Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Kolbeinn Tumi Daðason og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 28. október 2025 11:11 Mikill snjór er á suðvesturhorninu. ISavia Mikil röskun hefur orðið á flugferðum frá landinu í morgun vegna snjókomu. Mikill fjöldi farþega er löngu kominn um borð í flugvélina og bíður tímunum saman eftir brottför. Flugrekstrarstjóri segir aðstæður afar krefjandi á Keflavíkurflugvelli. Unnið sé að því að koma vélum í loftið en öryggi sé númer eitt, tvö og þrjú. Búið er að aflýsa um ellefu flugum Icelandair í dag. Á vef Isavia má sjá að frá því á miðnætti hafa aðeins fjórar vélar farið í loftið. Fjöldi véla er enn á jörðinni en þó hefur hliði verið lokað. Í mörgum tilfellum er búið að fylla vélarnar af fólki. Flugvélar Icelandair sem áttu að fara í loftið klukkan 7:30 í morgun eru nú margar hverjar á áætlun 11:30. Óvíst er hvort sá tími komi til með að standast. Flest flugin eru enn á áætlun en þó má sjá að til dæmis er búið að færa flug Neos til Tenerife sem átti að fara klukkan níu í morgun til klukkan 23 í kvöld. Isavia hvetur ferðalanga til að mæta tímanlega á Keflavíkurflugvöll vegna umferðarerfiðleika á Reykjanesbrautinni sökum snjókomunnar. Krefjandi aðstæður „Þetta er erfiður dagur, það er óhætt að segja það,“ segir Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugrekstrarstjóri hjá Icelandair. Um þúsund farþegar flugfélagsins eru fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli og hafa ekki komist af stað. Sumir farþeganna hafa beðið í allt að fjórar klukkustundir. „Aðstæður eru vægast sagt mjög krefjandi í dag,“ segir hann og að þó svo að það hafi verið búið að spá snjókomu sé staðan töluvert verri en gert hafði verið ráð fyrir. Það kyni niður snjó í Keflavík og aðstæður erfiðar á flugvellinum. Hann segir unnið að því að koma vélum í loftið. Fimm vélar hafi komist af stað í morgun en enn sitji fimmtán til tuttugu vélar fastar og bíði eftir afísingu eða að komast frá hliði. Hann segir að gera megi ráð fyrir að farþegar sem sitji fastir séu yfir þúsund þó að hann sé ekki með nákvæma tölu. Hann segist ekki viss hversu lengi farþegar hafi beðið. Áhafnir hafi í einhverjum tilfellum átt erfitt með að komast á völlinn og það hafi haft áhrif. Guðmundur Tómas Sigurðsson er flugrekstrarstjóri hjá IcelandairVísir Hann segir fara nokkuð vel um farþega og áhafnir geri sitt besta til að sinna þeim og veita þeim upplýsingar. Hann segir að aðstæður verði metnar versni staðan og í versta falli komi þá til frekari seinkanna. Erfitt að tryggja aðstæður Hann segir Icelandir ágætlega í stakk búinn til að takast á við svona aðstæður. Afísing taki tíma en það sem helst tefji sé sköfun akbrauta á vellinum. Svo mikill snjór hafi áhrif á bremsuskilyrði og öryggi sé í fyrirrrúmi hjá öllum og það verði að tryggja það fyrst. „Það gengur erfiðlega að tryggja viðunandi aðstæður.“ Guðmundur Tómas hvetur alla sem eiga leið til Keflavíkurflugvallar til að fara varlega, fylgjast með tilkynningum og veðurspá og meta aðstæður vel áður en lagt er af stað. Ástandið verði viðvarandi út daginn. „Við eigum von á því að þetta gæti versnað áður en það byrjar að lagast.“ Hann segir öryggið skipta mestu í þessu samhengi. „Við förum ekki í aðstæður sem við treystum ekki áhöfnum og farþegum í. Það er leiðinlegt að farþegar þurfi að sitja og bíða en þetta er víst það sem fylgir þessu alveg sama hvar þessar aðstæður koma upp í heiminum.