Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar 28. október 2025 13:32 Í Silfri Sjónvarpsins í gærkvöldi var opinber þróunarsamvinna til umræðu og rætt við Carstein Staur, yfirmann þróunarsamvinnunefndar OECD, svonefndri DAC-nefnd. Þar var einkum fjallað um hversu mjög framlög til þróunarsamvinnu hafa dregist saman í mörgum ríkjum, ekki síst vegna niðurskurðar stjórnvalda í Bandaríkjunum, sem nánast lögðu niður USAID, þróunarsamvinnustofnun landsins, og stöðvuðu fjárveitingar til flestra alþjóðlegra verkefna. Líkt og fram kom í Silfrinu hafa heildarframlög til þróunarsamvinnu dregist saman að raunvirði frá árinu 2023, þrátt fyrir vaxandi þörf fyrir mannúðar- og neyðaraðstoð. Þessi þróun ógnar áratuga árangri á mörgum sviðum og leiðir til mikils mannfalls og efnahagstjóns, meðal annars vegna smitsjúkdóma og hungurs. Ég saknaði hins vegar þess að lítið var í Silfrinu minnst á þær eðlisbreytingar sem hafa orðið í þróunarsamvinnu á síðustu misserum og enn minna um viðtökuríkin sem eru önnur en áður. Í auknum mæli er alþjóðleg opinber þróunarsamvinna bundin fjárfestingarsamstarfi og svokallaðri blandaðri fjármögnun, þar sem opinberir aðilar reyna að virkja einkafjármagn til innviðaverkefna í þróunarríkjum. Evrópusambandið kynnir slíkt sem Global Gateway, andsvar við kínverska Belt and Road-verkefninu. Ríki sem áður voru þekkt fyrir óskilyrta þróunaraðstoð leggja nú aukna áherslu á samstarf á viðskiptagrundvelli. Á sama tíma hafa reglur DAC um hvað teljist þróunarsamvinna verið rýmkaðar. Nú er heimilt að telja fyrsta árs kostnað vegna móttöku flóttafólks innan framlagsríkja sem hluta af opinberri þróunaraðstoð (ODA), og eftir innrás Rússlands í Úkraínu árið 2022 var ákveðið að framlög til Úkraínu væru ODA-hæf. Þetta tvennt hefur haft afgerandi áhrif á tölurnar: árið 2023 nam innanlandskostnaður vegna flóttafólks um 13 prósentum af heildarframlögum DAC-ríkja, og Úkraína varð stærsti einstaki viðtakandi þróunarframlaga í heiminum. Þetta merkir að stór hluti af opinberu þróunarfé fer aldrei úr landi og stærsti hlutinn fer frá fátækustu ríkjum heims til Úkraínu. Í rúma fimm áratugi hefur opinber þróunarsamvinna verið hornsteinn í utanríkisstefnu margra vestrænna ríkja. Hún hefur táknað alþjóðlega samstöðu byggða á þeirri hugmynd að efnameiri ríki beri siðferðilega skyldu til að styðja við þróunarríki og efla efnahagslegan og félagslegan vöxt með það markmið að uppræta sárafátækt. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti árið 1970 viðmiðið um að 0,7 prósent þjóðartekna færu til þróunarsamvinnu innan tíu ára. Aðeins örfá ríki hafa náð því marki eða farið yfir það: Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Lúxemborg og stundum Bretland. Meðaltal DAC-ríkja hefur hins vegar lengst af verið um 0,3–0,4 prósent, og framlög Íslands á undanförnum árum hafa verið á bilinu 0,3–0,35 prósent. Að mínu mati þarf að standa vörð um hugmyndina um þróunarsamvinnu sem siðferðilega skyldu, ekki sem hagnaðartækifæri. Þegar þróunarsamvinna verður mæld í fjárfestingum og lánum er hætt við að mannúðin og samkenndin gleymist. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Þróunarsamvinna Utanríkismál Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Sjá meira
