Fótbolti

Bættu Evrópu­met AC Milan liðsins með Gul­lit og Van Basten innan­borðs

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Kane fagnar öðru marka sinna fyrir Bayern í bikarsigrinum í gærkvöldi.
Harry Kane fagnar öðru marka sinna fyrir Bayern í bikarsigrinum í gærkvöldi. Getty/A. Scheuber

Bayern München vann í gær fjórtánda leikinn í röð í öllum keppnum og bætti liðið þar með Evrópumet yfir flesta sigurleiki í röð í upphafi tímabils.

Bayern lenti undir á móti Ísaki Bergmann Jóhannessyni og félögum í Köln í þýska bikarnum en unnu leikinn 4-1.

Harry Kane skoraði tvö af mörkunum og er þar með kominn með 22 mörk í fjórtán fyrstu leikjum tímabilsins.

Lið Vincent Kompany hefur unnið alla leiki sína í Bundesligunni, bikarnum og Meistaradeildinni.

Gamla metið voru þrettán sigurleikir í röð og það var í eigu AC Milan-liðsins frá 1992-93.

Í því liði voru menn eins og Ruud Gullit, Marco van Basten, Paolo Maldini, Frank Rijkaard, Franco Baresi og Alessandro Costacurta svo einhverjir séu nefndir. Þjálfarinn var Fabio Capello.

1993 lið AC Milan varð ítalskur meistari en tapaði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Ekkert lið í efstu fimm deildunum hefur nú byrjað á svo mörgum sigurleikjum í upphafi tímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×