“ Farþegar hvattir til að gefa sér góðan tíma „Við á Keflavíkurflugvelli höfum virkað veðuraðgerðarstjórn hjá okkur vegna veðuraðstæðna í morgun og eigum fund með öllum rekstraraðilum vallarins á eftir. Þetta hafa verið krefjandi veðurskilyrði í morgun, en þrátt fyrir það hefur gengið vel að halda flugbrautum, akbrautum og stæðum opnum. Afísing hefur að mestu gengið vel, en veðrið í morgun hefur verið erfitt fyrir slíka vinnu og því hafa orðið nokkrar tafir sem hafa haft áhrif á brottfarartíma véla,“ segir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia. „Það er ljóst að seinkanir í morgun munu hafa áhrif á flugáætlanir flugfélaganna fram eftir degi. Við hvetjum því farþega til að fylgjast vel með upplýsingum frá sínum flugfélögum eða á vef Keflavíkurflugvallar. Einnig er mikilvægt að farþegar gefi sér góðan tíma til að komast út á flugvöll, fylgist með veðurspám og færð á vegum — sérstaklega á Reykjanesbraut.“ Staðan töluvert verri og flugum aflýst „Staðan núna rétt fyrir hádegi hefur versnað frá því sem var í morgun. Hita- og rakastig hefur breyst þannig það er komin meiri bleyta í snjóinn eða úrkomuna frá því morgun,“ segir hann og að þannig snjó sé erfiðara að eiga við. Aðstæður í Keflavík hafi versnað til muna og erfitt sé að halda akbrautum opnum og sinna afísingu. Þess vegna aflýsi Icelandir hluta þeirra fluga sem áttu að fara af stað í dag. Unnið sé að því að koma lengri flugum til Suður-Evrópu, til dæmis Tenerife, út og þau séu ekki búin að gefast upp. „Það er alveg ljóst að miðað við aðstæður þá munum við ekki geta haldið uppi þeim fjölda brottfara sem var áætlaður.“ Öll nýjustu tíðindi má lesa í vaktinni. Ertu um borð í flugvél á Keflavíkurflugvelli? Er biðin löng? Sendu okkur fréttaskot ef við megum heyra í þér. Veður Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Sjá meira
Á vef Isavia má sjá að frá því á miðnætti hafa aðeins fjórar vélar farið í loftið. Fjöldi véla er enn á jörðinni en þó hefur hliði verið lokað. Í mörgum tilfellum er búið að fylla vélarnar af fólki. Flugvélar Icelandair sem áttu að fara í loftið klukkan 7:30 í morgun eru nú margar hverjar á áætlun 11:30. Óvíst er hvort sá tími komi til með að standast. Flest flugin eru enn á áætlun en þó má sjá að til dæmis er búið að færa flug Neos til Tenerife sem átti að fara klukkan níu í morgun til klukkan 23 í kvöld. Isavia hvetur ferðalanga til að mæta tímanlega á Keflavíkurflugvöll vegna umferðarerfiðleika á Reykjanesbrautinni sökum snjókomunnar. Krefjandi aðstæður „Þetta er erfiður dagur, það er óhætt að segja það,“ segir Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugrekstrarstjóri hjá Icelandair. Um þúsund farþegar flugfélagsins eru fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli og hafa ekki komist af stað. Sumir farþeganna hafa beðið í allt að fjórar klukkustundir. „Aðstæður eru vægast sagt mjög krefjandi í dag,“ segir hann og að þó svo að það hafi verið búið að spá snjókomu sé staðan töluvert verri en gert hafði verið ráð fyrir. Það kyni niður snjó í Keflavík og aðstæður erfiðar á flugvellinum. Hann segir unnið að því að koma vélum í loftið. Fimm vélar hafi komist af stað í morgun en enn sitji fimmtán til tuttugu vélar fastar og bíði eftir afísingu eða að komast frá hliði. Hann segir að gera megi ráð fyrir að farþegar sem sitji fastir séu yfir þúsund þó að hann sé ekki með nákvæma tölu. Hann segist ekki viss hversu lengi farþegar hafi beðið. Áhafnir hafi í einhverjum tilfellum átt erfitt með að komast á völlinn og það hafi haft áhrif. Guðmundur Tómas Sigurðsson er flugrekstrarstjóri hjá IcelandairVísir Hann segir fara nokkuð vel um farþega og áhafnir geri sitt besta til að sinna þeim og veita þeim upplýsingar. Hann segir að aðstæður verði metnar versni staðan og í versta falli komi þá til frekari seinkanna. Erfitt að tryggja aðstæður Hann segir Icelandir ágætlega í stakk búinn til að takast á við svona aðstæður. Afísing taki tíma en það sem helst tefji sé sköfun akbrauta á vellinum. Svo mikill snjór hafi áhrif á bremsuskilyrði og öryggi sé í fyrirrrúmi hjá öllum og það verði að tryggja það fyrst. „Það gengur erfiðlega að tryggja viðunandi aðstæður.“ Guðmundur Tómas hvetur alla sem eiga leið til Keflavíkurflugvallar til að fara varlega, fylgjast með tilkynningum og veðurspá og meta aðstæður vel áður en lagt er af stað. Ástandið verði viðvarandi út daginn. „Við eigum von á því að þetta gæti versnað áður en það byrjar að lagast.“ Hann segir öryggið skipta mestu í þessu samhengi. „Við förum ekki í aðstæður sem við treystum ekki áhöfnum og farþegum í. Það er leiðinlegt að farþegar þurfi að sitja og bíða en þetta er víst það sem fylgir þessu alveg sama hvar þessar aðstæður koma upp í heiminum.“ Farþegar hvattir til að gefa sér góðan tíma „Við á Keflavíkurflugvelli höfum virkað veðuraðgerðarstjórn hjá okkur vegna veðuraðstæðna í morgun og eigum fund með öllum rekstraraðilum vallarins á eftir. Þetta hafa verið krefjandi veðurskilyrði í morgun, en þrátt fyrir það hefur gengið vel að halda flugbrautum, akbrautum og stæðum opnum. Afísing hefur að mestu gengið vel, en veðrið í morgun hefur verið erfitt fyrir slíka vinnu og því hafa orðið nokkrar tafir sem hafa haft áhrif á brottfarartíma véla,“ segir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia. „Það er ljóst að seinkanir í morgun munu hafa áhrif á flugáætlanir flugfélaganna fram eftir degi. Við hvetjum því farþega til að fylgjast vel með upplýsingum frá sínum flugfélögum eða á vef Keflavíkurflugvallar. Einnig er mikilvægt að farþegar gefi sér góðan tíma til að komast út á flugvöll, fylgist með veðurspám og færð á vegum — sérstaklega á Reykjanesbraut.“ Staðan töluvert verri og flugum aflýst „Staðan núna rétt fyrir hádegi hefur versnað frá því sem var í morgun. Hita- og rakastig hefur breyst þannig það er komin meiri bleyta í snjóinn eða úrkomuna frá því morgun,“ segir hann og að þannig snjó sé erfiðara að eiga við. Aðstæður í Keflavík hafi versnað til muna og erfitt sé að halda akbrautum opnum og sinna afísingu. Þess vegna aflýsi Icelandir hluta þeirra fluga sem áttu að fara af stað í dag. Unnið sé að því að koma lengri flugum til Suður-Evrópu, til dæmis Tenerife, út og þau séu ekki búin að gefast upp. „Það er alveg ljóst að miðað við aðstæður þá munum við ekki geta haldið uppi þeim fjölda brottfara sem var áætlaður.“ Öll nýjustu tíðindi má lesa í vaktinni. Ertu um borð í flugvél á Keflavíkurflugvelli? Er biðin löng? Sendu okkur fréttaskot ef við megum heyra í þér.
Ertu um borð í flugvél á Keflavíkurflugvelli? Er biðin löng? Sendu okkur fréttaskot ef við megum heyra í þér.
Veður Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Sjá meira