Í Silfri Sjónvarpsins í gærkvöldi var opinber þróunarsamvinna til umræðu og rætt við Carstein Staur, yfirmann þróunarsamvinnunefndar OECD, svonefndri DAC-nefnd. Þar var einkum fjallað um hversu mjög framlög til þróunarsamvinnu hafa dregist saman í mörgum ríkjum, ekki síst vegna niðurskurðar stjórnvalda í Bandaríkjunum, sem nánast lögðu niður USAID, þróunarsamvinnustofnun landsins, og stöðvuðu fjárveitingar til flestra alþjóðlegra verkefna. Líkt og fram kom í Silfrinu hafa heildarframlög til þróunarsamvinnu dregist saman að raunvirði frá árinu 2023, þrátt fyrir vaxandi þörf fyrir mannúðar- og neyðaraðstoð. Þessi þróun ógnar áratuga árangri á mörgum sviðum og leiðir til mikils mannfalls og efnahagstjóns, meðal annars vegna smitsjúkdóma og hungurs. Ég saknaði hins vegar þess að lítið var í Silfrinu minnst á þær eðlisbreytingar sem hafa orðið í þróunarsamvinnu á síðustu misserum og enn minna um viðtökuríkin sem eru önnur en áður. Í auknum mæli er alþjóðleg opinber þróunarsamvinna bundin fjárfestingarsamstarfi og svokallaðri blandaðri fjármögnun, þar sem opinberir aðilar reyna að virkja einkafjármagn til innviðaverkefna í þróunarríkjum. Evrópusambandið kynnir slíkt sem Global Gateway, andsvar við kínverska Belt and Road-verkefninu. Ríki sem áður voru þekkt fyrir óskilyrta þróunaraðstoð leggja nú aukna áherslu á samstarf á viðskiptagrundvelli. Á sama tíma hafa reglur DAC um hvað teljist þróunarsamvinna verið rýmkaðar. Nú er heimilt að telja fyrsta árs kostnað vegna móttöku flóttafólks innan framlagsríkja sem hluta af opinberri þróunaraðstoð (ODA), og eftir innrás Rússlands í Úkraínu árið 2022 var ákveðið að framlög til Úkraínu væru ODA-hæf. Þetta tvennt hefur haft afgerandi áhrif á tölurnar: árið 2023 nam innanlandskostnaður vegna flóttafólks um 13 prósentum af heildarframlögum DAC-ríkja, og Úkraína varð stærsti einstaki viðtakandi þróunarframlaga í heiminum. Þetta merkir að stór hluti af opinberu þróunarfé fer aldrei úr landi og stærsti hlutinn fer frá fátækustu ríkjum heims til Úkraínu. Í rúma fimm áratugi hefur opinber þróunarsamvinna verið hornsteinn í utanríkisstefnu margra vestrænna ríkja. Hún hefur táknað alþjóðlega samstöðu byggða á þeirri hugmynd að efnameiri ríki beri siðferðilega skyldu til að styðja við þróunarríki og efla efnahagslegan og félagslegan vöxt með það markmið að uppræta sárafátækt. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti árið 1970 viðmiðið um að 0,7 prósent þjóðartekna færu til þróunarsamvinnu innan tíu ára. Aðeins örfá ríki hafa náð því marki eða farið yfir það: Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Lúxemborg og stundum Bretland. Meðaltal DAC-ríkja hefur hins vegar lengst af verið um 0,3–0,4 prósent, og framlög Íslands á undanförnum árum hafa verið á bilinu 0,3–0,35 prósent. Að mínu mati þarf að standa vörð um hugmyndina um þróunarsamvinnu sem siðferðilega skyldu, ekki sem hagnaðartækifæri. Þegar þróunarsamvinna verður mæld í fjárfestingum og lánum er hætt við að mannúðin og samkenndin gleymist. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun