Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar 28. október 2025 13:32 Í Silfri Sjónvarpsins í gærkvöldi var opinber þróunarsamvinna til umræðu og rætt við Carstein Staur, yfirmann þróunarsamvinnunefndar OECD, svonefndri DAC-nefnd. Þar var einkum fjallað um hversu mjög framlög til þróunarsamvinnu hafa dregist saman í mörgum ríkjum, ekki síst vegna niðurskurðar stjórnvalda í Bandaríkjunum, sem nánast lögðu niður USAID, þróunarsamvinnustofnun landsins, og stöðvuðu fjárveitingar til flestra alþjóðlegra verkefna. Líkt og fram kom í Silfrinu hafa heildarframlög til þróunarsamvinnu dregist saman að raunvirði frá árinu 2023, þrátt fyrir vaxandi þörf fyrir mannúðar- og neyðaraðstoð. Þessi þróun ógnar áratuga árangri á mörgum sviðum og leiðir til mikils mannfalls og efnahagstjóns, meðal annars vegna smitsjúkdóma og hungurs. Ég saknaði hins vegar þess að lítið var í Silfrinu minnst á þær eðlisbreytingar sem hafa orðið í þróunarsamvinnu á síðustu misserum og enn minna um viðtökuríkin sem eru önnur en áður. Í auknum mæli er alþjóðleg opinber þróunarsamvinna bundin fjárfestingarsamstarfi og svokallaðri blandaðri fjármögnun, þar sem opinberir aðilar reyna að virkja einkafjármagn til innviðaverkefna í þróunarríkjum. Evrópusambandið kynnir slíkt sem Global Gateway, andsvar við kínverska Belt and Road-verkefninu. Ríki sem áður voru þekkt fyrir óskilyrta þróunaraðstoð leggja nú aukna áherslu á samstarf á viðskiptagrundvelli. Á sama tíma hafa reglur DAC um hvað teljist þróunarsamvinna verið rýmkaðar. Nú er heimilt að telja fyrsta árs kostnað vegna móttöku flóttafólks innan framlagsríkja sem hluta af opinberri þróunaraðstoð (ODA), og eftir innrás Rússlands í Úkraínu árið 2022 var ákveðið að framlög til Úkraínu væru ODA-hæf. Þetta tvennt hefur haft afgerandi áhrif á tölurnar: árið 2023 nam innanlandskostnaður vegna flóttafólks um 13 prósentum af heildarframlögum DAC-ríkja, og Úkraína varð stærsti einstaki viðtakandi þróunarframlaga í heiminum. Þetta merkir að stór hluti af opinberu þróunarfé fer aldrei úr landi og stærsti hlutinn fer frá fátækustu ríkjum heims til Úkraínu. Í rúma fimm áratugi hefur opinber þróunarsamvinna verið hornsteinn í utanríkisstefnu margra vestrænna ríkja. Hún hefur táknað alþjóðlega samstöðu byggða á þeirri hugmynd að efnameiri ríki beri siðferðilega skyldu til að styðja við þróunarríki og efla efnahagslegan og félagslegan vöxt með það markmið að uppræta sárafátækt. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti árið 1970 viðmiðið um að 0,7 prósent þjóðartekna færu til þróunarsamvinnu innan tíu ára. Aðeins örfá ríki hafa náð því marki eða farið yfir það: Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Lúxemborg og stundum Bretland. Meðaltal DAC-ríkja hefur hins vegar lengst af verið um 0,3–0,4 prósent, og framlög Íslands á undanförnum árum hafa verið á bilinu 0,3–0,35 prósent. Að mínu mati þarf að standa vörð um hugmyndina um þróunarsamvinnu sem siðferðilega skyldu, ekki sem hagnaðartækifæri. Þegar þróunarsamvinna verður mæld í fjárfestingum og lánum er hætt við að mannúðin og samkenndin gleymist. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Þróunarsamvinna Utanríkismál Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Í Silfri Sjónvarpsins í gærkvöldi var opinber þróunarsamvinna til umræðu og rætt við Carstein Staur, yfirmann þróunarsamvinnunefndar OECD, svonefndri DAC-nefnd. Þar var einkum fjallað um hversu mjög framlög til þróunarsamvinnu hafa dregist saman í mörgum ríkjum, ekki síst vegna niðurskurðar stjórnvalda í Bandaríkjunum, sem nánast lögðu niður USAID, þróunarsamvinnustofnun landsins, og stöðvuðu fjárveitingar til flestra alþjóðlegra verkefna. Líkt og fram kom í Silfrinu hafa heildarframlög til þróunarsamvinnu dregist saman að raunvirði frá árinu 2023, þrátt fyrir vaxandi þörf fyrir mannúðar- og neyðaraðstoð. Þessi þróun ógnar áratuga árangri á mörgum sviðum og leiðir til mikils mannfalls og efnahagstjóns, meðal annars vegna smitsjúkdóma og hungurs. Ég saknaði hins vegar þess að lítið var í Silfrinu minnst á þær eðlisbreytingar sem hafa orðið í þróunarsamvinnu á síðustu misserum og enn minna um viðtökuríkin sem eru önnur en áður. Í auknum mæli er alþjóðleg opinber þróunarsamvinna bundin fjárfestingarsamstarfi og svokallaðri blandaðri fjármögnun, þar sem opinberir aðilar reyna að virkja einkafjármagn til innviðaverkefna í þróunarríkjum. Evrópusambandið kynnir slíkt sem Global Gateway, andsvar við kínverska Belt and Road-verkefninu. Ríki sem áður voru þekkt fyrir óskilyrta þróunaraðstoð leggja nú aukna áherslu á samstarf á viðskiptagrundvelli. Á sama tíma hafa reglur DAC um hvað teljist þróunarsamvinna verið rýmkaðar. Nú er heimilt að telja fyrsta árs kostnað vegna móttöku flóttafólks innan framlagsríkja sem hluta af opinberri þróunaraðstoð (ODA), og eftir innrás Rússlands í Úkraínu árið 2022 var ákveðið að framlög til Úkraínu væru ODA-hæf. Þetta tvennt hefur haft afgerandi áhrif á tölurnar: árið 2023 nam innanlandskostnaður vegna flóttafólks um 13 prósentum af heildarframlögum DAC-ríkja, og Úkraína varð stærsti einstaki viðtakandi þróunarframlaga í heiminum. Þetta merkir að stór hluti af opinberu þróunarfé fer aldrei úr landi og stærsti hlutinn fer frá fátækustu ríkjum heims til Úkraínu. Í rúma fimm áratugi hefur opinber þróunarsamvinna verið hornsteinn í utanríkisstefnu margra vestrænna ríkja. Hún hefur táknað alþjóðlega samstöðu byggða á þeirri hugmynd að efnameiri ríki beri siðferðilega skyldu til að styðja við þróunarríki og efla efnahagslegan og félagslegan vöxt með það markmið að uppræta sárafátækt. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti árið 1970 viðmiðið um að 0,7 prósent þjóðartekna færu til þróunarsamvinnu innan tíu ára. Aðeins örfá ríki hafa náð því marki eða farið yfir það: Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Lúxemborg og stundum Bretland. Meðaltal DAC-ríkja hefur hins vegar lengst af verið um 0,3–0,4 prósent, og framlög Íslands á undanförnum árum hafa verið á bilinu 0,3–0,35 prósent. Að mínu mati þarf að standa vörð um hugmyndina um þróunarsamvinnu sem siðferðilega skyldu, ekki sem hagnaðartækifæri. Þegar þróunarsamvinna verður mæld í fjárfestingum og lánum er hætt við að mannúðin og samkenndin gleymist. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun