Innlent

Eldur í blokk við Ljósheima

Boði Logason skrifar
Frá vettvangi
Frá vettvangi Vísir

Eldur var laus í íbúð við Ljósheima í Reykjavík. Slökkvilið var kallað út 19 mínútur yfir 12 í dag og er enn vinna á vettvangi. Samkvæmt uplýsingum frá vakthafandi varðstjóra, Steinþóri Darra Þorsteinssyni, er ekki vitað til þess að neinn hafi slasast. 

Hann segir eldinn hafa komið upp í eldhúsi í íbúðinni og að allir hafi náð að koma sér út. 

Búið er að slökkva eldinn og er verið að reykræsta. Enginn var inni þegar slökkvilið kom á vettvang. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×