Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Árni Sæberg skrifar 27. október 2025 15:48 Enginn fær verðtryggt lán hjá Arion banka þessa stundina en unnið er að lausn. Vísir/Vilhelm Búast má við því að Hæstiréttur kveði upp dóm í máli tveggja lántaka á hendur Arion banka, vegna skilmála í samningi um verðtryggt lán á breytilegum vöxtum, í desember. Bankinn hefur sett veitingu verðtryggðra lána á ís en boðar frekari viðbrögð við dómi Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða, áður en dómur gengur í desember. Arion banki, Landsbankinn og minnst þrír lífeyrissjóðir hafa takmarkað afgreiðslu nýrra íbúðalána í kjölfar dóms Hæstaréttar þar sem ákveðnir lánaskilmálar Íslandsbanka voru dæmdir ólögmætir. Þeir skilmálar sneru að breytilegum vöktum óverðtryggðra lána og niðurstaðan var sú að óheimilt hafi verið að breyta þeim í takti við annað en stýrivexti Seðlabanka Íslands. Málflutningur 17. nóvember Þrjú önnur mál sem varða skilmála bankanna bíða afgreiðslu Hæstaréttar en það næsta á dagskrá réttarins er mál neytenda á hendur Arion banka. Á vef Hæstaréttar má sjá að málflutningur er á dagskrá þann 17. nóvember næstkomandi. Samkvæmt lögum um meðferð einkamála skal kveða upp dóm eigi síðar en fjórum vikum eftir málflutning, ellegar skuli flytja mál á ný. Einkar óvanalegt er að Hæstiréttur fari umfram fjórar vikurnar og sömu sögu er af því að rétturinn kveði upp dóma innan fjögurra vikna. Því má reikna með því að dómur verði kveðinn upp í málinu þann 15. desember næstkomandi. Veitir betri mynd af stöðunni Sem áður segir varðar málið skilmála verðtryggðs láns en lánið í máli neytenda á hendur Íslandsbanka var óverðtryggt. Þar var niðurstaðan sú að ekki mætti miða breytingar vaxta við annað en breytingar á stýrivöxtum Seðlabankans. Enn er uppi óvissa um stöðu breytilegra vaxta verðtryggðra lána en ljóst má telja að þeir verði ekki bundnir stýrivöxtum. Því mun dómur Hæstaréttar, og hinir tveir dómarnir í kjölfarið, varpa frekara ljósi á það hvernig skilmálar í lánasamningum mega vera úr garði gerðir. Bankinn vinnur að bráðabirgðalausn Arion banki tilkynnti skömmu eftir uppkvaðningu dóms Hæstaréttar í málinu á hendur Íslandsbanka að hann hefði gert hlé á veitingu verðtryggðra lána. Í tilkynningu Arion bnka þess efnis sagði að skilmálar íbúðalána bankans með breytilega vexti væru ólíkir þeim sem voru dæmdir ólögmætir í máli Íslandsbanka. Óháð því myndi dómstólinn síðar taka fyrir mál sem snúi að láni Arion banka með breytilegum verðtryggðum vöxtum. Landsréttur hefði dæmt bankanum í vil í febrúar en óvissa ríkti um lögmæti vaxtabreytingarskilmála verðtryggðra lána á meðan beðið er niðurstöðu Hæstaréttar í málinu gegn Arion. Bankinn ætlar þrátt fyrir það ekki að sitja auðum fram að uppkvaðningu dóms Hæstaréttar í desember. „Þegar kemur að verðtryggðum íbúðalánum þá erum við að leita leiða til að bjóða einhvers konar bráðabirgðalausn fyrir fasteignakaupendur þar til Hæstiréttur fellir sinn dóm í desember. Staðan er nokkuð snúin en vonir okkar standa til þess að þetta skýrist á næstu dögum frekar en vikum,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka, í svari við fyrirspurn Vísis. Arion banki Fjármálafyrirtæki Lánamál Vaxtamálið Efnahagsmál Húsnæðismál Íslandsbanki Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Arion banki, Landsbankinn og minnst þrír lífeyrissjóðir hafa takmarkað afgreiðslu nýrra íbúðalána í kjölfar dóms Hæstaréttar þar sem ákveðnir lánaskilmálar Íslandsbanka voru dæmdir ólögmætir. Þeir skilmálar sneru að breytilegum vöktum óverðtryggðra lána og niðurstaðan var sú að óheimilt hafi verið að breyta þeim í takti við annað en stýrivexti Seðlabanka Íslands. Málflutningur 17. nóvember Þrjú önnur mál sem varða skilmála bankanna bíða afgreiðslu Hæstaréttar en það næsta á dagskrá réttarins er mál neytenda á hendur Arion banka. Á vef Hæstaréttar má sjá að málflutningur er á dagskrá þann 17. nóvember næstkomandi. Samkvæmt lögum um meðferð einkamála skal kveða upp dóm eigi síðar en fjórum vikum eftir málflutning, ellegar skuli flytja mál á ný. Einkar óvanalegt er að Hæstiréttur fari umfram fjórar vikurnar og sömu sögu er af því að rétturinn kveði upp dóma innan fjögurra vikna. Því má reikna með því að dómur verði kveðinn upp í málinu þann 15. desember næstkomandi. Veitir betri mynd af stöðunni Sem áður segir varðar málið skilmála verðtryggðs láns en lánið í máli neytenda á hendur Íslandsbanka var óverðtryggt. Þar var niðurstaðan sú að ekki mætti miða breytingar vaxta við annað en breytingar á stýrivöxtum Seðlabankans. Enn er uppi óvissa um stöðu breytilegra vaxta verðtryggðra lána en ljóst má telja að þeir verði ekki bundnir stýrivöxtum. Því mun dómur Hæstaréttar, og hinir tveir dómarnir í kjölfarið, varpa frekara ljósi á það hvernig skilmálar í lánasamningum mega vera úr garði gerðir. Bankinn vinnur að bráðabirgðalausn Arion banki tilkynnti skömmu eftir uppkvaðningu dóms Hæstaréttar í málinu á hendur Íslandsbanka að hann hefði gert hlé á veitingu verðtryggðra lána. Í tilkynningu Arion bnka þess efnis sagði að skilmálar íbúðalána bankans með breytilega vexti væru ólíkir þeim sem voru dæmdir ólögmætir í máli Íslandsbanka. Óháð því myndi dómstólinn síðar taka fyrir mál sem snúi að láni Arion banka með breytilegum verðtryggðum vöxtum. Landsréttur hefði dæmt bankanum í vil í febrúar en óvissa ríkti um lögmæti vaxtabreytingarskilmála verðtryggðra lána á meðan beðið er niðurstöðu Hæstaréttar í málinu gegn Arion. Bankinn ætlar þrátt fyrir það ekki að sitja auðum fram að uppkvaðningu dóms Hæstaréttar í desember. „Þegar kemur að verðtryggðum íbúðalánum þá erum við að leita leiða til að bjóða einhvers konar bráðabirgðalausn fyrir fasteignakaupendur þar til Hæstiréttur fellir sinn dóm í desember. Staðan er nokkuð snúin en vonir okkar standa til þess að þetta skýrist á næstu dögum frekar en vikum,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka, í svari við fyrirspurn Vísis.
Arion banki Fjármálafyrirtæki Lánamál Vaxtamálið Efnahagsmál Húsnæðismál Íslandsbanki Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira