Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2025 14:23 Norrænir félagar í Bandidos við útför fallins félaga árið 1999. Hjaðningarvíg urðu á milli þeirra og Vítisengla í Skandinavíu á 10. áratug síðustu aldar. Vísir/EPA Dómstóll í Danmörku lýsti bifhjólagengið alræmda Bandidos ólöglegt og skipaði fyrir um að það skyldi leyst upp í dag. Mismunandi deildir gengisins myndi eina heild sem sé skipulögð glæpasamtök. Danskir saksóknarar kröfðust þess að samtökin yrðu leyst upp í samræmi við ákvæði stjórnarskrá um samtök sem æsi til ofbeldis. Til þess þurftu þeir að sýna að þó að Bandidos sé að nafninu til fjöldi misstórra hópa myndi þeir ein skipulögð samtök. Meðlimir Bandidos hafa verið sakfelldir fyrir fjölda ofbeldisverka, þar á meðal morð, tilraunir til manndráps og líkamsárásir í gegnum tíðina. Danska lögreglan lagði tímabundið bann við starfsemi samtakanna í fyrra. Danska ríkisútvarpið segir að dómurinn í dag þýði að yfirvöld leggi hald á alla muni sem tengist Bandidos, þar á meðal vesti og annan einkennisklæðnað samtakanna. Lögmaður Bandidos segir að dómnum verði áfrýjað og er málið sagt geta velkst lengi enn um fyrir dönskum dómstólum. Peter Hummelgaard, dómsmálaráðherra, fagnar niðurstöðunni. Hún sé mikilvægt skref í baráttunni gegn glæpagengjum og skipulagðri glæpastarfsemi almennt. „Samkomufrelsi var ekki skapað til að vernda glæpagengi. Þess vegna tel ég að grípa ætti til aðgerða til þess að leysa upp önnur glæpagengi ef yfirvöld telja að grundvöllur sé til þess,“ skrifaði ráðherrann á samfélagsmiðli. Fréttin verður uppfærð. Danmörk Bifhjól Erlend sakamál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Danskir saksóknarar kröfðust þess að samtökin yrðu leyst upp í samræmi við ákvæði stjórnarskrá um samtök sem æsi til ofbeldis. Til þess þurftu þeir að sýna að þó að Bandidos sé að nafninu til fjöldi misstórra hópa myndi þeir ein skipulögð samtök. Meðlimir Bandidos hafa verið sakfelldir fyrir fjölda ofbeldisverka, þar á meðal morð, tilraunir til manndráps og líkamsárásir í gegnum tíðina. Danska lögreglan lagði tímabundið bann við starfsemi samtakanna í fyrra. Danska ríkisútvarpið segir að dómurinn í dag þýði að yfirvöld leggi hald á alla muni sem tengist Bandidos, þar á meðal vesti og annan einkennisklæðnað samtakanna. Lögmaður Bandidos segir að dómnum verði áfrýjað og er málið sagt geta velkst lengi enn um fyrir dönskum dómstólum. Peter Hummelgaard, dómsmálaráðherra, fagnar niðurstöðunni. Hún sé mikilvægt skref í baráttunni gegn glæpagengjum og skipulagðri glæpastarfsemi almennt. „Samkomufrelsi var ekki skapað til að vernda glæpagengi. Þess vegna tel ég að grípa ætti til aðgerða til þess að leysa upp önnur glæpagengi ef yfirvöld telja að grundvöllur sé til þess,“ skrifaði ráðherrann á samfélagsmiðli. Fréttin verður uppfærð.
Danmörk Bifhjól Erlend sakamál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila