegna brunans en um er að ræða næstsíðasta vegakaflann að Keflavíkurflugvelli. 

Pétur segir að eldurinn hafi á skömmum tíma gleypt bílinn.

Í raun furðar Pétur sig á því hve algengir bílbrunar eru orðnir, hann áttar sig þó ekki á því hvers vegna það kunni að vera. „Það er alveg galið hvað er farið að kvikna mikið í bílum,“ segir aðstoðarvarðstjórinn.

Stefán S. Jónsson Grindvíkingur fangaði brunann á myndbandi en þar má heyra mikinn hvell þegar dekk virðast undir bílnum.

Stefán segist hafa staldrað við þegar hann átti leið fram hjá bílnum, sem var þó ekki orðinn alelda þegar hann bar að garði, heldur hafi aðeins rokið upp úr honum.

Á örskömmum tíma hafi þessi smái reykur ó orðið að ljósum logum. „Ég var varla búinn að sleppa orðinu,“ segir Stefán við Vísi en hann segir að atvikið hafi átt sér stað um klukkan 14.27 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×