Innlent

Þrír hand­teknir á stolnum bíl og dýnur teknar ó­frjálsri hendi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögreglu bárust meðal annars tilkynningar um þjófnað í verslun og bjölluónæði í fjölbýlishúsi.
Lögreglu bárust meðal annars tilkynningar um þjófnað í verslun og bjölluónæði í fjölbýlishúsi. Vísir/Ívar Fannar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í nótt og tók meðal annars við tilkynningu um þjófnað á varnardýnum úr skíðabrekku.

Um er að ræða dýnur sem eru settar utan um lyftustaura til að draga úr líkum á slæmum meiðslum ef fólk rennur á staurana.

Frá þessu er greint í yfirliti lögreglunnar yfir verkefni næturinnar. Alls voru 56 mál bókuð í kerfi lögreglu og þá gistu fjórir fangageymslur í morgunsárið.

Lögregla var meðal annars kölluð til vegna einstaklings sem var til vandræða á sundstað og var honum vísað á brott. Þá var einnig tilkynnt um óvarlegan akstur einstaklinga á „buggy“ bifreiðum en þeir fundust ekki.

Nokkrir voru stöðvaðir í umferðinni, meðal annars vegna aksturs undir áhrifum. Þá var bifreið stöðvuð eftir að tilkynning hafði borist um að henni hefði verið stolið. Þrír voru í bifreiðinni og voru þeir vistaðir í fangageymslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×