Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. október 2025 11:47 Nokkur umhverfisverndarsamtök hafa miklar áhyggjur af stjórarháttum í Vatnajökulsþjóðgarði. Þau segja náttúruverndarsjónarmið ekki nægilega sterk innan stjórnar og kæra kynjahalla til kærunefndar jafnréttismála. Vísir/Vilhelm Nokkur náttúruverndarsamtök hafa lýst yfir þungum áhyggjum og vonbrigðum vegna opnunar Vonarskarðs fyrir bílaumferð. Þau segja stjórnun Vatnajökulsþjóðgarðs ábótavant og ætla að leita til UNESCO vegna málsins. Sex náttúruverndarsamtök rita undir yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum fyrir hádegi í dag. Það eru Landvernd, Náttúrugrið, Náttúruverndarsamtök Íslands, Skrauti, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi og Ungir umhverfissinnar. Skilja ekki tilraunastarfsemi ráðherra Í yfirlýsingunni er það reifað að Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra hafi þann 23. október síðastliðinn staðfest breytingar sem auka aðgengi ökutækja að Vonarskarði og er opnunin í tilraunaskyni. „Enginn veit í hverju sú tilraun felst. Opnunin mun skerða víðerni Vonarskarðs og sérstöðu, auka líkur á náttúruspjöllum og ganga þvert gegn ráðleggingum allra fagstofnana. Aðeins er mánuður liðinn frá því að ráðherra talaði um skyldur Íslands um verndun óbyggðra víðerna í Evrópu í ræðu sinni á Umhverfisþingi í Hörpu,“ segir í yfirlýsingunni. Alls ekki mælt með bílaumferð um svæðið Samtökin segja Vonarskarð eitt viðkvæmasta svæði hálendisins. Það sé óbyggt víðerni með mjög hátt verndargildi og skarti meðal annars hæstu mýri landsins, mikilli litadýrð og háhitasvæði sem eigi sér vart hliðstæðu, með lífverum sem hvergi annars staðar finnist. „Vegna þessa hafa þjóðgarðsyfirvöld frá upphafi einskorðað aðgang að Vonarskarði við gangandi umferð og þá sem aka á snæviþakinni jörð. Sú ákvörðun hefur byggt á ráðleggingum Náttúrufræðistofnunar, helstu fagstofnana á sviði náttúruvísinda og fræðasamfélagsins. Engin fagstofnun hefur nokkru sinni mælt með auknu aðgengi bílaumferðar að Vonarskarði, þvert á móti.“ Leita til Sameinuðu þjóðanna Samtökin segjast ætla að leita til UNESCO, Sameinuðu þjóðanna, til að fá úr því skorið hvort ákvörðun ráðherra sé lögmæt. Vísa þau til þess að í tilnefningu Íslands til stöðu þjóðgarðsins á heimsminjaskrá UNESCO hafi Vonarskarð verið kynnt sem göngusvæði án vélknúinnar umferðar og að svæðið milli Gjóstu og Svarthöfða yrði víðerni. Það séu kjarnagildi og skuldbindingar sem verði að virða. Brestir séu í stjórnarfyrirkomulagi þjóðgarðsins, sem komið hafi skýrt í ljós í afgreiðslu núverandi svæðisstjórnar á málefnum Vonarskarð í septembermánuði. „Brýn þörf er á að tryggja náttúruvernd sterkari rödd við stjórnun Vatnajökulsþjóðgarðs, að hlutverk Náttúrufræðistofnunar við stefnumótun hans verði eflt og að ráð umhverfissamtaka verði ekki kerfisbundið hunsuð,“ segir í yfirlýsingunni. Kæra kynjahalla Vísað er til þess að í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð segi að annar fulltrúi ráðherra í stjórninni skuli hafa fagþekkingu á verksviði þjóðgarða. Það eigi við hvorugan fulltrúanna. Er þar vísað til Sigurjóns Andréssonar, formanns stjórnar, og Ívars Karls Hafliðastjórnar, varaformanns. Sigurjón er sveitarstjóri í Hornafirði og Ívar Karl rekur verktakafyrirtækið Austurbygg Verktakar ehf., en er með bakkalárgráðu í umhverfis- og orkufræðum. „Skipun ráðherra í svæðisstjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur verið kærð til kærunefndar um jafnréttismál. Báðir fulltrúar ráðherra í stjórninni eru karlar og karlar skipa yfir 75% sæta í henni.“ Samtökin kalla eftir að stjórnarfyrirkomulag þjóðgarðsins verði endurskoðað og náttúruvernd tryggð sterkari aðkoma að stjórnun hans. Hlutverk Náttúrufræðistofnunar við stjórnun og stefnumótun þjóðgarðsins verði eflt og að svæðisstjórn og ráðherra fari eftir bestu fáanlegu þekkingu sem fyrir liggi og vindi ofan af breytingum sínum á vernd Vonarskarðs. Vatnajökulsþjóðgarður Umhverfismál Ásahreppur Þingeyjarsveit Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Sex náttúruverndarsamtök rita undir yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum fyrir hádegi í dag. Það eru Landvernd, Náttúrugrið, Náttúruverndarsamtök Íslands, Skrauti, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi og Ungir umhverfissinnar. Skilja ekki tilraunastarfsemi ráðherra Í yfirlýsingunni er það reifað að Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra hafi þann 23. október síðastliðinn staðfest breytingar sem auka aðgengi ökutækja að Vonarskarði og er opnunin í tilraunaskyni. „Enginn veit í hverju sú tilraun felst. Opnunin mun skerða víðerni Vonarskarðs og sérstöðu, auka líkur á náttúruspjöllum og ganga þvert gegn ráðleggingum allra fagstofnana. Aðeins er mánuður liðinn frá því að ráðherra talaði um skyldur Íslands um verndun óbyggðra víðerna í Evrópu í ræðu sinni á Umhverfisþingi í Hörpu,“ segir í yfirlýsingunni. Alls ekki mælt með bílaumferð um svæðið Samtökin segja Vonarskarð eitt viðkvæmasta svæði hálendisins. Það sé óbyggt víðerni með mjög hátt verndargildi og skarti meðal annars hæstu mýri landsins, mikilli litadýrð og háhitasvæði sem eigi sér vart hliðstæðu, með lífverum sem hvergi annars staðar finnist. „Vegna þessa hafa þjóðgarðsyfirvöld frá upphafi einskorðað aðgang að Vonarskarði við gangandi umferð og þá sem aka á snæviþakinni jörð. Sú ákvörðun hefur byggt á ráðleggingum Náttúrufræðistofnunar, helstu fagstofnana á sviði náttúruvísinda og fræðasamfélagsins. Engin fagstofnun hefur nokkru sinni mælt með auknu aðgengi bílaumferðar að Vonarskarði, þvert á móti.“ Leita til Sameinuðu þjóðanna Samtökin segjast ætla að leita til UNESCO, Sameinuðu þjóðanna, til að fá úr því skorið hvort ákvörðun ráðherra sé lögmæt. Vísa þau til þess að í tilnefningu Íslands til stöðu þjóðgarðsins á heimsminjaskrá UNESCO hafi Vonarskarð verið kynnt sem göngusvæði án vélknúinnar umferðar og að svæðið milli Gjóstu og Svarthöfða yrði víðerni. Það séu kjarnagildi og skuldbindingar sem verði að virða. Brestir séu í stjórnarfyrirkomulagi þjóðgarðsins, sem komið hafi skýrt í ljós í afgreiðslu núverandi svæðisstjórnar á málefnum Vonarskarð í septembermánuði. „Brýn þörf er á að tryggja náttúruvernd sterkari rödd við stjórnun Vatnajökulsþjóðgarðs, að hlutverk Náttúrufræðistofnunar við stefnumótun hans verði eflt og að ráð umhverfissamtaka verði ekki kerfisbundið hunsuð,“ segir í yfirlýsingunni. Kæra kynjahalla Vísað er til þess að í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð segi að annar fulltrúi ráðherra í stjórninni skuli hafa fagþekkingu á verksviði þjóðgarða. Það eigi við hvorugan fulltrúanna. Er þar vísað til Sigurjóns Andréssonar, formanns stjórnar, og Ívars Karls Hafliðastjórnar, varaformanns. Sigurjón er sveitarstjóri í Hornafirði og Ívar Karl rekur verktakafyrirtækið Austurbygg Verktakar ehf., en er með bakkalárgráðu í umhverfis- og orkufræðum. „Skipun ráðherra í svæðisstjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur verið kærð til kærunefndar um jafnréttismál. Báðir fulltrúar ráðherra í stjórninni eru karlar og karlar skipa yfir 75% sæta í henni.“ Samtökin kalla eftir að stjórnarfyrirkomulag þjóðgarðsins verði endurskoðað og náttúruvernd tryggð sterkari aðkoma að stjórnun hans. Hlutverk Náttúrufræðistofnunar við stjórnun og stefnumótun þjóðgarðsins verði eflt og að svæðisstjórn og ráðherra fari eftir bestu fáanlegu þekkingu sem fyrir liggi og vindi ofan af breytingum sínum á vernd Vonarskarðs.
Vatnajökulsþjóðgarður Umhverfismál Ásahreppur Þingeyjarsveit Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent