Fótbolti

Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Bournemouth v Nottingham Forest - Premier League BOURNEMOUTH, ENGLAND - OCTOBER 26: Marcus Tavernier of AFC Bournemouth celebrates scoring his team's first goal with teammates (L-R) Justin Kluivert, Alex Scott and Daniel Adu-Adjei during the Premier League match between Bournemouth and Nottingham Forest at Vitality Stadium on October 26, 2025 in Bournemouth, England. (Photo by Eddie Keogh/Getty Images)
Bournemouth v Nottingham Forest - Premier League BOURNEMOUTH, ENGLAND - OCTOBER 26: Marcus Tavernier of AFC Bournemouth celebrates scoring his team's first goal with teammates (L-R) Justin Kluivert, Alex Scott and Daniel Adu-Adjei during the Premier League match between Bournemouth and Nottingham Forest at Vitality Stadium on October 26, 2025 in Bournemouth, England. (Photo by Eddie Keogh/Getty Images)

Bournemouth heldur ótrúlegu gengi sínu áfram í ensku úrvalsdeildinni og nýliðar Burnley nældu í dramatískan sigur gegn lánlausum Úlfum.

Bournemouth vann sterkan 2-0 sigur er liðið tók á móti Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í dag. Marcus Tavernier skoraði beint úr hornspyrnu fyrir liðið áður en Eli Junior Kroupi tryggði liðinu sigurinn.

Niðurstaðan 2-0 sigur Bournemouth sem situr nú í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 18 stig eftir níu leiki, en Nottingham Forest situr í 18. sæti með fimm stig.

Þá bauð viðureign Wolves og Burnley upp á gríðarlega dramatík á sama tíma.

Gestirnir í Burnley komust í 0-2 með tveimur mörkum frá Zian Flemming áður en Jörgen Strand-Larsen og Marshall Munetsi sáu til þess að staðan var jöfn í hálfleik.

Það var svo ekki fyrr en að komið var tæpar fimm mínútur fram yfir venjulegan leiktíma að úrslitin réðust þegar Lyle Foster kom boltanum í netið fyrir gestina og niðurstaðan því 2-3 sigur Burnley.

Nýliðar Burnley sitja nú í 16. sæti deildarinnar með tíu stig, en Wolves er enn á botninum með aðeins tvö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×