Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2025 08:32 Lutz Pfannenstiel er mikil týpa og mikill ævintýramaður. Getty/Bill Barrett Lutz Pfannenstiel átti litríkan feril sem knattspyrnuleikmaður en nú er hann tekinn við starfi íþróttastjóra hjá Íslendingaliði í Skotlandi. Pfannenstiel er nýr íþróttastjóri Aberdeen en með liðinu spilar íslenski miðjumaðurinn Kjartan Már Kjartansson sem kom þangað frá Stjörnunni í sumar. Breska ríkisútvarpið segir frá ráðningu Pfannenstiel og rifjar upp skrautlegar sögur af honum. Player who ‘died’ and once was jailed in Singapore joins club as sporting director https://t.co/25gJ8ikWVl pic.twitter.com/t0r50EHh5u— The Independent (@Independent) October 27, 2025 Þessi 52 ára gamli Þjóðverji eyddi 101 degi í fangelsi í Singapúr, var sakaður um hagræðingu úrslita og vann sem fyrirsæta hjá Armani svo eitthvað sé nefnt. 25 félög í 13 löndum Pfannenstiel var þekktur sem „markvörður heimsins“ eftir að hafa spilað með 25 félögum í þrettán löndum. Hann varð fyrsti atvinnumaðurinn til að spila fyrir félög í öllum sex álfunum eftir að hafa hafnað samningi við Bayern München nítján ára gamall til að ferðast um heiminn. Nú fer hann í þetta stóra starf hjá Aberdeen á sama tíma og heitt er undir knattspyrnustjóranum Jimmy Thelin eftir aðeins þrjá sigra í fimmtán leikjum á þessu tímabili. Formaðurinn Dave Cormack vonast til að nýta sér „víðtæka þjálfunar-, njósnara-, þróunar- og leiðtogaþekkingu Pfannenstiels sem hann hefur aflað sér í mismunandi hlutverkum og menningu“. Sönn fótboltasál Pfannenstiel, sem mun bera ábyrgð á öllum sviðum fótboltans og frammistöðu, hlakkar til að ganga til liðs við félag með „ríka hefð, sögulega sögu og sanna fótboltasál“, frá og með 10. nóvember. „Eftir að hafa eytt tíma í að kynnast félaginu undanfarin tvö ár erfi ég mjög sterka innviði og starfsfólk,“ sagði hann. Pfannenstiel mun hafa lagt fram litríka ferilskrá fyrir skoska úrvalsdeildarfélagið. Meðal félaga sem hann spilaði með sem leikmaður voru Nottingham Forest, Wimbledon, Huddersfield Town og Vancouver Whitecaps. Skortur á sönnunargögnum Þegar hann spilaði fyrir Geyland United í Singapúr árið 2001 var hann fangelsaður eftir að hafa verið sakaður um að hagræða úrslitum leikja en var látinn laus vegna skorts á sönnunargögnum. Hann var lánaður til Bradford Park Avenue og var þrisvar sinnum lýstur látinn á vellinum eftir að lungu hans féllu saman eftir árekstur í leik. Geymdi hana í baðkarinu Á meðan hann var á Nýja-Sjálandi rændi hann mörgæs og geymdi hana í baðkarinu sínu, en sendi hana svo til baka þegar forseti Otago United varaði hann við því að hann gæti átt yfir höfði sér brottvísun úr landi ef hann yrði gripinn. Já, Pfannenstiel hefur víðtæka reynslu af ótrúlegustu hlutum og nú er að sjá hvort hann geti hjálpað Aberdeen upp úr þessari lægð. We are delighted to announce Lutz Pfannenstiel as our new Sporting Director.Everyone at Aberdeen FC looks forward to welcoming Lutz to the North-east when he officially starts with the Dons next month. // https://t.co/JcMF86WSO0 pic.twitter.com/GP7tD2fiCD— Aberdeen FC (@AberdeenFC) October 27, 2025 Skoski boltinn Mest lesið Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
Pfannenstiel er nýr íþróttastjóri Aberdeen en með liðinu spilar íslenski miðjumaðurinn Kjartan Már Kjartansson sem kom þangað frá Stjörnunni í sumar. Breska ríkisútvarpið segir frá ráðningu Pfannenstiel og rifjar upp skrautlegar sögur af honum. Player who ‘died’ and once was jailed in Singapore joins club as sporting director https://t.co/25gJ8ikWVl pic.twitter.com/t0r50EHh5u— The Independent (@Independent) October 27, 2025 Þessi 52 ára gamli Þjóðverji eyddi 101 degi í fangelsi í Singapúr, var sakaður um hagræðingu úrslita og vann sem fyrirsæta hjá Armani svo eitthvað sé nefnt. 25 félög í 13 löndum Pfannenstiel var þekktur sem „markvörður heimsins“ eftir að hafa spilað með 25 félögum í þrettán löndum. Hann varð fyrsti atvinnumaðurinn til að spila fyrir félög í öllum sex álfunum eftir að hafa hafnað samningi við Bayern München nítján ára gamall til að ferðast um heiminn. Nú fer hann í þetta stóra starf hjá Aberdeen á sama tíma og heitt er undir knattspyrnustjóranum Jimmy Thelin eftir aðeins þrjá sigra í fimmtán leikjum á þessu tímabili. Formaðurinn Dave Cormack vonast til að nýta sér „víðtæka þjálfunar-, njósnara-, þróunar- og leiðtogaþekkingu Pfannenstiels sem hann hefur aflað sér í mismunandi hlutverkum og menningu“. Sönn fótboltasál Pfannenstiel, sem mun bera ábyrgð á öllum sviðum fótboltans og frammistöðu, hlakkar til að ganga til liðs við félag með „ríka hefð, sögulega sögu og sanna fótboltasál“, frá og með 10. nóvember. „Eftir að hafa eytt tíma í að kynnast félaginu undanfarin tvö ár erfi ég mjög sterka innviði og starfsfólk,“ sagði hann. Pfannenstiel mun hafa lagt fram litríka ferilskrá fyrir skoska úrvalsdeildarfélagið. Meðal félaga sem hann spilaði með sem leikmaður voru Nottingham Forest, Wimbledon, Huddersfield Town og Vancouver Whitecaps. Skortur á sönnunargögnum Þegar hann spilaði fyrir Geyland United í Singapúr árið 2001 var hann fangelsaður eftir að hafa verið sakaður um að hagræða úrslitum leikja en var látinn laus vegna skorts á sönnunargögnum. Hann var lánaður til Bradford Park Avenue og var þrisvar sinnum lýstur látinn á vellinum eftir að lungu hans féllu saman eftir árekstur í leik. Geymdi hana í baðkarinu Á meðan hann var á Nýja-Sjálandi rændi hann mörgæs og geymdi hana í baðkarinu sínu, en sendi hana svo til baka þegar forseti Otago United varaði hann við því að hann gæti átt yfir höfði sér brottvísun úr landi ef hann yrði gripinn. Já, Pfannenstiel hefur víðtæka reynslu af ótrúlegustu hlutum og nú er að sjá hvort hann geti hjálpað Aberdeen upp úr þessari lægð. We are delighted to announce Lutz Pfannenstiel as our new Sporting Director.Everyone at Aberdeen FC looks forward to welcoming Lutz to the North-east when he officially starts with the Dons next month. // https://t.co/JcMF86WSO0 pic.twitter.com/GP7tD2fiCD— Aberdeen FC (@AberdeenFC) October 27, 2025
Skoski boltinn Mest lesið Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira