Fótbolti

Þor­steinn breytir engu á milli leikja

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexandra Jóhannsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir byrja saman á miðju íslenska landsliðsins eins og oft áður. Þetta verður sextugasti landsleikur Alexöndru og landsleikur númer 59 hjá Karólínu.
Alexandra Jóhannsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir byrja saman á miðju íslenska landsliðsins eins og oft áður. Þetta verður sextugasti landsleikur Alexöndru og landsleikur númer 59 hjá Karólínu. Getty/Pat Elmont

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, teflir fram nákvæmlega sama byrjunarliði í dag og í fyrri leiknum á móti Norður-Írlandi í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar.

Leikurinn hefst klukkan 17.00 og fer fram á gervigrasvelli Þróttara.

Diljá Ýr Zomers, Amanda Jacobsen Andradóttir, Katla Tryggvadóttir, Agla María Albertsdóttir og Emilía Kiær Ásgeirsdóttir komu allar inn á sem varamenn í síðasta leik en engin þeirra vann sig inn í byrjunarliðið. Agla María er raunar utan hóps í dag.

Íslenska liðið vann fyrri leikinn 2-0 úti á Norður-Írlandi þökk sé skallamörkum miðvarðanna Glódísar Perlu Viggósdóttur og Ingibjargar Sigurðardóttur sem komu bæði eftir sendingar Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur.

Ingibjörg spilar landsleik númer áttatíu í dag og þetta er sextugasti landsleikur Alexöndru Jóhannsdóttur.

  • Byrjunarliðið hjá Íslandi í kvöld:
  • Cecilía Rán Rúnarsdóttir
  • Guðrún Arnardóttir
  • Ingibjörg Sigurðardóttir
  • Glódís Perla Viggósdóttir
  • Sædís Rún Heiðarsdóttir
  • Hildur Antonsdóttir
  • Alexandra Jóhannsdóttir
  • Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
  • Hlín Eiríksdóttir
  • Sandra María Jessen
  • Sveindís Jane Jónsdóttir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×